19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 11

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 11
Finnst þér við hafa gengið til góðs fram veginn þessi hundrað ár sem liðin eru frá stofnun Kvenréttinda- félagsins? „Náttúrlega hef ég verið út úr þjóðfélaginu í tuttugu ár vegna aldurs og veikinda en mér finnst gífurleg framför hafa orðið og konur hafa haslað sér völl á öllum mögulegum sviðum sem þær komu ekki nálægt í minni tíð. Sérstaklega er það starfsmennt­ unin sem gildir og konur ættu að leggja áherslu á að hafa starfs­ menntun. Menntun og aftur menntun, það er lykillinn.“ Hvað er þér minnisstæðast frá starfi þínu með Kvenréttinda- félaginu? „Í heild fannst mér þetta skemmti­ legasta félag sem ég hafði komið í. Mér leið svo vel í þar. Þarna voru saman komnar gáfuðustu og menntuðustu konur sem ég hafði fyrirhitt. Svona konur voru ekki í öðrum félögum. Kvenfélögin voru kannski fjölmennari en í sumum þeirra var kannski aðeins ein kona sem gat haldið ræðu eða skrifað blaðagrein. Í Kvenrétt­ indafélaginu voru konurnar allar meira og minna menntaðar. Sumar höfðu ekki prófgráðu upp á það en engu að síður höfðu þær mikla menntun því þær komu úr einhverjum hópum sem voru menningarhópar. En við áttum aldrei peninga til nokkurs skapaðs hlutar. Þetta var ekki basarfélag og það var alveg rétt sem Lára Sigurbjörnsdóttir sagði einu sinni: „Það er einkenni á öllum kvenfélögum að þar eru aldrei til peningar.““ Telur þú að framtíð íslenskra kvenna sé tryggð? Finnst þér þú skilja við okkur öruggar og á réttri leið? „Já, það hefur orðið gífurleg framför á öllum sviðum. Ég kvíði engu nema ég sé að þær eiga erfitt uppdráttar í pólitíkinni. Nú er tveimur konum færra á þingi en var. Þetta er slæmt. En nú gegna fjórar konur ráðherra­ embættum og vonir standa til að konum muni fjölga sem ráðherr­ um í ríkisstjórn í framtíðinni. Það er gleðilegt því nauðsynlegt er að konur gegni æðstu embættum þjóðarinnar jafnt á við karla.“ Kominn er tími til að slá botninn í viðtalið en að lokum má nefna að arfleifð Sigurveigar er sterk því dætur hennar hafa allar barist fyrir kvenréttindum hver á sinn hátt. Guðrún og Margrét tóku þátt í stofnun Kvennalistans og voru fulltrúar í nefndum á vegum þeirra samtaka. Margrét var ein af stofnendum R­listans og varaborgarfulltrúi í Reykjavík í sex ár. Gullveig stýrði tímaritinu Nýju Lífi í yfir tuttugu ár. Það tímarit hefur m.a. fjallað um baráttu kvenna við að gera sig gildandi í þjóðlífinu. 11

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.