19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 4

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 4
Um höfundinn: Fyrsta bók Guðrúnar Evu, Sóley sólufegri, kom út í mjög takmörk­ uðu upplagi árið 1998 en sama ár gaf Bjartur út eftir hana smá­ sagnasafnið Á meðan hann horfir á þig ertu María mey sem vakti mikla athygli. Síðan hafa fimm skáldsögur bæst í hópinn auk ljóðabókar og heimspekilegra smásagna fyrir börn sem Náms­ gagnastofnun gaf út. Skáldsagan Fyrirlestur um hamingjuna var tilnefnd til Íslensku bókmennta­ verðlaunanna árið 2000 og Sagan af sjóreknu píanóunum til Menningarverðlauna DV í bók­ menntum 2002. Höfundurinn hlaut Menningarverðlaun DV 2005 fyrir skáldsögu sína, Yosoy. Guðrún Eva Mínervudóttir býr nú í Vatnasafninu í Stykkishólmi og er að vinna að skáldsögu. Guðrún Eva er ættuð af Héraði og úr Flatey á Skjálfanda, en aðspurð hvort foreldrar hennar búi þá fyrir austan eða norðan, segir hún að faðir sinn búi nú bara í Reykjavík en móðir á Akranesi, sem hún segir kímin á svip að sé eins og lítill olíubær í Texas og svo raular hún „Akra- fjall og Skarðsheiði“ á meðan hún leggur diskana á borðið fyrir okkur. Hún hefur boðið 19. júní í síðbúinn hádegisverð. Í miðju viðtali rífur hún stóran stofugluggann upp á gátt, segist ætla að leita að blóðbergi til að krydda lambið með, og hverfur í skamma stund. Þegar hún snýr til baka inn um gluggann með feng sinn, sneiðir hún kjötið niður í bita og sólin glampar á hárbeittu hnífsblaðinu og hárauðu naglalakkinu á fingrum hennar, sem blaðamaður dáist að: „Já, það var opnun hér í Vatnasafninu um helgina og við svoleiðis tilefni er ekkert vit í öðru en að skæsa sig svolítið upp.“ Guðrún Eva er annars látlaus til fara þótt hún sé á penum skóm, með rautt nagla­ lakk. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd – og stekkur þess vegna líka þannig búin út um gluggann, ef því er að skipta. Þú ert fyrsti gestalistamaðurinn sem dvelur hér í þessu sjarmerandi húsi sem Vatnasafnið í Stykkis- hólmi er. Finnst þér gott að dvelja á landsbyggðinni þegar þú ert að skrifa? „Já, ég hef stundum farið á afskekkta staði til þess að dvelja við skriftir og þá stundum verið frekar einmana. Ég tók alveg stífa ákvörðun síðast þegar ég kom heim úr þess háttar þriggja mánaða einangrun, sem var í fyrravor, og sagði ákveðið við sjálfa mig: „Þetta geri ég ekki aftur.“ Þá heyrðist mjóróma rödd innra með mér: „Hvað ef ég kem mér þá ekki að verki?“ En ég hlustaði ekki á svoleiðis svarta­ gallsraus og nú er ég hér, í góðu yfirlæti, hef gott næði til að vinna og fæ samt tíðar heimsóknir úr Reykjavík. Hingað er svo stutt að fara. Alveg mátulegur sunnudags­ bíltúr. Í alvöru talað, eftir viku einangrun er maður orðinn ein­ rænn, skrýtinn og viðkvæmur. Ég er mikil félagsvera og það er því hálf öfugsnúið að ætla að neita mér um mannlegt samneyti vikum eða mánuðum saman. Það er alltof brútalt. Ég var einn vetur á Grikklandi þegar ég var rétt skriðin yfir tvítugt, fór bara alein út í bláinn og veit ekki hvað hefði orðið um mig ef ég hefði ekki eignast grískan kærasta, svo að segja á flugvellinum! Þá var alla vega komin einhver tenging við fólk. Dvölin í Grikklandi var algjör kvendómsvígsla og þar skrifaði ég fyrstu bókina mína, sem kom reyndar aldrei út. Nú, svo var ég einn vetur á æskuslóð­ um mínum á Kirkjubæjarklaustri og eitt sumar á Ísafirði og var eiginlega að koma þangað í fyrsta skiptið, hafði rétt staldrað þar við í upplestrarferðum. Þegar ég skrifaði síðustu bókina mína, Yosoy, bjó ég í Berlín, Kaupmanna­ höfn og á Djúpavogi þar sem ég var í nokkrar vikur og að hluta í Reykjavík. Sumir höfundar geta eflaust hæglega skrifað heima hjá sér og komið mjög miklu í verk en ég sæki minn kraft mjög mikið úr samræðum við fólk og á erfitt með að neita mér um félagsskap ef hann er í boði. Til þess að koma einhverju í verk nægja þar að auki ekki þessir 4­5 tímar á dag sem ég eyði við tölvuna, það er líka nauðsynlegt að sleppa huganum lausum og leyfa þessu að koma, það er eitthvað sem þarf að fínstilla svo opnist fyrir gáttirnar. Tækifærið til að vera gestalistamaður hér í Stykkis­ hólmi hentar mér því afskaplega vel. Íbúðin hér í Vatnasafninu er svo undurfalleg og mig hefur alla ævi dreymt um svona sveita­ glamúr í anda Agöthu Christie!“ Til þessa hefur Guðrún Eva haldið leyndu efni næstu bókar sem hún vinnur að en þar sem 19. júní átti í hlut féllst hún á að segja örlítið frá innihaldinu. „Ég er aðallega búin að vera að skrifa í stílabækur og er komin með mikið af efni. Ég tók reyndar smá hlé frá skrifunum meðan ég var að skrifa BA­ritgerðina mína í heimspeki sem ég er að ganga frá núna og ég hlakka mikið til að halda áfram með nýju bókina. Í henni eru þræðir sem ég tæpti á í Yosoy og sem mig langaði til að halda áfram með. Yosoy fjallaði að miklu leyti um líkamsvitund og núna er ég að skrifa bók sem hverfist um ákveðna gerð af silíkondúkkum í fullri líkamsstærð. Kærustur úr silíkoni.“ Þær eru væntanlega keyptar upp á grín? „Grín, nei alls ekki. Hér er á ferðinni fúlasta alvara. Þetta eru listaverk sem kosta hálfa milljón og eru mjög fallegar. Þegar ég var að rannsaka þetta á netinu sá ég í fyrsta skiptið hugtakið „lífræn“ kona ... það erum ég og þú. Konur af holdi og blóði. Við erum komin út á mikla háskabraut ef við ætlum að flokka konur með Viðtal: Hrund Hauksdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur Skáldsaga fæðist í vatninu „Kvenréttindi eru mér ekki síður persónuleg en pólitísk.“ Maður var stútfullur af einhverri speki úr Fimm bókum þar sem stelpurnar þvælast fyrir nema þær séu eins konar ,,transgender” manneskjur eða kynskiptingar, gangi í buxum og kalli sig strákanafni þá eru þær til gagns, annars ekki. 

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.