Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 4
Náttúrufræðingurinn 56 Náttúrufræðingurinn 81 (2), bls. 56–60, 2011 Kjartan Thors, Árni Þór Vésteinsson og Guðrún Helgadóttir Um jarðsögu sjávarbotns í utanverðum Hvalfirði Inngangur Mælingadeild sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar hefur nú um tæplega 10 ára skeið beitt fjölgeisla- mælingum við dýptarmælingar vegna sjókortagerðar. Margt nýtt hefur komið í ljós í þeim mæl- ingum. Í þessari grein verður lýst botnmynd af Hvalfirði utanverðum (1. mynd), og er hún byggð á fjöl- geislamælingum deildarinnar (2. mynd). Mælingarnar gefa sérstak- lega góða mynd af botni fjarðarins og jarðfræðilegri gerð hans. Þessi nýja botnmynd hefur orðið okkur hvatning til að taka saman upplýs- ingar um jarðfræði þess svæðis sem fjölgeislamælingarnar ná yfir. Hér á eftir verður vitnað til örnefna í og við Hvalfjörð, og til glöggvunar eru þau sýnd á 2. mynd. Á síðustu áratugum hefur safn- ast saman talsverð vitneskja um jarðfræði hafsbotns í utanverðum Hvalfirði. Í rannsóknum vegna Hval- fjarðarganga komu fram miklar upp- lýsingar, sem birtar voru í skýrslum og greinargerðum og eru yfirleitt ekki tiltækar almenningi. Leit að byggingarefnum á botni fjarðarins hefur einnig aukið við þekkingu á honum. Auk þessa hafa ýmsar grunnrannsóknir bætt miklu við þekkinguna. Tæpt verður á nokkrum þessara upplýsinga hér á eftir. Sjávardýpi Þannig háttar til í utanverðum Hval- firði að grynningar eru meðfram landi að sunnanverðu og ná út undir miðjan fjörð. Dýpi á þessum grynn- ingum er breytilegt, en almennt er það minna en 20 metrar. Norðan þessara grynninga er svo dýpri áll, 35–45 metra djúpur. Hann nær inn að Galtarvíkurdjúpi, dýpsta hluta fjarðarins, en þar verður dýpi mest í Hvalfirði, 83 metrar. Eftir álnum liðast minni farvegur, 5–10 metrum dýpri en meginállinn (2. mynd). Berggrunnur Berggrunnur við utanverðan Hval- fjörð er myndaður úr 2–3 milljóna ára gömlu storkubergi, meðal ann- ars frá nokkrum megineldstöðvum. Setlög koma einnig fyrir í jarðlaga- staflanum. Lögum í þessum stafla hallar til suðausturs.1,2 Kortið á 2. mynd er gert með því að leggja hluta sjókorts nr. 365 yfir botnmyndina. Þar má víða sjá berggrunn standa upp úr setlögunum í botni Hvalfjarðar, sér- staklega á grynningunum sunnan fjarðar. Þannig er stórt svæði milli Brekkuboða og Andríðseyjar ósléttur klapparbotn. Sams konar botn getur að líta norðan fjarðar gegnt Brekkuboða. Á milli þessara svæða gægjast klapparkollar upp úr botninum, en þeir eru hluti af klapparþröskuldi, sem liggur þarna yfir fjörðinn. Við Hnausasker er klapparbotn einnig ríkjandi, eins og kortið ber með sér. Akranes Brekkuboði Andríðsey Hnausasker Gröf Laufagrunn Kiðafell Hvalfjarðar- eyri Galtarvíkurdjúp Grundartangi27 2 19 22 5 49 19 19 19 19 19 183 