Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingurinn 66 Umræður Undanfarna áratugi hefur aðgengi að víðernum hálendisins aukist gíf- urlega, einkum í kjölfar virkjunar- framkvæmda. Það, ásamt auknum frítíma fólks og stærri, kröftugri og fjölbreyttari ökutækjum, hefur leitt til þess að hálendið hefur á stuttum tíma breyst úr óaðgengilegum víð- ernum í leikvöll afþreyingar. Anna Dóra Sæþórsdóttir o.fl.17 benda á að með aukinni ásókn ferðamanna á hálendið hefur stöðugt þurft að byggja upp aðstöðu og bæta inn- viði til að taka á móti æ fleiri ferðamönnum. Þau benda jafnframt á að með slíkri þróun telja margir ferðamenn að víðernum landsins sé ógnað. Þetta er í samræmi við niður- stöður nýlegrar rannsóknar1 sem sýnir að aðdráttarafl hálendisins felst einkum í fámenni og fjarveru hins manngerða, ásamt draumnum um að upplifa eitthvað ósnortið og ósvikið. Aukin uppbygging inn- viða á hálendinu vegna vaxandi eftirspurnar undirstrikar þannig mótsögnina sem er á milli víðerna, sem eiga að standa fyrir ímynd hins ósnortna og óspillta, og þeirrar staðreyndar að ferðamennska spillir víðernum sem slíkum. Það er vandasamt verkefni að viðhalda ímynd ósnortinna víðerna á vinsælum ferðamannastöðum þar sem ferðamennska er háð aðgengi og annarri uppbyggingu til að geta þrifist. Víðerni landsins einkennast auk þess flest af mjög viðkvæmum vistkerfum, þar sem aukið álag ósjálfbærrar ferðamennsku getur auðveldlega raskað ríkjandi jafn- vægi og þannig leitt til alvarlegrar landhnignunar.18,19,20 Þessi stað- reynd undirstrikar mikilvægi þess að bæði skilja og þekkja þá dýrmætu auðlind sem fólgin er í víðernum       65  %   32  %   18  %   3,8  %   0   10   20   30   40   50   60   70   Þjóðgarðar   Friðlönd   Fólkvangar   <=>?r@vAB   ! "# $ %" "&' () *+ ,% & 9. mynd. Hlutfall friðlýstra svæða sem eru laus við sjónræn áhrif mannvirkja. – Proportion of protected areas free from anthropogenic structures. 8. mynd. Tengsl víðerna, þ.e. svæða sem laus eru við sjónræn áhrif mannvirkja, og friðlýstra svæða. – Relationship of Icelandic wilderness areas, i.e. areas free from anthropogenic structures, and protected areas. 81_2#profork070711.indd 66 7/8/11 7:41:28 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.