19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 42
Margt hefur verið rætt og ritað um klámvæðingu samfélagsins og andstæðingar kláms benda á hættuna sem af því stafar. Flestir óttast að klám ýti undir ofbeldis- glæpi og margir hafa áhyggjur af þeirri staðreynd að klám gefur mjög brenglaða mynd af kynlífi. Ungir, reynslulitlir krakkar eru því illa undir það búnir eða ekki færir um að greina raunveruleika frá órum misjafnra manna. Klámsíður á Netinu eru svo algengar og svo áberandi að varla er hægt að komast hjá því að rekast á þær. En slíkar síður eru ekki eina hættan sem börnum er búin því ofbeldismenn hafa uppgötvað að spjallrásir á Netinu opna þeim aðgang að heimilum fólks og börnunum okkar eins og fréttaskýringaþátturinn Kompás sýndi fram á með svo eftirminni­ legum hætti. Þrátt fyrir að þessi hætta vofi yfir ráku ýmsir upp ramakvein þegar starfsmenn í klámiðnaði hættu við að halda ráðstefnu hér á landi. Klám er í eðli sínu ofbeldi og eins og allt ofbeldi stigmagnast Klámþátturinn það. Margir muna eftir þætti með Vinunum þegar Joey og Chandler komast ókeypis inn á klámrás í sjónvarpinu. Smátt og smátt verða þeir hálfveruleikafirrtir og undrast það að kvenkynspítsa­ sendlar og gjaldkerar í bönkum taki ekki þegar til við að fækka fötum og leita á þá þegar þeir leita eftir þjónustu þeirra. Þegar svo illa er komið fyrir þeim kemst Chandler að þeirri niðurstöðu að þeir verði að hætta að kveikja á klámrásinni því það sé ekki hollt fyrir þá að horfa lengur. Hér á árum áður meðan klám var eitthvað sem menn laum­ uðust með og földu vandlega undir rúmdýnunni sinni var kannski ekki mikil hætta á að það breytti hugmyndum þeirra um hvernig samskipti kynjanna ættu að fara fram. Klámhundarnir læddust með veggjum í þá daga og skoðuðu sín myndbönd bak við luktar dyr. Allflestir álitu að hjón sem lifðu heilbrigðu kynlífi þyrftu lítið á klámi að halda. Klám væri helst framleitt fyrir einhleypa karla og perra. Klám ódýrt, aðgengilegt og nóg til af því Nú er öldin önnur. Klámi er stillt upp í hillum bókabúða innan um tímarit um barnauppeldi, mat og prjónauppskriftir. Erótísk mynd­ bönd eru öllum aðgengileg. Á Netinu er tæplega hægt að slá inn ákveðnum leitarorðum án þess að fá upp heilmargar klám­ síður. Klámið er ekki bara að­ gengilegt heldur einnig hræódýrt þannig að fátt stöðvar neytand­ ann í að sækja sér slíkt efni. Svo rammt kveður orðið að klám­ notkun að sérfræðingar telja að það liti orðið ástar­ og kynlífs­ sambönd fólks á ótal vegu. Á HBO­sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum var sýndur heimilidaþáttur sem hét Pornucopia: Going Down in the Valley. Þar var rætt við ýmsa sálfræðinga, fjölskylduráðgjafa og geðlækna sem voru sammála trúarleiðtogum í því að klám hefði ekki heppleg áhrif á kynlíf og samskipti manna. Þeir segja að klám ýti undir óraunsæjar væntingar fólks hvers til annars og kynlífs. Þeir segja að menn sem horfi mikið á klám hafi skrýtnar hugmyndir um útlit kvenna og framkomu þegar kynlíf er annars vegar. Þessir menn eigi því í erfiðleikum með langtíma­ sambönd því þeim finnist þeir sjaldan fá kynlífslöngunum sínum fullnægt með „venjulegum“ konum. Netið hefur reynst gósenland fyrir klámnotendur. Flestir sem fara á Netið í þeim tilgangi að skoða klám segja að um sak­ lausa, erótíska skemmtun sé að ræða. Kynlífs­ eða klámfíklar eru í miklum minnihluta en spurningin er ekki sú hvort klám geti orðið að fíkn heldur hvort forvitni og leit manna að erótískri örvun með aðstoð kláms geti verið óæskileg. Rannsókn á vegum Texas Christian University leiddi í ljós að tengsl eru milli þess hversu mikið klám karlmenn horfa á og hvernig þeir tala um konur. Karlmenn sem nota mikið klám eru líklegri til að tala um konur eins og hluti, nota niðurlægjandi og ruddaleg orð til að lýsa þeim og tala um þær sem samsetningu líkamshluta fremur en persónur, þ.e. þeir tala um rassinn, lærin og brjóstin á konum fremur en manneskjuna sem heild. Klám ekki betra en framhjáhald Smátt og smátt leiðir þetta til þess að klámnotandinn getur ekki lengur fundið fyrir eðlilegri, kynferðislegri örvun í návígi við konur. Kynlíf þeirra verður ein­ göngu bundið við sjálfsfróun fyrir framan tölvuna í einhverju skúmaskoti heimilisins á síð­ kvöldum. Þegar þannig er komið fyrir mönnum telst klámnotkunin fíkn og það getur verið ákaflega erfitt að snúa við blaðinu. Til eru sérfræðingar sem segja ekkert athugavert við að pör noti klám sér til ánægju í kynlífi. Gallinn á þeirri hugmynd er hins vegar sá að konur hafa almennt mun minni áhuga á klámi en karlar og það klám sem konur geta hugsað sér að horfa eða er það illskársta að þeirra mati er ekki nægilega krassandi til að æsa karlmenn. Engu að síður hafa kynlífsráðgjafar ráðlagt fólki sem á við ýmis vandamál að stríða í kynlífi að nota klám til að örva og endurnýja neistann í Texti: Steingerður Steinarsdóttir 2

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.