Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 19
71 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags að tegundaauðgi fugla og smádýra í mólendi er mikil miðað við aðrar vistgerðir.19 Fremur fáar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á breytingum á tegundaauðgi eða líffræðilegri fjölbreytni þegar skóglaust land er tekið til skógræktar. Mest hefur verið fjallað um breytingar á háplöntum20,21,22 en einnig jarðvegs- dýrum23,24 og fuglum23,24. Nokkuð hefur einnig verið skrifað um lífríki birkiskóganna, einkum gróðurfar þeirra.27,28,29,30,31,32,33 Í verkefninu SKÓGVIST voru rannsökuð áhrif skógræktar á tegundaauðgi fimm lífveruhópa: jarðvegsdýra, hryggleysingja á yfir- borði, sveppa, plantna og varpfugla. Tegundaauðgin var rannsökuð í ólíkum skógargerðum (birki, síberíu- lerki, stafafuru og sitkagreni) á mismunandi aldri. Beitt mólendi var haft til samanburðar. Mark- miðið var að kanna áhrif skóg- ræktar og sjálfsáningar birkiskóga á einstaka lífveruhópa, og hafa þær niðurstöður verið kynntar áður á ýmsum vettvangi.34,35,36,37,38,39,40 Í þessari grein eru hins vegar gögn um tegundaauðgi allra líf- veruhópa tekin saman. Markmiðið var að leita svara um það hvort tegundaauðgi væri háð lands- hluta, gerð vistkerfis (mólendi eða skógargerð) eða aldri skóga (fram- vindustigi). Einnig var markmiðið að athuga hvort hægt væri að meta breytingar í tegundaauðgi vistkerfis út frá einum eða fáum hópum líf- vera. Með því að rannsaka samtímis svo marga lífveruhópa gafst færi á að kanna heildaráhrif skógræktar á tegundaauðgi, en oftar en ekki hafa sambærilegar rannsóknir aðeins beinst að einum eða mjög fáum lífveruhópum. Rannsóknasvæði Rannsóknirnar fóru fram á Fljóts- dalshéraði á Austurlandi árin 2002– 2005 og í Skorradal, Lundareykjadal og Norðurárdal á Vesturlandi árin 2004–2006 (2. og 3. mynd). Rannsókna- svæðið á Austurlandi lá í um 60–90 m y.s. en á Vesturlandi í 60–200 m y.s. Svæðin voru í eða undir bröttum hlíðum þar sem basalt er ríkjandi í berggrunni.48 Á Vesturlandi var að finna líparítlag sem hafði áhrif á einn mæliteig en lagið liggur frá Skessuhorni og inn að Villingadalsá49 3. mynd. Staðsetning mæliteiga í Skorradal á Vesturlandi. Ekki er sýndur mæliteigur í Litla- Skarði í Norðurárdal. MV=mólendi, BV=birki, G=greni, F=fura. – Study area in Skorra- dalur, west Iceland. MV=heathland, BV=native birch, G=Sitka spruce, F=Lodgepole pine. 2. mynd. Staðsetning mæliteiga á Fljótsdalshéraði á Austurlandi. MA=mólendi, BA=birki, L=lerki. – Study area at Fljótsdalshérað, east Iceland. MA=heathland, BA=native birch, L=Siberian larch. L4 MA L1 L3 L5 L2 BA2 BA1 Skeggjastaðir La ga rf ljó t Buðlunga- vellir Brekka Hallormsstaður Hús Arnheiðarstaðir Hafursá Freyshólar Mjóanes 0 1 2 km G2 G1F1 MV F3G3G4 F2 BV1 BV3 Hvammur Háafell Vatnshorn Fitjar Stálpastaðir 0 1 2 km Skorradalsvatn 81_2#profork070711.indd 71 7/8/11 7:41:30 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.