29 4149 09 2449 64 79 146 67 171 116 22 119 113 7 4 61 4 49 7 3 76 152 61 113 24 24 17 03 15 46 51 44 48 35 3 24 27 17 1718 22 24 16 19 19 1931 22 25 17 26 34 17 22 18 121 21 55 38 46 35 29 17 27 127 139 104 25 7 4 139 36 3129 40 44 42 38 24 29 25 25 24 177 37 2 47 77 33 26 125 25 4 38 42 44 35 29 33 27 27 24 66 116 7 5 21 21134 88 3 25 7 2 92 63 91 88 94 92 195 192 17 4 25 36 36 36 36 37 4 19 17 132 118 146 11676 79 38 36 33 33 27 31 27 1811 158 36 35 35 36 42 33 35 35 11614 22 2227 17 4 198 17 4 85 16 14 46 4 55 34 13 7 76 146 174 164 179 27 235 116 7 5 65 151 144 3730 34 141 3231 143 118 109 13636 179 146 31 35 123 54 31 255 17 3 33 305 295 215 295 285 23 22 265 255 36 14 32 21 99 17 8 118 98 22 149 34 26 225 136 9768 9 9133 31 11 36 255 5 93 22 235 21 126 25 21 3 58 85 43 03 06 09 21 34 7 76 11 113 55 98 76 13761 215 192 177 121 32 33 275 208 32 28 187 106 13 12 34 32 134 7 4 245 132 142 33 23 163 152 31 34 159 33 235 181 34 27 5 14 91 34 164 225 55 98 215 285 188 265 32 10 6 75 49 31 134 84 28 208 33 29 34 29 33 27 265 26 185 177 165 32 28 215 32 36 305 123 245 36 25 171 58 94 88 27 03 18 09 46 46 52 61 27 46 116 11 06 12 06 09 24 82 91 49 16157 255 31 31 31 26 119 141 189 24 235 29 85 158 42 27 22 31 104 3 305 285 35 29 195 32 82 174 46 46 55 48 97 14 3 28 16 285 128 168 31 171 22 137 131 13 25 146 27 32 26 26 28 117 28 38 76 305 36 6 3 27 21 45 31 139 168 103 31 5 10 103 33 17 8 36 115 15 285 35 275 114 33 09 64 31 22 33 31 27 225 117 2724 7 118 27 33 67 103 67 5 121 48 88 118 101 33 28 295 225 10 351 88 67 6 45 24 48 03 27 27 33 39 85 15 033315 42 76 13 143 97 24 48 48 48 3 3 45 27 27 7667 64 118 112 305 305 305 33 23 153 295 34 295 285 109 187 14 158 82 76 131 32 31 149 265 305 295 33 152 3 33 48 82 21 03 27 24 21 21 51 21 24 42 27 106 76 97 106 118 76 94 21 181 34 27 85 09 09 28 43 215 29 25 131 121 88 27 9 94 7 6 48 3 67 15 31 43 99 27 21 22 36 7 76 85 09 22 27 43 55 176 79 85 79 7 6 24 21 06 3 85 39 27 64 76 235 12 7 8 5 82 76 23 83 43 66 153 34 34 69 27 5 35 53 45 32 67 305 34 142 8 28 265 121 51 76 42 24 3 33 12 09 24 12 57 67 3 42 21 42 03 09 06 24 76 129 235 44 45 55 38 37 66 65 53 43 98 77 58 34 52 43 24 6 6 67 33 15 03 09 152 42 153 83 33 166 42 34 12 15 44 68 34 36 44 34 7 3 125 07 8 63 36 26 12 67 112 67 64 39 152 25 06 51 65 305 53 44 35 35 33 32 31 33 305 27 25 65 119 09 275 3227 31 37 46 13 13 3 39 06 11 12 64 25 79 32 305 245 7 8 165 8 187 31 32 124 45 12 7 03 94 106 43 124 27 151 31 34 9 48 06 76 182 3 36 285 38 36 33 34 36 118 57 09 29 103 27 33 33 33 32 31 25 25 33 17 131 03 12 21 24 33 31 27 21 18 137 64 7 9 88 107 143 126 142 99 193 192 192 13 135 41 2 16 22 1. mynd. Hvalfjörður. Ljósm.: Hrefna B. Ingólfsdóttir. 81_2#profork070711.indd 56 7/8/11 7:40:53 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.