19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 38
Getur verið að í hinu mikla sam- keppnisþjóðfélagi Bandaríkjun- um nái konur meiri frama og betri árangri en í Evrópu þar sem ríkisreknir leikskólar og fæðingar- orlof eru staðreynd? Já, það getur verið. Samkvæmt úttekt News- week í fyrra er Evrópa langt á eftir Bandaríkjunum hvað þetta varðar. Þegar teknar eru veiga- miklar ákvarðanir sitja konur í 45% áhrifamestu stólum í Bandaríkjunum en aðeins um 30% þeirra er skipaðar konum í Evrópu. Hvað veldur? Ekki er það vegna þess að konur vinni ekki úti í Evrópu. Samkvæmt skrám Evrópubandalagsins eru konur 57% þeirra sem eru á vinnu­ markaði í álfunni en í Banda­ ríkjunum er hlutfallið 65%. Enn og aftur er munurinn landi frelsis og tækifæra í vil. En þetta er ekki neinn verulegur munur og skýrist af því að víða þar sem kaþólsk trú ríkir er atvinnuþátttaka kvenna mun minni en í löndum mót­ mælendatrúarmanna. Helmingur þeirra sem útskrif­ ast úr háskólum bæði í Banda­ ríkjunum og Evrópu er kvenkyns. Þótt meirihluti þeirra skili sér út á vinnumarkaðinn í báðum álfun­ um eiga þær evrópsku erfiðar uppdráttar en kynsystur þeirra í Bandaríkjunum. Newsweek kemst að þeirri niðurstöðu að konur í Evrópu megi hafa vinnu en þær megi ekki eiga sér starfs­ frama. Löng fæðingarorlof og styrkir til handa konum sem kjósa að vera heima ýti undir það að konur hverfi af vinnumarkaði eftir barneignir. Auk þess sé skattalöggjöfin víða þannig að afslættir sem séu veittir vegna Jafnrétti í Evrópu, goðsögn eða veruleiki? heimavinnandi foreldris geri það að verkum að ekki borgi sig að vinna. Vinnufélagsfræðingar eru sam­ mála um það að fæðingarorlof og sá möguleiki að konur geti orðið ófrískar fæli marga vinnuveitend­ ur frá því að ráða þær og hækka þær í tign. Víða í Evrópu eru spurningar um hvort konur hyggi á barneignir taldar sjálfsagður hluti af hverju atvinnuviðtali og það sýnir sig að feðraorlofið skiptir máli því hér á landi eru ungir menn spurðir þessarar spurningar líka. Slíkar spurningar gætu hreinlega leitt til þess að bandarískar konur lögsæki við­ komandi atvinnurekanda. Réttar­ kerfi Evrópuþjóða er óhentugra til slíkra lögsókna þar sem sönn­ unarbyrðin fellur á þann sem kærir fremur en á sakborninginn. Í Bandaríkjunum er þessu öfugt farið í einkamálum. Fæðingarorlof þar eru oftast ekki lengri en tvær til þrjár vikur og mikil umræða er um að konur þar verði að velja annað hvort fjölskyldu eða starfsframa. Útivinnandi en valdalaus Nú er það ekki svo konur í Evrópu reyni ekki því þær vinna úti en störfin sem þær gegna eru oftast láglaunastörf. Hjúkrunar­ fræðingar, kennarar, leikskóla­ kennarar og fleiri fjölmennar kvennastéttir tilheyra opinbera geiranum sem gerir það að verkum að störfin eru illa launuð, vanmetin og nánast ómögulegt að komast til einhverra metorða á vinnustaðnum. Í flestum ríkjum í Evrópu er það þannig að mun fleiri konur vinna í innan stjórn­ sýslunni en karlar. Vestanhafs eru hlutföllin mun nær því að vera jöfn en svo undarlega bregður við að konur ná þar að vinna sig upp í toppstöður og eru mun valdameiri en starfssystur þeirra í Evrópu. Verkalýðsfélög eru öflug í Evrópu en tiltölulega fá í Banda­ ríkjunum og mismunandi valda­ mikil. Þessi menningarmunur ætti að vera Evrópuríkjunum í hag en virka þveröfugt. Liza Marklund og Lotte Snickare koma með áhugaverða skýringu á þessu í bókinni, Það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri. „Það er áhættusamt að stinga upp á og vekja athygli á einhverj­ um úr minnihlutahópi og konur eru í minnihluta í öllum stöðum sem til komnar eru vegna frama. Ef manneskju í minnihluta mistekst fær sá sem mælti með henni það í hausinn. Ef karli, sem sé einhverjum úr meirihlutanum, mistekst er það ekki nærri eins hættulegt fyrir þann sem mælti með viðkom­ andi.“ Madeleine Albright ræktaði konur Í bókinni fjalla þær stöllur líka mikið um tengslanet karla og hvernig það haldi aftur af konum Texti: Steingerður Steinarsdótttir 

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.