19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 27

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 27
Þorbjörg Inga Jónsdóttir Karlar þurfa að stytta vinnudaginn 27 Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögfræð- ingur er formaður Kvenréttinda- félags Íslands. Hún stendur því í eldlínunni um þessar mundir. Hvaða mál hafa verið efst á baugi í félaginu í þinni formannstíð? „Á þeim tíma sem ég hef verið formaður hafa margvísleg mál sem varða jafnrétti kynjanna komið upp í starfi félagsins. Innan Kvenréttindafélagsins er unnið að jafnréttismálum með því að halda ráðstefnur og málþing sem halda jafnréttisumræðunni vakandi, útgáfu 19. júní og taka þátt í nefndavinnu á vegum ríksins og ýmsu samstarfi við stjórnvöld varðandi jafnrétti kynjanna. Þar að auki leita einstaklingar gjarnan til okkar í Kvenréttindafélaginu bæði til að fá ráðgjöf vegna sinna persónu­ legu mála og til að fá upplýsingar um jafnréttismál og kvenna­ baráttuna almennt. Starf félagsins er því mjög fjölbreytt og margt sem kemur upp á hverju starfsári. Þau mál sem ég man helst eftir, og hafa verið mér hugleiknust, er staða kvenna í stjórnmálum, möguleik­ ar þeirra í samanburði við karla til að fá leiðandi stöður innan stjórn­ málaflokkanna og forystusæti á listum og þar með sæti á þingi, í ríkisstjórn og í bæjarstjórnum. Kvenréttindafélagið hefur ávallt lagt mikla áherslu á þennan þátt, enda var félagið stofnað ekki síst til að berjast fyrir kosningarétti kvenna. Þá hefur kynbundið ofbeldi verið ofarlega á baugi, vændi og aðstæður kvenna sem standa höllum fæti. Við höfum einnig mikið fjallað um nauðsyn­ lega viðhorfsbreytingu í jafnréttis­ málum, m.a. í tengslum við launamun kynjanna og mögu­ leika kvenna á vinnumarkaði.“ Hvað finnst þér sjálfri mikilvægast í kvenréttindabaráttunni um þessar mundir? „Það sem mér finnst mikilvægast er að jafna þann mun sem kynin búa við á vinnumarkaðinum, bæði launamun og mismunandi tækifæri til að fá leiðandi stöður á vinnumarkaði. Miðað við þær tölur sem liggja fyrir þá er ekki hægt að neita því að mun erfiðara er fyrir konur en karla að komast í forstjórastöður, að fá sæti í stjórnum eða með öðrum hætti aðgang að þeim völdum sem felast í slíkum stöðum. Ég tel þetta svo tengjast launamun kynjanna, eða skýra hann að hluta til. Þess vegna hef ég í seinni tíð hallast sífellt meira að þeirri hugmynd að setja tíma­ bundið kvótareglur til að jafna kynjahlutföllin og lít á það sem neyðarrúrræði sem tímabært er að grípa til því aðrar leiðir hafa þegar verið reyndar án ásættanlegs árangurs. Að auki finnst mér nauðsynlegt að við tökum aftur upp umræð­ una um vinnutíma á Íslandi sem mér finnst hafa legið í láginni í langan tíma. Það er ljóst að þegar konur vinna fullan vinnudag utan heimilis og börn eru bæði í skóla­ og tómstundastarfi þá geta karlar einfaldlega ekki lengur haldið áfram að vinna þennan íslenska 10­12 stunda vinnudag. Þarna þarf að klára þróun sem hófst fyrir alvöru þegar konur streymdu út á vinnumarkaðinn á árunum 1970­1980, með að standa sam­ eiginlega að styttingu á vinnutíma karla svo þeir geti tekið á sig eðlilegan hluta af þeirri ólaunuðu vinnu sem fylgir hverju heimili.“ Hvað finnst þér hafa áunnist frá því félagið var stofnað 1907? „Það hefur auðvitað gífurlega mikið áunnist síðan félagið var stofnað. Félagið beitti sér fyrstu áratugina fyrir að ná lagalegu jafnrétti á við karla og hefur það tekist nánast að öllu leyti. Mér finnst einnig skipta miklu máli hve mjög lífskjör kvenna hafa batnað á þessu tímabilið, ekki síst einstæðra mæðra og kvenna á vinnumarkaði með ung börn en það er eitt af stóru baráttumálum félagsins, þótt auðvitað megi enn bæta úr á því sviði. Þá hefur á þessum tíma tekist að ná fram stórkostlegri viðhorfsbreytingu hjá almenningi hvað varðar hlutverk og getu kvenna. Til dæmis ræddu karlar það í alvöru á Alþingi í byrjun sl. aldar að konur hefðu ekki vit til að kjósa. Mér finnst oft gott að líta aftur í tímann þegar hlutirnir virðast hreyfast á ósýni­ legum hraða í jafnréttisátt til að minna mig á að halda áfram í baráttunni og að það er alltaf hægt að breyta ef viljinn er fyrir hendi, líka þótt hægt fari.“ Viðtal: Steingerður Steinarsdóttir

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.