19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 48

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 48
 Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2007 Skýrsla stjórnar Kvenréttinda- félags Íslands vegna starfs-ársins 200-2007 Eftirfarandi er árskýrsla félagsins tímabilið mars 2006 – apríl 2007, fyrir aðalfund Kvenréttinda- félagsins þann 18. apríl 2007. Eftir stjórnarkjör aðalfundar 2006 sem haldinn var þann 10. apríl 2006, var stjórnin þannig skipuð: Í framkvæmdastjórn sátu, Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður, Margrét K. Sverrisdóttir varaformaður, Margrét Kr. Gunnarsdóttir ritari, Margrét Steinarsdóttir gjaldkeri, Hildur Helga Gísladóttir, Ragn­ hildur G. Guðmundsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Svandís Ingimundardóttir í meðstjórn. Í aðalstjórn félagsins sátu auk framkvæmdastjórnarkvenna: Aðalheiður Franzdóttir fyrir Samfylkinguna, Helga Guðrún Jónasdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk­ inn, María Marta Einarsdóttir fyrir Framsóknarflokkinn, Sóley Tómas­ dóttir fyrir Vinstrihreyfinguna Grænt framboð og Sólborg Alda Pétursdóttir fyrir Frjálslynda flokk­ inn. Á haustmánuðum tók Silja Bára Ómarsdóttir við af Sóleyju sem fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs og þá vék Sólborg Alda úr stjórn sem fulltrúi Frjálslynda flokksins í mars sl. Halldóra Traustadóttir var ráðin framkvæmdastjóri félagsins frá 1. janúar 2007 í hálfu starfi, en fram að þeim tíma var félagið ekki með framkvæmdastjóra á starfsárinu vegna fjárskorts. Starf Kvenréttindafélagsins frá aðalfundi 2006 hefur einkennst af fundahöldum um jafnréttismál svo og heimsóknum erlendra aðila sem komið hafa hingað til lands, til að heimsækja félagið og aðra til að kynna sér jafnréttis­ mál. Við fengum til okkar stórar sendinefndir frá Kína og Hollandi í byrjun sumars 2006, auk sendi­ nefndar frá Lettlandi og fjölda ein­ staklinga sem vildu kynna sér jafn­ réttismál og starfsemi félagsins. Á fyrri hluta síðasta árs ákvað stjórn félagsins að fara í funda­ ferð um landið og halda fundi um jafnréttismál á fimm til sex stöð­ um á landinu í samstarfi við heima­ fólk ekki síst vegna bæjarstjórnar­ kosninga sem voru í maí 2006. Vegna anna hefur ekki tekist að koma öllum fundunum í fram­ kvæmd en haldnir hafa verið fundir á Akureyri og undirbúnir fundir á Ísafirði og á Bifröst. Starf félagsins var á þessu starfsári að öðru leyti helgað 100 ára afmæli félagsins sem haldið var í Ráð­ húsi Reykjavíkur þann 27. janúar 2007, auk þess sem ýmsir atburð­ ir voru skipulagðir í tilefni af því. Tímaritið 19. júní Útgáfa 19. júní 2006 var að venju stór hluti af starfi félagsins á árinu og var ákveðið að dreifa því endurgjaldslaust að þessu sinni þ.s. smásala á tímaritinu hefur skilað litlum tekjum. Ritstjóri 19. júní 2006 var Rósa Björk Brynjólfs­ dóttir fréttakona og auk hennar sátu í ritstjórn Helga Björg Ragnars­ dóttir, Helga Arnardóttir, Elva Björk Sverrisdóttir og Gyða Péturs­ dóttir. Félagið annaðist sjálft dreifingu tímaritsins, Steindórs­ prent­Gutenberg sá um prentun og uppsetningu og þá var samið við Hæni um auglýsingasölu eins og árið áður. Útgáfu blaðsins var fylgt eftir með kynningu í fjölmiðl­ um og í móttöku sem haldin var þann 19. júní að Hallveigarstöð­ um. Þann 19. júní var farið í sögu­ göngu um kvennaslóðir í Kvosinni sem endaði í móttöku að Hall­ veigarstöðum þar sem eigendur hússins, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík, auk Kvenréttinda­ félagsins, buðu í kaffi. Er þessi ganga og móttaka að henni lokinni á Hallveigarstöðum orðin árviss viðburður og var mikil þátt­ taka í henni í júní 2006 eins og undanfarin ár. Sama kvöld var að venju kvennamessa við Þvotta­ laugarnar í Laugardal í samvinnu Kvenréttindafélagsins, Kvenna­ kirkjunnar og Kvenfélagasam­ bands Íslands og var þátttaka í henni einnig mjög góð. 100 ára afmælishátíð Kvenréttindafélagið hélt glæsilega afmælishátíð í Tjarnarsal Ráð­ húss Reykjavíkur 27. janúar sl., á 100 ára afmælisdegi félagsins. Þótti hátíðin vel heppnuð og fjöldi gesta lagði leið sína í Tjarnar­ salinn. Áætlað var að um 100 manns hefðu mætt á hátíðina sem lauk með veitingum í boði félagsins og Reykjavíkurborgar. Fundir um jafnréttismál Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið að nokkrum opnum fund­ um, bæði í samvinnu við aðrar kvennahreyfingar sem og á eigin vegum á þessu ári. Taldir upp í tímaröð, er fyrst að geta Þorra­ blóts Kvenréttindafélagsins með þingmönnum í samkomusal Hall­ veigarstaða í febrúar sl. þar sem umræða var um jafnréttismál og opinberan fjárstuðning við félaga­ samtök kvenna. Í öðru lagi má geta morgunverðarfundarins „Stefnumót við stjórnmálaflokk­ anna“, á Grand Hótel 21. febrúar, sem haldin var í samvinnu við ýmis önnur kvennafélög. Þar á eftir kom fundur í Ráð­ húsi Reykjavíkur 8. mars – á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Fundurinn var mjög vel sóttur og þótti heppnast vel en sem fyrr voru það ýmis samtök er stóðu að fundinum. Síðast en ekki síst stóð KRFÍ fyrir hádegisfundi, 28. mars sl. undir yfirskriftinni „Konur og pólitík – stjórnmálaþátttaka kvenna og jafnréttisstefna flokk­ anna.“ Fulltrúar sex stjórnmála­ hreyfinga er buðu fram til al­ þingiskosninganna í vor sátu fyrir svörum í pallborði og voru jafn­ réttismálin rædd. Fyrir Samfylk­ inguna kom Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrir Íslandshreyfing­ una – lifandi land mætti Daníel Helgason, fyrir Sjálfstæðisflokkinn kom Guðfinna Bjarnadóttir, fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt fram­ boð kom Gestur Svavarsson, fyrir Framsóknarflokkinn kom Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og fyrir Frjálslynda flokkinn mætti Ásgerður Jóna Flosadóttir. Fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna Kvenréttindafélagið átti fulltrúa í sendinefnd Íslands á fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóð­ anna sem haldinn var í New York 26. febrúar – 9. mars sl. Fyrir félagið tók þátt undirrituð sem sótti einnig samstarfsfund stjórn­ ar IAW sem haldinn var í New York á sama tíma. Fjölmörg um­ fjöllunarefni voru á fundi kvenna­ nefndarinnar svo og á málstofn­

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.