19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 35
þessum tilgangi. Eftir að heim
kom stundaði Þorbjörg ljósmóður
störf í Reykjavík allt til ársins
1902 og var embættisljósmóðir
frá árinu 1864.
Stór í starfi og ástum
Samhliða störfum hafði Þorbjörg
á hendi verklega kennslu ljós
móðurnema. Hún hefur augljós
lega unnið mikið en auk starfa
utan heimilis ræktaði hún mat
jurtagarð við húsið sitt og tók þátt
í virkan þátt í alls konar félags
störfum. Flest það sem var til
umræðu í bænum lét hún til sín
taka og hafði skoðanir á öllu. Hún
hikaði ekki við að standa upp á
fundum og tala en það þótti hin
mesta goðgá að konur væru að
trana sér fram á þann hátt. Menn
vöndust því samt ótrúlega fljótt að
hún sýndi svo karlmannlega
hegðun en ekki er víst að
nokkurri annarri konu hefði verið
liðið það sama.
Þorbjörg keypti lítinn steinbæ
við Skólavörðustíg í Reykjavík og
bjó þar þangað til hún byggði
timburhús á lóðinni. Eftir að hún
flutti í það leigði hún út stein
bæinn og að þessu leyti var hún
einnig frumkvöðull. Þær konur
sem áttu fasteignir á þessum
tíma höfðu flestar hlotið þær í arf
eftir eiginmenn eða feður en
Þorbjörg keypti og byggði sín hús
sjálf.
Til þess var tekið af hversu
mikilli næmni og viðkvæmni
Þorbjörg sinnti konunum sem
hún sat yfir. Oft tók hún með sér
hreint lín, mat og önnur föng í
hús þar sem hún vissi að lítið var
til. Í skaplyndi hennar var engin
hálfvelgja til. Hún elskaði af
einurð og ákafa en hatur hennar
þegar henni mislíkaði var jafn
sterkt. Sorgin greip hana sömu
heljargreipum og gleðin þegar því
var að skipta. Líkt og fyrr sagði
giftist Þorbjörg aldrei en veturinn
1884 bjó hún með Benedikt
Gröndal skáldi.
Það átti að heita svo að Þor
björg væri bústýra hjá Benedikt
en líklega hefur þurft meira en
ráðskonustarf til að þessi sjálf
stæða kona flytti úr steinbænum
sínum og inn á skáldið í Þing
holtstrætinu. Matthías Jochum
son heimsækir þau og lýsir
hamingjunni og gleðinni sem ríkti
á heimilinu en það var í upphafi
ástarsambandsins og fljótlega fór
að síga á ógæfuhliðina. Sennilega
hafa þau Benedikt og Þorbjörg
verið of ör í lund til að geta búið
saman og haldið friðinn þótt
eflaust hafi gneistað af fjöri þegar
bæði voru í góðu skapi. Þorbjörg
tók sambandsslitin svo nærri sér
að hún er veik í tvö ár og þvælist
bæði til Danmerkur og Bretlands
að leita sér lækninga.
Lýsingar á sjúkdómi hennar og
eirðarleysi á þessum tíma koma
heim og saman við þunglyndi
eins og við þekkjum það í dag.
Hún hefur enga orku til fram
kvæmda, lokar sig af vikum
saman og festir hvergi yndi.
Sigríður Dúna spyr sig hvort Þor
björg hafi hugsanlega drukkið á
þessum tíma og ómögulegt er að
segja til um það. Nóg var drukkið
í kringum hana og báðir Benedikt
arnir í lífi hennar drykkjumenn.
Hins vegar er í raun nóg að ætla
að sorgin hafi einfaldlega yfir
bugað hana og nútímakonur
þekkja vel þá erfiðleika sem fylgja
sambandsslitum. Árið 1886
kemur hún heim og tekur ótrauð
til við störf sín aftur. Þorbjörg fór
sér þó hægar upp frá þessu og
var ekki eins ósérhlífin og áður.
Hún hafði lært að þreki hennar
voru takmörk sett.
Elliðaármál
Sum mál voru Þorbjörgu hug
leiknari en önnur og hér verður
stilklað á stóru í þeim sem
hennar verður helst minnst fyrir.
Fyrst verður að nefna svokölluð
kistubrotsmál eða Elliðaármál
sem stóðu yfir nánast allan ára
tuginn 187080. Benedikt bróðir
Þorbjargar bjó á Elliðavatni og
skömmu eftir að hann settist þar
að keypti Thomsen kaupmaður í
Reykjavík laxveiðiréttinn í ánum.
Hann setti upp laxkistur neðst í
ánum til að koma í veg fyrir að lax
synti upp árnar og náði þannig
niður við ósa hér um bil öllum lax
sem gekk í árnar. Benedikt gerði
áveitu á Elliðavatnsengjum sem
varð til þess að annað hvort voru
árnar svo vatnslitlar að lax gekk
ekki í þær eða svo vatnsmiklar að
hann gat synt yfir kisturnar.
Thomsen fór í mál við Benedikt
vegna þessa og vann málið.
Benedikt nýtti sér til varnar
ákvæði Jónsbókar sem bannaði
mönnum að þvergirða ár. En
fleira hékk á spýtunni en hags
munir Benedikts og Thomsens.
Bændur við Elliðaár höfðu fram til
þess geta nýtt sér laxveiðina sem
búsílag og fátæklingar í Reykjavík
áttu til að laumast í þær að nætur
þeli og ná sér í ofurlitla björg.
Laxinn var ekki jafnverðmætur þá
og nú svo þetta athæfi var mestu
látið óátalið, enda hefur mönnum
ekki þótt taka því að vakta árnar
fyrir nokkra laxatitti. Thomsen
girti hins vegar alveg fyrir mögu
leika annarra á veiðum og ætla
má að þótt Þorbjörg hafi fylgt
bróður sínum af heilum hug er
einnig næsta víst að hún hafi
vitað hversu vel laxinn kom sér á
fátækari heimilum og það kann
að hafa haft áhrif á afstöðu
hennar.
Alþingi setti árið 1874 lög um
friðun á laxi og þar kvað á um að
óheimilt væri að leggja net eða
garða lengra en út í miðjar ár.
Thomsen hélt þó uppteknum
hætti og andstæðingar hans gripu
þá til þess ráðs að brjóta kistur
hans sem hann byggði jafnóðum
og leikurinn endurtók sig nokkr
Ólafía Jóhannsdóttir fósturdóttir
Þorbjargar var einnig merk kona
sem barðist fyrir kvenréttindum
og líknaði vændiskonum og
ógæfusömum stúlkum í Noregi.