Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 9
61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Náttúrufræðingurinn 81 (2), bls. 61–68, 2011
Rannveig Ólafsdóttir og Micael Runnström
Ritrýnd grein
Endalaus víðátta?
Mat og kortlagning íslenskra víðerna
Einstök náttúra og víðáttumikil víðerni eru eitt helsta aðdráttarafl
erlendra ferðamanna er sækja heim land og þjóð og þar með burðarás
íslenskrar ferðaþjónustu, sem nú er orðin þriðji stærsti atvinnuvegur
landsins. Margt bendir til að með breyttri og fjölþættari landnýtingu
hálendisins undanfarna áratugi og auknum kröfum um bætt aðgengi
ökutækja hafi jafnt og þétt verið gengið á víðernisauðlind landsins.
Þekking á umfangi og gæðum íslenskra víðerna er grundvallaratriði fyrir
sjálfbæra nýtingu víðernisauðlindarinnar. Þetta á ekki síst við hvað varðar
skipulag sjálfbærrar ferðamennsku á hálendinu.
Í þessari grein eru kynntar niðurstöður af greiningu og kortlagningu
íslenskra víðerna þar sem stuðst er við svokallaða útsýnisgreiningu
(e. viewshed analysis). Markmið kortlagningarinnar var annars vegar að
meta hversu stór hluti landsins er laus við sjónræn áhrif mannvirkja og
hins vegar að athuga hversu stór hluti friðlýstra svæða er laus við slík
áhrif. Niðurstöðurnar sýna að 33% landsins eru laus við sjónræn áhrif
mannvirkja. Hlutfall slíkra svæða innan þjóðgarða er um 65% og eru þau
að mestu bundin við Vatnajökulsþjóðgarð; innan friðlanda er hlutfallið
32% og 18% innan fólkvanga. Skýra stefnumörkun um nýtingu víðerna
og náttúruverndarsvæða til útivistar og ferðamennsku skortir. Án slíkrar
stefnumörkunar er hætta á að svæðin glati aðdráttarafli sínu sem og því
verðmæti sem verið er að vernda.
Inngangur
Margir telja íslensk víðerni (e.
wilderness) vera á meðal síðustu
ósnortnu svæða Evrópu. Þetta
álit endurspeglast meðal annars
hjá erlendum ferðamönnum sem
heimsækja landið en samkvæmt
viðhorfskönnunum meðal þeirra
er einstök náttúra og ósnortin víð-
erni eitt helsta aðdráttaraflið þegar
ákvörðun um Íslandsferð er tekin.1,2
Þessi ósnortna ímynd er og hefur
verið meginuppistaða í kynningum
á Íslandi og íslenskum afurðum
erlendis. Því má spyrja: hve ósnortin
eru íslensk víðerni? Margt bendir til
þess að með breyttri og fjölþættari
landnýtingu hálendisins undan-
farna áratugi og auknum kröfum
um betra aðgengi vélknúinna
1. mynd. Horft í vestur frá Kaldaklofsfjöllum. Í baksýn ber Hekla við himinn. – A view to the west from Kaldaklofsfjöll. Mt. Hekla is seen
in the background. Ljósm./Photo: Rannveig Ólafsdóttir.
81_2#profork070711.indd 61 7/8/11 7:41:18 AM