Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 43
95 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Læknisfræðileg nýting geislunar Geislun er mikið notuð í læknisfræði, bæði til greiningar (t.d. röntgen- myndir af beinbrotum, FDG-PET/ CT-greining o.fl.) og lækninga (t.d geislameðferð við krabbameini). Þrátt fyrir þessa miklu notkun eru aukaverkanir hennar ekki full- komlega þekktar í öllum tilfellum og sífellt koma fleiri slíkar í ljós. Almennt er miðað við að ávinn- ingur sjúklings vegna greiningar sé meiri en áhætta hans. Sýnt hefur verið fram á að fremur lágir geisla- skammtar, svo sem stök tilfelli rönt- gengeislunar vegna myndatöku, eru ekki skaðlegir heilsu. Sú staðhæfing er þó umdeild, og í framkvæmd er geislaskömmtum fólks haldið eins lágum og mögulegt er.55,61 Háir skammtar geta hins vegar verið skaðlegir og sýna ýmsar rannsóknir fram á tengsl geislaskammts og kvilla sem síðar koma í ljós í líf- færum nálægt þeim líkamshluta sem var geislaður. Krabbameins- sjúklingar geta núorðið oft lifað löngu eðlilegu lífi eftir veikindin, en auknar bata- og lífslíkur þeirra vegna þróunar í geislameðferðum hafa einnig beint athygli lækna að langtímaafleiðingum meðferð- arinnar og aukið þekkingu á þeim. Sem dæmi má nefna að nýleg rann- sókn hefur sýnt fram á mögulega erfiðleika við þungun hjá þeim konum sem hafa farið í geisla- meðferð sem börn.62 Einnig hafa líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eftir geislameðferð vegna brjósta- krabbameins og Hodkins-eitlaæxla (e. Hodkin’s lymphoma) verið meiri en eftir lyfjameðferð (engin geislun),63 og marktækur munur hefur reynst vera á þeim sem fá geislun við krabbameini í vinstra brjósti og því hægra þar sem hjartað verður fyrir hærri geislaskammti þegar vinstra brjóstið er geislað.64 Þó er skylt að taka fram að hjarta- og æðasjúkdómar koma fyrst fram 10 árum eftir geislameðferð; það þýðir að þær niðurstöður sem nú liggja fyrir fjalla um geislameðferðir sem gerðar voru fyrir allt að 30 árum. Á þeim tíma hefur útreikningum og aðferðum við geislameðferðir fleygt fram og sú geislun sem hjartað verður fyrir við geislameðferð á brjósti er mun minni en áður var.65 Aðferðir og nálgun við geislameð- ferð er mismunandi eftir tegund og staðsetningu krabbameins. PET-CT (e. positron emission tomography- computed tomography) er ein nýjasta aðferðin við greiningu á fjölda og staðsetningu æxla. Þá er sjúklingi gefið lyf sem inniheldur geislavirka, jáeindageislandi samsætu (11C, 18F, 13N, 15O, 68Ga eða 82Rb) og dreifing geislunarinnar í líkamanum mæld. Lyfin eru hönnuð eftir sértækum frumuferlum sem eru virkari í krabbameinsfrumum en öðrum frumum líkamans.66,67 Þessi aðferð getur nú gefið mjög nákvæmar niðurstöður um staðsetningu æxla, stærð þeirra og fjölda.68,69 Í fram- haldi af greiningu er hentug geisla- meðferð valin. Ljóseindageislun er mikið notuð við æxlum á miklu dýpi. Mikilvægt er að það sé æxlisvefur en ekki heilbrigður frumuvefur sem gleypir megnið af geislaorkunni sem send er inn í líkamann. Miklar framfarir hafa átt sér stað í þróun geislameðferða síðustu ár með þar sem reynt hefur verið að tryggja þetta sem best. Með aukinni tölvuúrvinnslu og betri reikniaðferðum (IMRT, IGRT) er geislað með ljóseindum frá mörgum hornum til þess að mynda þrívídd- arrúmmál hámarksgeislaskammts, sem samsvarar útliti æxlisins. Með þessum aðferðum er viðkvæmum líffærum hlíft en jafnmikill geisla- skammtur sendur á æxlið (sjá greinar nr. 70 og 71 og heimildir þar). Magn gleyptrar orku innsendrar geislunar í hverjum punkti á leið geislans í gegnum vef er reiknað út frá stöðvunarkraftshlutfalli vefsins á geislann. Stöðvunarkrafturinn er háður meðalmassa efnasambanda í vefnum sem og orku og tegund geislans. Út frá stöðvunarhlutfalli má leiða orkuna sem er tekin upp á hverju dýpi fyrir sig miðað við orku geislans.72 Rafeindir og ljóseindir missa sína orku nokkuð jafnt á leið sinni í gegnum þéttefni. Hækkun geisla- skammts er samt greinanleg í upp- hafi ferils rafeindanna í gegnum þéttefni vegna myndunar δ-geisla. Þungar eindir komast hins vegar næstum óhindrað að ákveðnu dýpi (miðað við upphaflega hreyfiorku þeirra) þar sem þær missa alla sína hreyfiorku nær samstundis. Á því dýpi myndast orkugleypnitoppur í geislaða þéttefninu sem nefnist Bragg-toppur og er einkennandi fyrir háorkugeislun þungra jóna í þéttefni (5. mynd). Þannig má varpa orku geislans og nær öllum 5. mynd. Hlutfallslegur gleyptur skammtur geislunar frá prótónum sem fall af dýpt í vatni. Þessi toppur í skammti nefnist Bragg-toppur. Við breikkun Bragg-topps hækkar grunnlínan á geislaskammtinum fyrir toppinn.72 – The proportion of absorbed radiation dose from protons as a function of their penetration depth in water. The peak in energy absorption observed is called a Bragg peak. If the Bragg peak is broadened, using ripple filters or sieves, the absorbed dose prior to the peak is increased. 81_2#profork070711.indd 95 7/8/11 7:42:00 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.