19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 9
færir í sínu fagi en á vantar þó ef
þeir hafa ekki viðhorfin á hreinu.
Það má því segja að með víð
tækum undirbúningi kennara á
þessu sviði væri hægt að hafa
mótandi áhrif á viðhorf komandi
kynslóða til jafnréttismála og
stöðu kynjanna. Gera þarf
kennara hæfari til að nota tæki
færi sem gefast til umræðu um
málefni tengd kynjunum út frá
sjónarmiðum jafnréttis. Þessu má
ná með því að flétta kynjafræði í
nám kennara og búa til ímyndað
ar aðstæður sem byggja á raun
veruleikanum og kenna þeim að
bregðast við þeim. Kennarar hafa
ekki nægan undirbúning til þessa
í dag, en nú er tækifærið að
breyta því.
Unnið er nú að sameiningu
Háskóla Íslands og Kennara
háskóla Íslands og hún mun eiga
sér stað 1. júlí 2008 ef allt gengur
eftir. Kennaranámið verður þá
lengt í fimm ár. Hagsmunasam
tök sem munu koma að vinnu við
mótun og áherslur námsins ættu
að huga að undirbúningi kennara
á grunn og leikskólastigi fyrir
uppákomur í starfinu sem lúta að
kynjunum. Kynjafræði þarf að
gera að skyldufagi í kennaranámi
og gera því hátt undir höfði.
Stefnum á að vera fremst meðal
jafningja í alþjóðasamfélaginu í
þessum efnum.
Atvik 1:
Í tölvutíma hjá 12 ára nemendum
komust tveir drengir inn á síður
sem sýndu fáklætt kvenfólk í
klámfengnum stellingum. Ein
stúlkan í bekknum kvartaði yfir
þessu við kennarann. Þetta var
kvenkyns kennari að kenna sinn
fyrsta vetur eftir útskrift. Kennar
inn hastaði á stúlkuna og sagði:
„Passaðu bara rassinn á sjálfri
þér.“ Hún brást ekki við athæfi
drengjanna í tímanum heldur
sagðist hún hafa talað við
drengina eftir tímann og sagt
þeim að þetta mættu þeir ekki
gera í tíma. Hún hefði ekki viljað
niðurlægja þá fyrir framan bekk
inn með því að fjalla um þetta
atvik að bekkjarfélögunum við
stöddum. Þessi viðbrögð kenn
arans sýna ótrúlega meðvirkni
með karlasamfélaginu. Ekki mátti
setja ofan í við piltana opinber
lega en skamma mátti stúlkuna
sem kvartaði og fannst hún niður
lægð af athæfi drengjanna og
viðbrögðum kennarans.
Atvik 2:
Kvenkennari sem var að kenna
sinn fyrsta vetur eftir útskrift lét
eftirfarandi alhæfingu út úr sér í
kennslustund í 12 ára bekk: „Við
konur gerum nú alltaf svo mikið
úr öllu. T.d. þegar karlinn okkar
er kannski að tala við aðra konu,
þá verðum við alveg brjálaðar.“
Hvers konar kennsluefni er þetta?
Drengirnir í bekknum gripu þetta
á lofti og sögðu: „Einmitt, alveg
dæmigert fyrir konur.“ Hver var
reynsla þessara 12 ára drengja af
samböndum og viðbrögðum
kvenna við því að karlar þeirra
tala við aðrar konur sem gerði
það að verkum að þeir gátu tekið
undir?
Atvik :
Eftir fráfall Önnu Nicole Smith
vildu drengir í 8. bekk grunn
skóla nokkurs heiðra minningu
hennar með einhverjum hætti.
Karlkennari þeirra tók undir með
þeim og setti mynd af henni upp
á tölvuskjáinn sinn sem hann
snéri fram í bekkinn. Einn nem
andinn hvatti til einnar mínútu
þagnar til að sýna þessari látnu
heiðurskonu virðingu. Flestir
nemendur bekkjarins þögðu í
eina mínútu. Strákar í bekknum
ræddu um Önnu og töluðu um
hvað hún hefði verið falleg, sexí
og mikilvæg. Kennarinn tók þátt í
umræðunum. Kona þessi hafði
ekkert unnið sér til frægðar
annað en að vera kynlífshjálpar
tæki fyrir karlmenn og gert út á
það allt sitt líf. Af hverju var verið
að fjalla um hana?
9