19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 39
á vinnustað að hafa ekkert slíkt net á bak við sig. Bandarískar konur virðast mun meðvitaðri um nauðsyn þess að koma sér upp bæði lærifeðrum og öflugum vinum. Í lokakafla bókarinnar rekja þær Lotte og Liza sögu Madeleine Albright en eftir henni eru þau orð höfð sem þær gerðu að titli bókarinnar. Þar er vitnað í ævisögu Madeleine: „Ég byrjaði á að bjóða heim fólki úr þinginu, úr þekkingarsmiðjum og af lögfræði­ stofum í kvöldverð þar sem sér­ fræðingur kom með hugmyndir sem við hin gátum svo rætt.“ Hún bætti stöðugt við sig vinum og m.a. Michael Dukakis löngu áður en hann var talinn koma til greina sem forseta­ frambjóðandi fyrir demókrata­ flokkinn en fyrst og fremst bast hún konum og trúði á þær. Og konur brugðust henni ekki. Hillary Rodham Clinton varð til þess að tryggja henni stól utan­ ríkisráðherra Bandaríkjanna þrátt fyrir mikla andstöðu bæði þing­ manna og annarra valdamanna. Því var spáð að valdamenn ýmissa ríkja, einkum Arabaríkja, myndu ekki vilja hafa neitt saman við Madeleine að sælda en annað kom á daginn. Hún reyndist einn liprasti samningamaður sem Bandaríkin hafa átt og áður en yfir lauk einn ástsælasti ráðherra þeirra fyrr og síðar. Reyndar ætti bók þeirra Lizu og Lottu að vera skyldulesning í öllum skólum og hver einasta kona ætti að hafa hana á borðinu sínu. Þar rekja þær félagsmótun kvenna og karla allt frá því þau eru lítil börn á leikskóla þar til þau eru fullorðið fólk á vinnu­ markaði. Staðreyndin er sú að rannsóknir sýna að litlir drengir eru ræktaðir, hvattir og undirbúnir undir sín stóru hlutverk í lífinu meðan stúlkum er beinlínis kennt að setja ljós sitt undir mæliker og hafa sig ekki í frammi. Hæfileikum kvenna sóað. Í bókinni er vísað í ótal áhuga­ verðar rannsóknir sem allar bera að sama brunni. Konur eiga erfiðar uppdráttar á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu en karlar. „Þar sem konur eru sem minnihluti sýnilegri en sam­ starfsmenn þeirra af karlkyni og meira fylgst með þeim, verða þær líka oft síður tilkippilegar til að taka áhættu. Þær verða varkárari. Það hefur ekkert með það að gera að konur og karlar séu líf­ fræðilega ólík heldur einfaldlega að það er hættulegra fyrir konur að mistakast. Kona sem er ein verður að skara örlítið fram úr körlunum til þess að vera nógu góð en hún má heldur ekki verða of góð. Þá verður hún ógnun við karlana þar sem hún vekur athygli á van­ hæfni þeirra.“ Rosabeth Moss Kanter gerði rannsókn á þessu fyrirbæri og komst að því að konur sem ná að skara fram úr þurftu að takast á við mjög erfiðar aðstæður. Þær voru ekki metnar af verkum sínum eins og karlarnir heldur sem konur. Karlmenn lenda stundum í sömu stöðu og konur innan vinnustaðar, þ.e. þeir verða í minnihluta og þá bregður svo við að þeir fá hraðlyftingu upp á við í fyrirtækinu fremur en hitt. Hið undarlega var hins vegar að karlar í láglaunastörfum sem sköruðu fram úr á karlavinnustað og fengu stöðuhækkun máttu líka þola andúð fyrrum félaga sinna því talið var að þeir hefðu svikið hópinn. Newsweek er á þeirri skoðun að Evrópuríki sói hæfileikum kvenkyns borgara sinna. Þær detti alltof margar niður úr met­ orðastiganum og flestar komist ekki einu sinni á neðsta þrepið aftur. Hlutastörf eru einnig mun algengari meðal evrópskra kvenna en bandarískra og undantekn­ ingarlaust verr borguð og ekki eins vænleg til árangurs á frama­ braut og fullt starf. Lítill sveigjan­ leiki og íhaldssemi í rekstri fyrirtækja í Evrópu hjálpi heldur ekki til. Þróunin er einnig hættuleg vegna þess að íbúar flestra landa í Evrópu eldast mjög hratt og konur sem ekki hafa skapað sér nein lífeyrisréttindi verði óhjákvæmilega byrði á sam­ félaginu þegar frá líður. Evrópu­ bandalagið hefur brugðist við þessu og lagt fé í rannsóknir á því hvort jafnréttislögum aðildarríkja sé framfylgt á réttan hátt. Í Noregi var nýlega settur kynjakvóti og í Þýskalandi hafa verið sett lög um feðraorlof líkt og hér á landi. Hvort þetta kemur til með að hafa áhrif á tíminn eftir að leiða í ljós en rannsóknir sýna að hjóna­ bönd þar sem jafnrétti ríkir eru stöðugri en önnur sambönd. Gott fjölskyldulíf er svo til hagsbóta fyrir samfélagið allt eins og fram kemur í Það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri. Vonandi kynnast sem fæstar konum þeim stað. 9

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.