Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 21
73 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Vesturlandi voru fjórir 9–43 ára gamlir sitkagreniskógar (G1–4) og þrír 14–46 ára stafafuruskógar (F1–3) í Skorradal mældir og hafði elsti greniskógurinn (G4) verið grisjaður einu sinni. Einnig voru mældir þrír gamlir birkiskógar: lágvaxinn skógur á Háafelli í Skorradal (BV1), lágvaxinn skógur í Litla-Skarði í Norðurárdal (BV2) og hávaxinn skógur í Vatnshorni í Skorradal (BV3). Á Vesturlandi var því enginn ungur birkiskógur eins og á Austurlandi. Til samanburðar var beitt mólendi á Háafelli (MV) en einnig voru fuglar taldir í mólendi í Lundarreykjadal. Mæliteigarnir voru flestir 3–10 ha að stærð að undanskildum elsta furu- teignum (F3) og næstyngsta greni- teignum (G2), sem hvor um sig voru 1–2 ha, og birkiskóginum í Litla-Skarði (BV3) sem var tæplega 14 ha (1. tafla). Allir skógarteigarnir voru hluti af stærra samfelldu skóglendi. Þetta var mikilvægt til að tryggja að jaðaráhrif væru sem minnst í rannsókninni en þekkt er að tegundaauðgi í litlum einangruðum skógarlundum er ekki sú sama og í samfelldum skógum.53 Skógarnir voru misgamlir og kemur það fram í mælingum á yfir- hæð (meðalhæð hæstu trjáa) og hæð laufkrónu (4. mynd), auk þéttleika og grunnflatar trjáa (1. tafla, 5. mynd). Birkiskógarnir voru lágvaxnari á Vesturlandi en á Austurlandi en sá landshlutamunur er vel þekktur og hefur verið tengdur erfðafræði og uppruna birkis í þessum lands- hlutum.54 Eldri barrskógarnir voru mun hávaxnari en birkiskógarnir og það, ásamt þéttari laufkrónu þeirra, jók skuggun á skógarbotni (1. tafla). Birki er ein ljóselskasta trjátegundin sem myndar skóga á norðlægum slóðum55 og því er nátt- úruleg grisjun birkiskóga hröð og þeir eru fremur opnir, eða yfirleitt með um 60% þekju laufþaks á rannsóknasvæðunum (1. tafla). Ógrisjuðu miðaldra barrskógarnir (L4, F2, F3, G2, G3) voru hins vegar gjarnan með 80–100% krónuþekju og komst því lítið sólarljós niður á skógarbotninn. Við þau skilyrði er uppskera botngróðurs rýr.56 Frekari upplýsingar um rannsóknasvæðin er að finna í Bjarni Diðrik Sigurðs- son o.fl. (2006)57 og Ásrún Elmarsdóttir o.fl. (2007)58. Mælingar á tegundaauðgi Í hverjum mæliteig voru lagðir út fimm mælireitir (2x50 m) eftir GPS-hnitum sem valin voru af handahófi. Í hverjum reit voru tekin jarðvegssýni og jarðvegsdýr (ánamaðkar og mordýr) flæmd úr þeim til greiningar og talningar.59,60 Einnig var hryggleysingjum á yfir- borði safnað í fallgildrur61 en í þær veiddust m.a. flugur, fiðrildi, bjöllur, köngulær og sniglar. Allar háplöntur voru skráðar í mælireit og sýnum af mosum og fléttum safnað til síðari greininga.62 Sveppateg- undir voru skráðar að hausti innan hvers mæliteigs án þess að notaðir væru afmarkaðir mælireitir.63 Við talningu á varpfuglum þurfti stærri svæði en mæliteigarnir buðu upp á. Þannig var talið í beittu mólendi, sjálfsánum birkiskógum og barr- skógum. Á Austurlandi var talið í lerkiskógum þannig að hægt var að greina á milli ungra, miðaldra og gamalla skóga, en á Vesturlandi var talið í blöndu af miðaldra greni- og furuskógum.64,65 Við talningu á varpfuglum í opnu landi voru notuð snið en í skóglendi var talið á punktum.66 Heildarfjöldi tegunda og fjöldi tegunda innan einstakra lífveru- hópa í hverjum mæliteig var borinn saman milli landshluta, vistkerfa og framvindustiga (aldursflokka). Þar sem ekki reyndist mögulegt að fá sjálfstætt mat á stofnstærð fugla innan hvers mæliteigs var sami fjöldi fuglategunda notaður í öllum furu- og greniskógum á Vesturlandi, óháð aldri. Einnig var sami fjöldi varpfugla notaður fyrir L2 og L3 á Austurlandi. Við skipulagningu verkefnisins voru valdir mæliteigar á mismun- andi aldri (framvindustigum). Þeirri upphaflegu skiptingu var haldið í þessari úrvinnslu, nema fyrir eitt svæði. Birkiteigurinn í Litla-Skarði var færður úr flokknum eldri skógar yfir í skógar á myrkvaskeiði. Einþátta fervikagreiningu var beitt til að kanna hvort munur væri á heildarfjölda tegunda á milli lands- hluta, gróðurlenda og framvindu- stiga (aldurs) skóganna. Greiningin studdist við heildarfjölda tegunda á hverjum mæliteig, með hvern teig sem eina endurtekningu. Þar sem fervikagreining var marktæk var „post-hoc Fisher’s least significance difference“-próf notað til að meta marktækni innan flokka. Að lokum var munur á öllum flokkunar- breytum kannaður samtímis með þríþátta fervikagreiningu, en með því að bera saman F-gildin fyrir mismunandi þætti sést hlutfallslegt mikilvægi þeirra í breytingum á tegundaauðgi. 4. mynd. Meðalhæð ± SE hæstu trjáa (yfirhæð) á Austur- og Vesturlandi (meðaltal 5 mæli- reita). Græni hlutar súlna sýna hæð lifandi trjákrónu í hverjum teig og sá grái hæð stofns. Dökkgrænn litur = barrtré, ljósgrænn = birki. – Average dominant height of trees of each forest stand in the two study areas. Green coloured bars indicate average canopy depth and gray height of stems. Darkgreen=conifers, lightgreen=birch. 81_2#profork070711.indd 73 7/8/11 7:41:30 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.