19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 24
2
Sigríður Lillý Baldursdóttir var
formaður Kvenréttindafélagsins
árið 1997. Hún er menntaður
eðlisfræðingur og starfar nú sem
framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Tryggingastofnunar ríkisins og er
staðgengill forstjóra.
Hverja telur þú vera helstu
ávinninga jafnréttisbaráttunnar
síðustu árin?
„Nú að loknum alþingiskosning
um hlýt ég að lýsa yfir vonbrigð
um mínum með hlut kvenna á
Alþingi en konum fækkar nú
aðrar þingkosningarnar í röð í
hópi kjörinna þingmanna. Þannig
að ekki miðar okkur vel þar, því
miður. En ég bind miklar vonir við
þá kvenskörunga sem valdar
voru á þing, hvar í flokki sem þeir
standa. Konur eru tæpur þriðj
ungur þingmanna en ég á von á
því að þær muni skila starfi sem
jafna má til framlegðar minnst
helmings þingheims. Þarna
sjáum við ávinning jafnréttis
baráttu undanfarinna ára og
áratuga. Aldrei fyrr hafa konur
verið jafn menntaðar og reyndar í
stjórnunarstörfum á Íslandi. Þess
njótum við nú í góðum mæli hjá
nýkjörnum alþingiskonum.
Sjálfstæður og aukinn réttur
foreldra til fæðingarorlofs er mér
einnig ofarlega í huga. Hann
hefur þegar breytt viðhorfum til
föður og móðurhlutverkanna
sem er afar mikilvægt. Því miður
hefur ekki tekist að útrýma kyn
bundnum launamun eða kyn
ferðislegu ofbeldi sem hvort
Sigríður Lillý Baldursdóttir
Breyta verður aðgengi að
peningum og völdum
tveggja eru birtingarháttur
virðingarleysis gagnvart konum
og alvarleg mannréttindabrot.
Það hlýtur að verða stóra verkefni
kvenréttindakvenna næstu
misserin, hvar sem þær nú standa,
að koma því fyrir kattarnef.
Þá verð ég einnig að nefna
kynjafræðirannsóknirnar sem
hafa dafnað undanfarin ár í
höndum mikilvirkra kvenna. Það
er bjargföst trú mín að þessar
rannsóknir muni reynast okkur
eitthvert mikilvægasta veganestið
í jafnréttis og kvenfrelsisbarátt
unni á næstu árum.“
Hvert stefnum við?
„Við hljótum að stefna rakleiðis
að réttlátu samfélagi þar sem við
getum öll notið krafta okkar í
„Veröld sem við viljum“ afkom
endum okkar, stelpum sem
strákum til handa. Annað er ekki
inni í myndinni. Því miður sýnist
mér að þetta kunni að taka svo
lítinn tíma og ýmislegt bendir til
þess að nokkuð miði af leið um
stundarsakir. Þegar ég fylgist með
fjölmiðlum hef ég það t.d. á
tilfinningunni að konum fækki
fremur en hitt í hópi þeirra sem
sýna afgerandi eða uppbyggj
andi framgöngu í samfélaginu.
Þær eru sjaldséðar nema á
síðunum þar sem fjallað er um
„fólk í fréttum“. Myndir frá undir
skriftum og samningagerðum
sem varða miklar framkvæmdir
og þá um leið afkomu fjölda
fólks, prýða alla jafna gamaldags
– en ekki þó svo gamlir – jakka
fataklæddir karlar. Hópmyndir af
konum í umönnunarstéttum er
undantekning en þá er nú yfirleitt
ekki verið að tala um fjárfrekar
aðgerðir eða úrræði; miklu frekar
fjár og mannaflaskort.
Verkefnaval kynjanna er enn
nokkuð hefðbundið og flæði fjár
munanna er svipað og það hefur
verið um aldir. Það er ekki
straumþungt flæðið um hendur
kvennanna. Þessu þarf að breyta
því peningar eru mikilvægt
hreyfiafl samtímans. Tvennt þarf
að gera: Brjóta enn frekar upp
hefðbundið kynjamynstur vinnu
markaðarins og breyta verður
aðgengi að peningum og valdi.
Ég hef lagt það til áður og geri
það enn að konum verði raðað í
stjórnir lífeyrissjóðanna. Atvinnu
þátttaka kvenna er hvergi meiri
en hér á landi þar sem þær eru
nánast helmingur vinnuaflsins.
Það er því einskær réttlætiskrafa
að konur skipi stjórnir lífeyris
sjóðanna til jafns við karla. Það
eru okkar peningar sem um er að
ræða og því okkar að velja fjár
festingarkostina.“
Hvaða kona hefur, að þínu mati,
haft mest áhrif á kvenréttinda-
baráttu íslenskra kvenna?
„Í kvenréttindabaráttu sem og
annarri réttindabaráttu þarf
ísbrjóta, þ.e. sterka einstaklinga
sem láta mótbyr ekki buga sig.
Viðtal: Hrund Hauksdóttir
Sjálfstæður og aukinn réttur foreldra til fæðingarorlofs er mér
einnig ofarlega í huga. Hann hefur þegar breytt viðhorfum til
föður- og móðurhlutverkanna sem er afar mikilvægt.
Við hljótum að stefna rakleiðis að réttlátu samfélagi þar sem
við getum öll notið krafta okkar í „Veröld sem við viljum“
afkomendum okkar, stelpum sem strákum til handa.
Mótbyr er nefnilega eðlilegur
þáttur í réttindabaráttu því ef ekki
blæs á móti þá er að öllum
líkindum ekki verið að breyta
grunngildum. En lítils má sín
konan einsömul! – Á bak við
þessar konur, kvenfrelsishetjurn
ar, þarf að vera þéttur hópur sem
er tilbúinn að leggja ýmislegt á
sig og skynjar mikilvægi sam
stöðunnar þótt áherslur geti verið
ólíkar í hita leiksins. Við eigum
margar kvenfrelsishetjur, frum
kvöðla sem hafa sýnt ótrúlegt
úthald í baráttunni. Ég get
ómögulega gert upp á milli þeirra
því hver um sig hefur staðið á
öxlum þeirra sem gengnar voru.
Þetta hefur verið órofin keðja
atburða. En það er ekki síður
fjöldasamstaða kvenna sem skipt
hefur sköpum í kvennabarátt
unni. Ég vil gefa henni mitt
atkvæði hér!“