19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 49

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 49
9 Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2007 um og fundum frjálsra félaga­ samtaka sem haldnir voru sam­ hliða. Íslenska sendinefndin átti aðild að tveimur málstofum á fundinum og var önnur þeirra eingöngu íslensk með áherslu á frjáls félagasamtök kvenna, kvennafrídaginn og kvennafram­ boðin, auk þess sem fjallað var sérstaklega um Hjallastefnuna sem tæki í jafnréttisuppeldi barna. Erlent samstarf Kvenréttindafélagið er aðili að samstarfi norrænna kvenréttinda­ félaga innan samstarfshópsins, NOKS, (Nordiske kvindeorgani­ sationer i samarbejde), og var haldinn einn fundur á vegum hópsins 2006, í aprílmánuði, undir stjórn NYTKIS, sem er samstarfsvettvangur finnskra kvennafélaga. Fundurinn var haldinn í Tallinn í Eistlandi, ásamt fulltrúum frá kvennasamtökum í Eystrasaltslöndunum og voru Margrét Steinarsdóttir og undir­ rituð fulltrúar félagsins á fund­ inum. Umfjöllunarefni fundarins var mansal og vændi og sóttu fundarkonur málþing um það efni sem haldið var í Háskólanum í Tallinn í tengslum við fundinn. Í byrjun nóvember 2006 tóku undirrituð og Margrét Steinars­ dóttir þátt í alþjóðafundi IAW, International Alliance of Women, sem haldinn var í París en undir­ rituð hefur setið í stjórn samtak­ anna frá september 2002. Fundurinn var opinn fyrir öllum stjórnarkonum IAW og formönn­ um eða öðrum fulltrúum frá stjórnum aðildarfélaga IAW. Þar var ákveðið að næsti aðalfundur samtakanna yrði haldinn í Suður­ Afríku í nóvember 2007, en fund­ arboð vegna þess fundar hefur enn ekki borist. Heimasíða Heimasíða Kvenréttindafélagsins hefur verið uppfærð og ekki úr vegi að fylgjast með starfinu þar en slóðin er sem áður www.krfi.is. Þessi skýrsla hefur að geyma það helsta úr starfi Kvenréttinda­ félagsins síðasta starfsár, en alls ekki tæmandi talningu á þeim verkefnum sem unnið var að á vegum félagsins, enda ávallt í mörg horn þar að líta. Reykjavík, 18. apríl 2007 Þorbjörg I. Jónsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands Myndin er af stjórninni eins og hún leit út í janúar s.l. Á síðasta aðalfundi í apríl, hættu tvær en enginn hefur komið í þeirra stað. Þær sem hættu voru: Margrét Kr. Gunnarsdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, önnur og fyrst í efri röð frá hægri. Annars eru á myndinni, aftari röð frá vinstri: Silja Bára Ómarsdóttir, Sólborg A. Pétursdóttir, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Hildur Helga Gísladóttir. Neðri röð frá vinstri: Margrét K. Sverrisdóttir, Halldóra Trasutadóttir (framkvæmdastjóri), Margrét Steinarsdóttir, Svandís Ingimundardóttir og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Einnig eru í stjórn KRFÍ, en vantar á myndina: Aðalheiður Franzdóttir og María Marta Einarsdóttir.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.