Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 92
Á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar við spurningunni „Af hverju gefur fólk gjafir um jólin?“ Hér er svarið í stuttri útgáfu: Jólagjafir virðast að sumu leyti sprottnar frá fornum rómverskum skammdegishátíðum, en voru í eðli sínu alþýðlegar nýársgjafir. Áramót voru víða á miðöldum miðuð við fæðingardag Jesú Krists. Þó sést lengi vel ekki getið um jólagjafir nema á meðal evrópskra höfðingja. Oftast er það húsbóndinn sem færir gestum sínum og undirsátum gjafir. Þessa er líka getið í Íslendingasögum, líka þeim sem eiga að gerast í heiðni. Talið er að jólagjafir hús- bænda hafi síður farið eftir efna- hag þeirra heldur fremur hvort þeir litu á sig sem sjálfstæða menn. Á meðal almennings þekktust jólagjafir í nútímaskilningi ekki í neinum mæli fyrr en kom fram á 19. öld. Á Íslandi verður ekki vart við einstaklingsbundnar jólagjafir fyrr en seint á 19. öld. Reyndar er greinilega reiknað með því að hver heimilismaður fái einhverja nýja flík og nýja skó á jól- unum. Þetta var þó ekki nefnt jólagjöf og virðist frekar hafa verið litið á það sem eins konar „desemberuppbót“. Netverslun hefur aukist mikið undanfarin ár. Búast má við að enn meiri aukning verði í netverslun fyrir þessi jól en áður hefur þekkst. Sumum finnst leiðinlegt að rápa á milli verslana og netverslun er kær- komin fyrir þann hóp. Í skýrslu Rann- sóknarseturs verslunarinnar fyrir jólin í fyrra kemur fram spá um aukna net- verslun. „Mikil og stöðug aukning er í pakkasendingum vegna netversl- unar, þó aðallega frá útlöndum. Þau fyrirtæki sem sjá um pakkasendingar merkja stöðugan vöxt og sjá fram á mikla aukningu í sendingum vegna netverslunar fyrir þessi jól líkt og í fyrra,“ segir í skýrslunni. „Í nágranna- löndum okkar er einnig gert ráð fyrir mikilli aukningu í jólagjafakaupum um netið. Samkvæmt könnun í Sví- þjóð er gert ráð fyrir að minnst fjórði hver íbúi geri jólainnkaup á netinu fyrir þessi jól. Sú bandaríska hefð að hefja jólaverslunina í lok nóvember á „Black Friday“ og net-jólaverslun á „Cyber Monday“ hefur einnig verið að festa sig í sessi í Svíþjóð og að sögn ætlar fimmta hvert verslunar- fyrirtæki að efna til einhverra jólatil- boða á öðrum hvorum þessara daga eða báðum. Gaman verður að sjá hver þróunin verður fyrir jólin 2015. NetversluN Gjafir skipta máli Jólabónusar og jólagjafir skipta flesta starfsmenn miklu máli. Hefð- bundnar jólagjafir hafa tíðkast hér á landi en víða erlendis er algengara að gefa sérstakan jólabónus í formi peninga. Ein eftirminnilegastar sena kvikmyndasögunnar sem snertir á mikilvægi jólabónussins er úr Christmas Vacation frá árinu 1989. Clark Griswold, sem leikinn er af Chevy Chase, er búinn að vinna hjá sama fyrirtækinu í 17 ár og býst auðvitað við jólabónus eins og venjulega. Svo öruggur er hann að hann var búinn að greiða 7.500 dali inn á nýja útisundlaug fyrir fjölskylduna. Þegar líður nær jólum og engin ávísun er komin í hús fer hann að ókyrrast. Loks á jóladag kemur bréf- berinn með umslagið sem reynist ekki innihalda ávísun eins og Clark vonaðist eftir heldur meðlimakort í Jelly-of-the- Month Club. Vonbrigðin eru gríðarleg og Clark missir algjörlega stjórn á skapi sínu með þeim afleiðingum að frændi hans keyrir að heimili forstjórans og rænir honum. Eftir fundarhöld í stofu Griswald-fjölskyldunnar sér forstjórinn eftir öllu saman, endurvekur jólabónus- inn og gefur Clark að auki 20% hækkun ofan á hann. Allir fallast í faðma og jólin enduðu vel þetta árið. Fyrstu jólagjaFirnar MIKIÐ ÚRVAL AF VÖRUM Á ALLT AÐ 50% AFSLÆTTI - 20% ÖLL SÖFNUNAR STELL - GLÖS - HNÍFAPÖR AFSLÁTTARDAGAR 15. OKTÓBER – 22. OKTÓBER OPNUNARTÍMI 15. – 22. OKTÓBER MÁN – FÖS KL.11:00 – 18:00 LAUGARDAG KL.11:00 – 16:00 SUNNUDAG KL.12:00 – 16:00 ÞAÐ ER STUTT TIL JÓLA NÝTTU TÆKIFÆRIÐ POSTULÍNSLAMPAR -10-20% SWAROVSKI -15% ENJOY HITAFÖT -20% IVV METROPOLIS -15% TARÍNUR M/HITARA & AUSU FRÁ KR.11.595 HNÍFAPARATÖSKUR F/12 M/FYLGIH. FRÁ KR.24.995 SÓSUSKÁL M/HITARA & AUSU KR.7.995 SELTMANN BOLLAR -15% - 15% kyNNiNG − auGlýsiNG 17. október 2015 LAUGArDAGUr12 Fyrirtækjagjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.