19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 45

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 45
 hafi ýmislegt með framkomu karlmanna gagnvart henni að gera. Meðal þeirra fáu sem hún ber vel söguna er Tommy Lee, fyrrverandi eiginmaður Pamelu Anderson, en Jenna og hann áttu í stuttu ástarsambandi. Flestir elskhugar Jennu eru samstarfsmenn hennar í klám­ myndabransanum, ýmist leik­ stjórar eða mótleikarar. Snemma á hún einnig í lesbísku sambandi við samstarfskonu sína á nektar­ staðnum og síðar verða konurnar í lífi hennar fleiri. Lengsta ástar­ samband hennar við konu er samband hennar við Nikki Taylor en þær bæði unnu og sváfu saman um tíma. Hún virðist hafa sótt blíðu og huggun í fang kvenn­ anna þegar yfirgangur og kuldi karlanna gekk um þverbak. Flest ástarsambönd hennar við konur áttu sér stað fram hjá þeim karli sem var í lífi hennar hverju sinni. Jenna byrjaði fljótlega eftir að hún hóf að dansa nektardans að sitja fyrir á nektarmyndum. Ljós­ myndarinn átti höfundarrétt á myndunum og borgaði henni föst laun. Sjálfur gat hann síðan stór­ grætt á að selja sömu myndina aftur og aftur til hinna og þessara nektartímarita. Fyrirsætan naut minnst af ágóðanum. Leiðin í klám­ myndirnar reyndist greið eftir að hafa setið fyrir um nokkurt skeið og fengið myndir birtar af sér í flestum karlatímaritum. Jenna var nægilega skynsöm til að næla sér í einkasamning við nýstofnað fram­ leiðslufyrirtæki og setja ákveðin skilyrði um hvað hún gerði og gerði ekki fyrir framan mynda­ vélarnar. Á höfundarréttinn að sjálfri sér Jenna sökk tvisvar á botn eitur­ lyfjafensins en tókst í bæði skiptin að venja sig af eiturlyfjunum. Hún var nýbúin að ná sér í seinna skiptið þegar hún kynnist eigin­ manni sínum, Justin (Jay) Sterling. Sambandið gekk í gegnum hæðir og lægðir í byrjun en þau giftust árið 2003. Um svipað leyti ákvað Jenna að stofna eigið framleiðslu­ fyrirtæki og njóta sjálf ávaxtanna af þeim gróða sem líkami hennar næði að raka inn. Hún rekur í dag eigið kvikmyndaframleiðslu­ fyrirtæki og vefsíðu og borgar ljós­ myndurum fyrir að taka af sér nektarmyndir sem hún selur sjálf. Þau hjónin reka fyrirtækið saman og aðrar stúlkur hafa leitað til þeirra og þau hafa gert við þær samninga og í dag er fyrirtæki þeirra stórfyrirtæki í bandarískum klámiðnaði. Jenna segir í lok bókar­ innar loks hafa fundið hamingjuna í fangi Jays. Hún segist einnig að oft finnist sér líf sitt um þessar mundir hálfgerður draumur. Með réttu ætti hún að vera löngu dáin eins og margir samstarfsmenn hennar í gegnum tíðina og hún skilji ekki hvers vegna henni hafi verið hlíft við þeim örlögum. Tengsl kynferðisofbeldis og klámiðnaðarins Margar rannsóknir hafa verið gerðar í Bandaríkjunum, Svíþjóð og víðar sem miða að því að kanna hvers vegna konur kjósa að stunda vændi eða starfa í klámiðnaðinum. Allar rannsóknir sýna að ótrú­ lega hátt hlutfall kvenna sem þar starfa hefur orðið fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi á unga­ aldri. Sumar rannsóknir sýna að um 80% og ríflega það hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi í æsku, nauðgun eða hópnauðgun. Konurnar hafa nánast allar búið með ofbeldisfullum mönnum sem í mörgum tilfellum gera þær út. Sálfræðingar, m.a. hjá Sidran­samtökunum í Bandaríkjunum, hafa að undanförnu bent á tengsl áfallaröskunar og kynferðisofbeldis. Þolendur kynferðisofbeldis sýna sterk merki áfallaröskunar og þegar ofbeldið er varanlegt getur þetta leitt til persónuleikarofs. Þolendur leitast við að fara eitthvert annað í huganum til að lifa ofbeldið af og það verður til þess að ákveðin tengsl milli sálar og líkama rofna þ.e. hugsunin verður sú að það sem kemur fyrir líkama minn kemur ekki endilega fyrir mig. Nokkrar aðrar staðreyndir hafa þessar kannanir einnig leitt í ljós, m.a. þær að fíkniefnaneysla er meiri meðal þeirra sem starfa í klámiðnaði en í nokkrum öðrum starfstéttum þar með talið popp­ bransanum. Sjálfsmorð eru tíðari en hjá öðrum hópum og konur í þessum hópi verða oftar fyrir of­ beldi og morð er algengari dánarorsök hjá þeim en í nokkrum öðrum þjóðfélagshópi. Í ljósi þessara staðreynda er má velta fyrir sér hvers vegna almenningur telur að konur velji sér starf í þessum iðnaði af peningagræðgi og hvers vegna karlmenn geta keypt sér þjónustu þessara kvenna? Óneitanlega minnir það á kennarann sem sagðist berja nemanda sinn af því hann væri hvort eð er barinn heima hjá sér. Umtalsvert hefur verið skrifað um þetta efni og m.a. má nefna skrif Gunillu Ekberg, Sheilu Jeffreys og Janice Raymond. Luisa Ek sem var vændiskona um árabil skrifaði bókina Spelat Liv og leikkonan Traci Lords skrifar um reynslu sína af klámmyndaheiminum í bókinni, Underneath it all. Klámstjarnan Jenna Jameson gaf út ævisögu sína How to Make Love Like a Porn Star.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.