Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 39
91
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Náttúrufræðingurinn 81 (2), bls. 91–99, 2011
Helga Dögg Flosadóttir
Ritrýnd grein
Hér verður farið yfir helstu þekktu áhrif geislunar á menn, jafnt
vegna óæskilegrar geislunar og við vel skilgreind skilyrði geislameð-
ferða. Fjallað verður um afleiðingar sem geislun frá kjarnorkuslysinu
í Tsjernobyl og sprengingunum í Hiroshima og Nagasaki hefur haft
og þær bornar saman við leka geislavirkra efna frá kjarnorkuverinu í
Fukushima. Síðan verður fjallað um geislameðferðir við krabbameinum
og þær aðferðir sem eru nýttar til að lágmarka aukaáhrif þeirra, svo og
áhrif UV-geislunar á sameindabyggingar erfðaefnis og skoðað hvernig
frekari þekking á grunnsviðum geislunar getur komið að notum við
nýtingu geisla við meðferð krabbameina.
Áhrif geislunar á
erfðaefni
Geislun er orka sem færist til með
bylgjum eða eindum. Með tilkomu
aukinnar tækni hafa áhrif ýmis-
konar geislunar á menn orðið æ
meiri. Í flestum tilvikum er hún
skaðlaus, þ.e. nógu orkulág til að
berast í gegnum eða framhjá líf-
verum án þess að hafa áhrif á efni
og starfsemi frumnanna (1. mynd).
Orkuríkari geislun getur valdið
stökkbreytingum í erfðaefni frumna
sem svo geta leitt til krabbameins.1–5
Þess konar geislun nefnist háorku-
geislun eða jónandi geislun og í
þeim flokki eru útfjólublá geislun,
γ-geislun, röntgengeislun, rafeinda-,
nifteinda- og róteindageislun og
geislun þyngri jóna. Jónandi geislun
getur víxlverkað við frumeindir og
sameindir í frumum og þannig jónað
þær, rofið efnatengi eða myndað
stakeindir, þ.e. sameindir með ópar-
aða rafeind. Stakeindir eru mjög
hvarfgjarnar og því hættulegar stöð-
ugu jafnvægi frumnanna.
Þegar háorkugeislun fer um þétt-
efni á borð við vatn, annan vökva
eða frumuvef, myndast hali af jón-
uðum eindum, sameindabrotum,
stakeindum og rafeindum í slóð
1. mynd. Tegund geislunar fer eftir orku hennar eða bylgjulengd. Því lengri sem bylgju-
lengdin er því minni orku hefur geislinn og þá veldur hann minni skaða. Þær bylgjulengd-
ir sem eru styttri en bylgjulengdir sýnilega sviðsins valda háorkugeislun, og hún getur
jónað sameindir og rofið efnatengi. – Radiation is categorized according to its energy or
wavelength. The energy is lower for longer wavelengths and thus it will cause less damage.
The radiation with wavelengths shorter than visible light is called ionising radiation.
Ionising radiation can ionize molecules and rupture chemical bonds.
Líffræðileg áhrif geislunar
– hvar og hvernig
81_2#profork070711.indd 91 7/8/11 7:41:53 AM