19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 32
Klæðnaður mannanna sveiflast ekki eingöngu eftir veðráttu og hráefnum sem fáanleg eru í um- hverfinu á hverjum stað heldur einnig eftir duttlungum tískunnar. Hingað til hafa karlar og konur verið iðin við að elta kenjar tískunnar í stað þess að velja fatnað eftir aðstæðum, þægind- um og veðurfari. Með jafnréttisbaráttu undan­ farinna alda hefur náðst ákveðið frelsi í klæðaburði. Við ráðum því að mestu hvort við erum í buxum, pilsum eða kjólum. Hvernig flíkurnar eru, víðar, þröngar, úr gerviefnum eða ekta. En það er alltof algengt að konur velja að klæða sig eftir ákveðnum tísku­ straumum fremur en eftir því hvað þeim finnst þægilegast og líður best í. Öldum saman voru pils eini leyfilegi klæðnaður kvenna. En það hefur ekki verið auðvelt að vinna erfiðisvinnu í síðum pilsum. Í vetrarkuldum á norðurslóðum urðu þau að vera þykk og úr einangrandi ullarefnum sem þýddi að þegar þau blotnuðu voru þau svo þung að konum hefur verið erfiðara um vik í vot­ viðrum og bleytu. Við vinnu þurftu konur að stytta sig eins og það var kallað en það var að binda upp pilsin svo hægara væri að hreyfa sig. Þær þurftu pils­ anna vegna að sitja í söðli og það má ímynda sér álagið sem hefur fylgt því að sitja svo illa á hestin­ um um langan veg, allur undinn Klæðum af okkur kúgunina og snúinn. Kannski hefur þetta jafnvel haft einhver áhrif á ákvörð­ un kvenna um að taka sér lengri eða skemmri ferð á hendur. Vissulega hefðu konur á fyrri öldum viljað eiga val um að klæðast buxum fremur en síðum og þungum ullarpilsum við vinnu sína. Ef þær tóku sér eitthvað jafn óvenjulegt fyrir hendur og að fara í róðra, urðu þær að sækja um leyfi til sýslumanns til að fá að klæðast buxum. Þuríður formað­ ur fékk sérstakt leyfi frá sýslu­ manni í byrjun átjándu aldar til að klæðast karlmannsfötum því án þess gat hún ekki stundað sjóinn. Það var ekkert sjálfgefið að slíkt leyfi fengist. Krínólínur og hvalskíðalífstykki Hversu áhrifamiklir erlendir tískustraumar hafa verið hér á landi á öldum áður skal ekki sagt um. Vitað er þó að yfirstétta­ konur áttu krínólínur og skrýdd­ ust þeim í fínum veislum. Krínólínur voru undirpils sem strengd voru á hvalskíði þannig að pilsin héldust hólkvíð. Það var sérstök kúnst að setjast niður í þessum pilsum og konur í krínólínum kusu því oft að standa tímunum saman með tilheyrandi álagi á fæturna. Um svipað leyti voru lífstykki í tísku og þau voru einnig spennt með hvalskíðum og reyrð svo fast að konan mátti vart anda. Við langvarandi notkun lífsstykkja þrýstast líffærin upp á við og mittið verður örgrannt. Varla getur það verið hollt fyrir líkam­ ann, enda var yfirstéttarkonum hætt við yfirliðum og iðulega þurfti að losa um lífstykkin til að gera þeim kleift að anda og bera ilmsölt að vitum þeirra eftir að óminnið hafði svifið á þær. Þessi tíska hvarf fljótt úr sögunni en magabeltin sem voru þétt teygju­ belti, leifar lífstykkjanna, lifðu fram á tuttugustu öldina eða þar til að Coco Chanel útrýmdi þeim og innleiddi síðbuxurnar. Konur hafa því klæðst alls­ konar tískufatnaði sem hefur heft hreyfingar þeirra, verið óhollur fyrir líkamann, jafnvel skaðlegur og valdið þeim alls konar erfið­ leikum. En skyldi það hafa breyst í dag? Kvenfatnaður er gjarnan hann­ aður til þess að sýna „kvenlegar línur“ og jafnvel að sýna full­ mikið af líkama kvennanna. Fatnaður sem sniðinn er þröngt að líkamanum getur verið mjög mótandi á fram­ komu og líðan kvenna sem honum klæðist. Þegar kona fer t.d. í þröngt pils og þrönga blússu, þá hefur það áhrif á göngulag og hún verður öll heftari og settlegri í framgöngu og ­komu, þ.e. „kvenlegri“ sem svo er kallað. Einnig er blússan heftandi þar sem konan verður að hafa sig alla við að sitja þráðbein og vera ekki með „stórar“ hreyfingar, heldur litlar og nettar, því annars kippist blússan upp. Hún er þrengri um mittið og þegar konan slakar aðeins á og situr ekki eins þráðbein – eða teygir sig „óhóflega“, notar stórar hreyfingar þá kippist mittið á blússunni upp á brjóst­kassann, sem alla jafna er breiðari og meiri um sig en mittið. Þegar konur klæðast slíkum fatnaði verða þær gjarnan meðvitaðri um vöxt sinn og holdafar og að aðrir taki eftir þessum atriðum því þær eru minntar látlaust á þau sjálfar með klæðnaðinum sem þrengir að. Má segja að konur í dag séu í raun ekki mikið frjálsari en for­ mæður þeirra þegar kemur að klæðaburði. Jú, við höfum meira frelsi og val, en kunnum ekki alltaf með það að fara. Við erum of viljugar að láta móta okkur og setja á bása útlitsdýrkunar sem Texti: Svanhildur Steinarsdóttir Konur telja sig oft þurfa að ganga í háhæluðum, þröngum og skjóllitlum skóm til þess eins að teljast frambærilegar konur, þrátt fyrir að þægindin séu ekki sett í fyrirrúm við hönnun þeirra. Þær þurftu pilsanna vegna að sitja í söðli og það má ímynda sér álagið sem hefur fylgt því að sitja svo illa á hestinum um langan veg, allur undinn og snúinn. 2

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.