Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 37
89 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Jarðföll Jarðfallalækur er örnefni sem getur sagt forvitnilega ,sögu‘ ef vel er ,hlustað‘. Íslenzk orðabók segir um orðið jarðfall: „ gjá, lægð, sem mynd- ast, er mold skolar burt undan yfirborðinu, en síðan fellur það niður“.1 Þetta var hættulegt öllum sem í jarðföllin duttu, holbekkt og því erfitt að komast upp úr þeim. Grónu landi hallaði gjarnan að þeim, en þá voru þau talin sérlega hættuleg börnum og öðru ungviði. Um tveim öldum eftir gjóskufallið hafði Hólmkelsá (Hólmkela) fengið nafnið Jarðfallalækur, vafalaust af augljósum og gildum ástæðum. Allar líkur benda til að gjóskan hafi borist undan halla og í hvössum, suðlægum vindum, stöðugt safnast í lautir og vatnsfarvegi. Þegar vatnið hafði síðan grafið rásir undir vikur- skaflana hljóta að hafa myndast þar jarðföll – og það mörg. Skúli Alexandersson telur að gönguleiðin um Jökulháls, milli Arnarstapa sunnan fjalla og Rifs og Hellis- sands að norðanverðu, hafi legið um drög Hólmkelsár (Hólmkelu, Jarðfallalækjar). Þess vegna munu ferðamenn á þessari leið hafa séð þessi óvæntu og nýstárlegu undur náttúrunnar. Þessi jarðföll munu hafa verið hættuleg ferðalöngum í slæmu skyggni eða eftir skafrenning. Sennilegt er að nægilega margir hafi séð þessi varasömu jarðföll, talað um þau eða heyrt af þeim sagnir til að skapa og nota nýtt örnefni, en það mun einnig hafa gerst forðum daga eftir að ,móðurnar‘ urðu mönnum undrunarefni. Sagnfræði Hér að framan hefur verið bent á að sannleikskorn geta leynst í örnefnum, munnmælum og þjóð- sögum, þótt ólíklegt geti sýnst, og rennt stoðum undir vísindalegar rannsóknir nútímans. Þar eins og víðar virðist þó þurfa að greina kjarnann frá hisminu. Ritverk Ólafs Elímundarsonar, Undir bláum sólar- sali, sem í þessari grein hefur verið vitnað til, geymir margvíslegan fróð- leik um Rifsveiðistöð. Þar kemur fram að ósinn var og hafði lengi verið mikilvæg og góð höfn áður en hann spilltist snögglega af sandburði, en heimilda um það er getið í upp- hafi þessarar greinar. Þetta virðist hafa verið mikið áfall fyrir byggðina þarna á stóru svæði því að lending- arskilyrði voru víðast mjög erfið. Eftir sömu heimildum voru á áratugnum 1880–1890 gerðar tilraunir til að veita Hólmkelsá (Hólmkelu, Jarðfallalæk) og Laxá aftur í ósinn. Það var gert í þeirri von og trú að þær gætu fleytt sandinum fram í sjó og þannig gert Rifsós aftur að góðu skipalægi. Þær tilraunir báru ekki árangur.6 Summary 17th-Century eruption in Snæfellsjökull? Three silicic tephra layers are known from the stratovolcano Snæfellsjökull (Snæfell) in western Iceland, the upper- most of which has been dated to about 1750 B.P. That eruption has been thought to be coeval with the youngest lava flows from the volcano and hence its most recent activity. This article re- lates circumstantial evidence for an un- known 17th-Century eruption in Snæfellsjökull. Sizeable outwash fans to the west and north-west of the volcano bear curi- ous names, having the affix ‘móða’ meaning large, slow-moving river. These fans seem quite incongruous with present conditions, for they are mostly dry and even in spring floods occupied by mere brooks. The outwash deposits include abundant pumice and rounded pebbles, in all probability formed in subglacial eruptions. Naturalists travel- ling in the region, respectively around 1750 and 1840, described the outwash fans and recorded local legends of large rivers that formerly flowed there and later disappeared into the ground. Until about 1700, the main trading post in western Snæfellsnes was at Rif, due to its good natural harbour in a shel- tered bay. In the late 17th century, how- ever, the harbour started filling up with sediment because rivers entering the bay (especially Hrafnkela) had changed course, and in 1686 a petition was made to the authorities asking for help to bring them back to their previous courses. Nothing was done, the bay filled and Rif lost is function as a harbour for sea-going vessels. The watershed of the rivers in question is the highland north of Snæfellsjökull. There, at 500 m elevation, the author observed pumice at the sur- face, embedded in scorched moss, which suggests late summer with no snow cover at the time of fall. Formerly the footpath across from Arnarstapi in the south to Rif in the north passed through this watershed area. At some point in time the upper reaches of the river entering the sea by Rif changed name from Hrafnkela to Jarðfallalækur, meaning ‘hollow-banks rivulet’ which might indicate that this part of the way had become treacherous, in poor visibility at least, due to drifts of pumice having collected along the river banks. It is suggested that a brief explosive eruption took place subglacially in Snæfellsjökull in late summer, shortly before 1686. Low clouds prevented the eruption from being seen, and a stiff southerly gale sent the pumice to the north forming a narrow tephra sector. The eruption caused floods (jökulhlaups) that carried forth much debris: meltwa- ter from the crater itself flowed down the Hólamóða course to the west where- as melt from pumice falling on the gla- cier to the north flowed down the Gufuskálamóða course to the north- west. The tephra temporarily dammed up the rivers draining the area north of Snæfellsjökull causing them to change course andover a period of some dec- ades to fill up the harbour at Rif. In the 17th century, near the height of the Little Ice Age, Snæfellsjökull’s ice cover was at its thickest and gla- ciers reached farther down the slopes, thus potentially enhancing floods of meltwater. It may seem improbable that no records exist of such an event but eruptions have been missing from historical records before; a major fis- sure eruption weast of Vatnajökull around 1477 went unrecorded and is only known from a tephra layer and a petition sent to the authorities by farm- ers in North-Iceland complaining about ash fall. 81_2#profork070711.indd 89 7/8/11 7:41:52 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.