Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2015, Page 11

Ægir - 01.06.2015, Page 11
11 Hvernig vinnur D-San? „Kerfið í Sundakæli er þriggja rása, ein rás fyrir sjálft kælirýmið en tvær fyrir sótthreinsun bíla. Í kælinum eru fjórir klasastútar í röð eftir loftinu miðju og dreifa samtals einum lítra vökva á mínútu eða alls átta lítrum til að sótthreinsa 2.000 rúmmetra rými. Hreinsiefnið er einungis 2% af vökvanum. Við framleið- um og seljum það óblandað, vélin sem dreifir sér um að blanda í vatn. Efnið er sérstakt að því leyti að það vinnur áfram þó það sér orðið þurrt, öfugt við klór, sóda og önnur efni sem virka bara þegar fletirnir eru blautir. Samey í Garðabæ smíðar dreifikerfin og þau eru út af fyrir sig hefðbundin en sérstaða okkar liggur í hreinsiefninu og framleiðsluaðferð þess. Þetta föndur okkar tók nýja stefnu í fyrra og nú nálgumst við enda- stöð í þróun og tilraunastarf- semi með efnið. Þar með get- um við beitt öllum kröftum að því að kynna og selja vöruna. Við erum langt komnir með að smíða fyrsta sjálfstæða sótt- hreinsikerfið fyrir flutningabíla, fastan búnað sem gerir bílstjór- um kleift að votta að bílarnir hafi verið sótthreinsaðir áður en tilteknar vörur fóru inn í þá. Þetta skiptir miklu máli fyrir við- takanda varanna og staðfestir að ástæðulaust er að óttast krossmengun frá fyrri flutningi. Ég sé síðan fyrir mér að flutn- ingabílstjórar verði í framtíðinni krafðir um vottorð um sótt- hreinsun á landamærastöðvum, þegar matvæli eru flutt landa á milli. Matvælaöruggi nefnilega skiptir öllu máli og er ekki bara heilbrigðismál heldur ímynd og bissness.“ Menn með frjótt hugmynda- flug og áræðni láta sjaldnast staðar numið þegar einu verk- efni hefur verið landað. Þeir eru yfirleitt með fleiri járn í eldinum og jafnvel mörg. Það á líka við um Ragnar og Guðmund. Sá fyrrnefndi gerist leyndardóms- fullur að skilnaði: „Við erum með gríðarlega flotta lausn fyrir fiskeldið, ekkert minna en tíma- mót. Þú færð ekki meira að vita en það verða tíðindi sögð af því máli fljótlega. Sæll að sinni.“ HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem byggt er upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins. Nám í skóla - nám á vinnustað Víkurbraut 56 240 Grindavík, info@fiskt.is FISKTÆKNI Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur: -Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla - Fiskeldi Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns. MAREL VINNSLUTÆKNI Eins árs nám Marel vinnslutæknir, Fiskeldi, Gæðastjórnun. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns GÆÐASTJÓRN FISKELDI Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á www.fiskt.is Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi og fiskeldi. Nýtt og spennandi starfsnám í sjávarútvegi Sótthreinsiþokan leggst yfir allt í kælirýminu! Lyftarinn er þarna, enda hvetur Ragnar hvetur notendur kerfis- ins til að sótthreinsa í leiðinni tæki og tól. Hreinsunin hefur engin áhrif á til dæmis lakk á bílum eða rafkerfi tækja á borð við lyftara.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.