19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 28
2 Fjögurra ára gömul stóð Svein- björg Hermannsdóttir á Austur- velli og fagnaði nýfengnum kosn- ingarétti íslenskra kvenna ásamt móður sinni. Þennan sigurdag kvenna skynjaði barnið gegnum gleði móðurinnar, enda hefur Sveinbjörg alla tíð verið mikil kvenréttindakona og meðlimur í KRFÍ í um hálfa öld. Hún hefur allan þann tíma verið óþreytandi að vinna félaginu til heilla. Auk þess er hún einstaklega áhuga- verð kona með aðdáunarvert lífsviðhorf. Sveinbjörg man tímana tvenna. Hún varð einnig sjónarvottur að brunanum mikla í miðbæ Reykja­ víkur árið 1915 og frostaveturinn mikli árið 1918 varð örlagaríkur í lífi hennar. Foreldrar hennar ákváðu að senda hana norður í land því þau þurftu að flytja bú­ ferlum til Hafnarfjarðar og þótt barnið hafi aðeins átt að dvelja þar um vorið og sumarið varð úr að hún kom ekki í bæinn aftur fyrr en hún var orðin unglingur því um haustið kom spænska veikin til landsins og það endaði með því að stelpan fór hvergi. „Ég veit ekki hvað ég get sagt ykkur,“ segir Sveinbjörg þegar hún er beðin að rifja upp ævi sína og veruna í Kvenréttindafélaginu. „Ég hef eins og allir lent í ýmsum breytingum og áföllum í lífinu og fundarsókn mín mótaðist af því. Ég var alin upp í trú á kvenrétt­ indi og ég elskaði að taka þátt í starfinu. Mamma og Bríet Bjarn­ héðinsdóttir voru kunningjakonur en pabbi og mamma voru alþýðu­ fólk eins og Bríet og Valdimar. Ég man líka vel eftir gömlu járn­ brautinni sem gekk hér í borginni Sveinbjörg Hermannsdóttir hefur verið í Kvenréttindafélaginu í hálfa öld Tveggja heima kona og ég var svo móðguð því ég vildi ekki láta kalla hana Bríeti.“ Grét yfir að komast ekki í skóla Hér er verið að vísa til eimreiðar­ innar sem lögð var úr Öskjuhlíð­ inni og niður að höfn. Hún var hlaðin grjóti sem notað var til uppfyllingar í hafnargarðinn. Hávaðinn í eimreiðinni og reykur­ inn sem hún spúði þótti minna á kvenréttindakonu og þess vegna tóku gárungarnir upp á að kalla hana Bríeti. Viðmælandi okkar þekkir líka vel þá virðingu sem Kvennaskólinn naut en sjálf fékk hún ekki tækifæri til að afla sér menntunar. „Ég fékk ákaflega góða barna­ kennslu norður í Húnavatnssýslu en meiri menntunar gat ég ekki aflað mér. Ég ákvað það að ef ég eignaðist barn skyldi ég berjast fyrir því að það fengi að mennta sig því ég grét svo mikið þegar ég varð að hætta við eftir að ég var búin að innrita mig í Kvenna­ skólann þar sem ég átti ekki peninga fyrir skólagöngunni. Því­ líkt líf sem var á kreppuárunum en samt kvartaði enginn. Það var ekki á nokkrum manni að heyra að honum liði illa. Maður var bara glaður og hress.“ Sveinbjörgu tókst að standa við heit sitt því dóttir hennar er lærður kennari og lauk prófi þrátt fyrir að móðir hennar væri einstæð móðir og þyrfti mikið að hafa fyrir lífinu. „Ég lærði kjólasaum 1933 og var búin 1937. Ég lærði hjá Aðal­ heiði Stefánsdóttur á Vestur­ götunni en við saumuðum á kvöldin og unnum á daginn. Á kreppuárunum var fátæktin svo mikil að stundum komum við með flíkurnar tilbúnar til fólksins og þá voru ekki til peningar til að borga þær,“ segir hún en þessi úrræðagóða kona dó ekki ráða­ laus. „Það var því ekkert upp úr þessu að hafa. Stúlka sem vann með mér sá auglýst eftir tveimur stúlkum á matsölustað og við sóttum um. Hvílík gleði. Matráðs­ konan hvatti mig til að læra mat­ reiðslu því henni fannst ég búa til svo góðan mat. Ég vann á Hótel Skjaldbreið á árunum 1937 og fram á 1939. Þá fór ég norður til Akureyrar og var aðstoðarkokkur í eldhúsinu á Hótel Akureyri. Ég veit ekki hvað leti er. Ég hef alltaf haft gaman af vinnu og vinnan hefur líka bjargað mér og söngur­ inn. Ég söng mig frá sorginni. Ég hafði gott skap það var mín blessun.“ Texti: Steingerður Steinarsdóttir Sveinbjörg fermdist í Hvammskirkju fyrir ofan Hvammstanga. Hún var í hvítum skautbúningi, bleikum silkisokkum og lakkskóm. Skóna og sokkana keypti hún fyrir upptíninginn eða hagalagðana en það voru ullarlagðar sem börnin tíndu og seldu. Andvirðið var lagt inn á reikning í kaupfélaginu og þau gátu svo tekið inneignina út í vörum. Í sveitinni var um það talað hvað Sveinbjörg var fín á fermingardaginn.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.