Fréttablaðið - 17.10.2015, Page 90

Fréttablaðið - 17.10.2015, Page 90
Samkvæmt könnun sem gerð var í Noregi eyða Norðmenn tvöfalt meira í jólagjafir en nágrannar þeirra, Svíar og Finnar. Ísland var ekki með í þessari könnun. Norðmenn eyða um 90 þúsund krón- um en Finnar eyða um 40 þúsundum, Svíar rúmum 43 þúsundum og Danir 67 þúsund krónum. Norðmenn eru ónískir þegar kemur að jólagjöfum og duglegir að opna budduna, segir Elin Reitan, hagfræð- ingur hjá Nordea í Noregi, í samtali við Aftenposten. „Tölurnar sýna að Norðmönnum finnst mikilvægt að gefa góðar gjafir en það getur farið út í öfgar fjárhagslega fyrir marga,“ segir hún. „Í Svíþjóð er ekki lögð svona mikil áhersla á dýrar jólagjafir. Í þessari könnun sem gerð var fyrir jólin í fyrra kom fram að Norðmenn ætluðu að eyða 11 pró- sentum meira í jólagjafir 2014 en þeir gerðu árið áður. Þeir sem eyða mestu í jólagjafir í Noregi eru á aldrinum 40-54 ára. Þessi aldurshópur eyðir um 6.516 norskum krónum eða 100.490 ís- lenskum en 55-65 ára eyða 5.598 norskum krónum eða 86.332 ís- lenskum. Þeir sem eru á aldrinum 26-39 ára eyða svipað og þeir eldri. Þeir sem eyða minnstu eru á aldrinum 18-25 ára. Að sögn hagfræðingsins greiða flestir jólagjafirnar með kreditkorti og borga því reikninginn seinna. Það er ekki auðvelt fyrir alla að ganga inn í nýja árið með háan kreditreikning ógreiddan, segir Elin. Samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar við háskólann á Bif- röst var búist við aukinni sölu hér á landi fyrir jólin í fyrra. Talið var að hver Íslendingur myndi eyða um 45 þúsund krónum fyrir jólin. Ef það reyndist rétt erum við langt undir Norðmönnum í eyðslu en lík- ari Finnum og Svíum. Norðmenn gefa mest í jólagjöf Mismunandi er hversu miklu Norðurlandaþjóðirnar eyða í jólagjafir. MYND/GETTY Reg lu lega koma f ra m ánægjulegar niðurstöð-ur rannsókna sem benda til þess að át á dökku súkkul- aði auki ekki einungis fram- leiðslu dópamíns í heilan- um heldur hafi það jákvæð áhrif á heilsuna. Til dæmis lækki það magn kólesteróls í blóði, sporni við minnis- tapi og minnki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Sjálfsagt er þó miðað við að þess sé neytt í hófi og ekki endilega í samkurli við mikinn sykur og smjör en á aðventunni má leyfa sér að henda í eina dí- sæta smákökuuppskrift til að gleðja samstarfsfólk. Brownie-smákökur 1½ bolli hveiti 1½ bolli sykur 1½ tsk. lyftiduft ¾ tsk. salt 6 msk. ósaltað smjör, brætt og kælt að stofuhita ¾ bollar kakó 3 stór egg 1 tsk. vanilluextrakt 1 bolli saxað súkkulaði dökkt ¾ bollar flórsykur Blandið hveiti, sykri, lyftidufti og salti í stóra skál og setjið til hliðar. Skafið brædda smjörið í minni skál og hrærið kakóið við smjörið þar til kekkjalaust. Blandið vanilluextrakti við eggin í þriðju skálinni og þeyt- ið blönduna svo saman við smjör- ið og kakóið. Hellið út í þurrefnin og blandið vel saman með sleif. Bland- an lítur til að byrja með út fyrir að vera of þurr en ekki freistast til að bleyta upp í henni. Haldið áfram að vinna deigið saman og að end- ingu verður það að stífu brownie- deigi. Hnoðið þá saxaða súkkulað- ið saman við og kælið deigið í ís- skáp í 30 mínútur. Hitið ofninn í 180 gráður. Legg- ið bökunarpappír á tvær plötur og hellið flórsykrinum í víða skál. Mótið litlar kúlur úr deiginu og veltið þeim vel upp úr flórsykrinum. Þessi uppskrift ætti að gefa um 70 kökur. Raðið kúlunum á plöturn- ar og hafið bil á milli þar sem þær fletjast út í ofninum. Bakið í 12 - 15 mínútur. Ekki of lengi, þær eiga að vera dálítið seigar undir tönn. Látið þær kólna í 10 mínútur á bökunarpappírnum áður en þið takið þær af með spaða og látið kólna til fulls á grind. Geymið í loft- tæmdum umbúðum. Uppskrift fengin af vefsíð- unni: www.homecooking. about.com Súkkulaði fyrir heilann Fátt gleður lúna samstarfsfélaga meira en ljúfmeti með kaffinu. Yfirmenn starfshópa og deilda geta bætt andrúmsloftið í erfiðri vinnutörn fyrir jólin svo um munar með því að vippa fram kræsingum með morgunkaffinu. Brownie-smákökur sem slá munu rækilega í gegn á kaffistofunni. kynning − auglýsing 17. októBer 2015 LAUGArDAGUr10 Fyrirtækjagjafir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.