19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 31
1 www.alcoa.is ÍS L E N S K A S IA .I S A L C 3 40 36 0 6. 20 07 Samhentur hópur karla og kvenna Álver Alcoa Fjarðaáls á að vera góður vinnustaður fyrir konur sem karla. Markmiðið er að kynjahlutfall í fyrirtækinu verði sem jafnast og aldursdreifing góð. Af 320 einstaklingum, sem hafa nú verið ráðnir til Fjarðaáls, eru 34% konur og við viljum gera betur en það. Við hvetjum því sérstaklega konur til að sækja um störf hjá okkur. Hægt er að sækja um störf hjá Alcoa Fjarðaáli á capacent.is (áður IMG-Mannafl). Nánari upplýsingar fást á www.alcoa.is og hjá Sigurlaugu Þorsteinsdóttur (sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is) og Guðlaugi Arnarsyni (gudlaugur.arnarson@capacent.is) hjá Capacent í síma 540 1000. Fjölbreytt og örugg störf Álver Alcoa Fjarðaáls er hannað með það í huga að öll störf henti konum ekki síður en körlum. Okkur vantar fleiri starfsmenn í álframleiðslu og málmvinnslu. Tæknivæðing auðveldar vinnuna og verkefni hvers starfsmanns verða fjölbreytt og krefjast ekki mikilla líkamsburða eða endurtekinna hreyfinga. Þjálfun og starfsþróun Til framleiðslustarfsmanna eru ekki gerðar ákveðnar kröfur um menntun eða kunnáttu. Í boði verður fjölbreytt fræðsla sem á að nýtast bæði innan og utan fyrirtækisins. Mikið er lagt upp úr starfsþróun og símenntun. Góð launakjör Launakjörin eru góð og kynbundinn launamunur útilokaður. Laun eru greidd samkvæmt vinnustaðar- samningi Alcoa Fjarðaáls og Afls – Starfsgreinafélags Austurlands. Samninginn er hægt er að nálgast á alcoa.is. Framleiðslustarfsmenn vinna ýmist á vöktum eða í dagvinnu og hlutastörf koma einnig til greina. Jafnrétti og velferð Fjarðaál styður öflugt og fjölskylduvænt samfélag. Þess vegna viljum við að kynjahlutfall í álverinu verði sem jafnast og aldursdreifing góð. Starfsmenn fá líkamsræktarstyrk og hafa aðgang að öflugri velferðarþjónustu. Síðustu framleiðslustörfin í boði Álver fyrir konur

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.