19. júní


19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.2007, Blaðsíða 26
Hólmfríður Sveinsdóttir varð formaður Kvenréttindafélagsins árið 2000. Hún starfar nú sem þróunarstjóri hjá Borgarbyggð og er jafnframt starfsmaður atvinnu- og markaðsnefndar. Hún er stjórnsýslufræðingur að mennt og hefur séð um endurskipulagn- ingu stjórnsýslunnar hjá sveitar- félaginu. Þrátt fyrir annasamt starf hefur hún ekki alveg sagt skilið við félagsmálin því hún er formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar. Hvaða málefni voru helst til umræðu þegar þú varst for- maður Kvenréttindafélagsins? „Þau voru ótal mörg. Einn af kostum þess að starfa með Kven­ réttindafélaginu er hversu marg­ breytileg viðfangsefnin eru, þó svo þau hafi öll það að markmiði að jafna stöðu kynjanna. Aukinn hlutur kvenna í stjórnmálum var ofarlega á blaði. Við áttum t.d. fulltrúa í þverpólitískri nefnd félagsmálaráðherra sem starfaði á árunum 1998­2003 og hafði það að markmiði að fjölga konum í stjórnmálum. Með samstilltu átaki tókst okkur það, sérstak­ lega í Alþingiskosningunum 1999. Því miður hefur það sýnt sig að við höfum ekki enn náð því marki að við getum leyft okkur að slaka á hvað þetta varðar.“ Þegar litið er til baka yfir einnar og hálfrar aldar jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna hvaða sigrar finnst þér hafa verið mikilvægastir? „Á þessum langa tíma hafa jafn­ réttissinnar háð ýmsar orrustur og haft betur í mörgum þeirra. Stríðið er þó ekki unnið. En það hefur verið hægt að gleðjast yfir Hólmfríður Sveinsdóttir Konum þarf að fjölga í æðstu stöðum mörgum sigrum, stórum og smáum. Einn af þeim stóru tel ég vera núgildandi fæðingarorlofslög. Kosningarétturinn og kjörgengis­ réttur á sínum tíma var líka afar mikilvægur. Margt annað smærra má til taka, svo sem eins og ,,jafnréttiskennitalan”. Hún var birt nýverið og þar kemur m.a. í ljós að konur skipa 8% stjórnar­ sæta í fyrirtækjum og eru 14% æðstu stjórnenda þeirra. Þessar sláandi kennitölur geta að mínu mati verið gott tæki í jafnréttis­ baráttunni.“ Hvaða málum finnst þér brýnast að taka á í dag? „Því miður stöndum við enn frammi fyrir brýnum úrlausnar­ efnum, þrátt fyrir að lagalegu jafnrétti sé náð hér á Íslandi. Ber þar fyrst að nefna launamuninn og kynbundið ofbeldi. En það eru líka mörg önnur mál sem ég vil sjá leiðréttingu á. Það þarf t.d. að gera átak til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og æðstu stjórnendastöðum svo dæmi séu tekin. Þá þurfum við enn að vera mun betur á verði hvað fjölda kvenna í stjórnmálum varðar. Það á sérstaklega við um lands­ byggðina. Í Norðvestur kjördæmi, þar sem ég bý, er t.d. engin kona á þingi. Það sér það hver sem er að það getur engan veginn talist þverskurður íbúanna þar. Að mínu mati er þetta hreinlega hættulegt lýðræðinu þegar svo mikið hallar á annað kynið. Svo finnst mér að skoða eigi kosti þess að flytja jafnréttismál­ in úr félagsmálaráðuneytinu í for­ sætisráðuneytið. Ekki það að ég treysti ekki félagsmálaráðherra fyrir málaflokknum heldur tel ég að með því að setja jafnréttis­ málin í forsætisráðuneytið þá eru þau sett efst í skipuritið og þar með yrði auðveldara að sam­ þætta þau við alla málaflokka.“ Hvert er að þínu mati hlutverk Kvenréttindafélagsins? „Ég held að það dyljist engum að starfsemi Kvenréttindafélagsins hefur verið órjúfanlegur hluti af jafnréttisbaráttu Íslendinga frá stofnun félagsins. Gríðarlega margt hefur áunnist á þeim 100 árum frá því að félagið var stofnað og í dag er staðan sú að karlar og konur er jöfn gagnvart lögum. Að mínu mati er það stór þáttur í starfsemi KRFÍ í dag að vera einhvers konar „jafnréttis­ lögga“. Horfa á allt með „jafn­ réttisgleraugum“, vekja athygli á því sem betur má fara og líka því sem vel er gert. Launamunurinn, kynbundið ofbeldi, aukinn hlutur kvenna í stjórnendastöðum, í pólitík og víðar eru dæmi um það sem ég tel að Kvenréttindafélagið eigi að beita sér fyrir. Þá má ekki gleyma því hlutverki að halda sér stöðugt í umræðunni, að vera sýnilegt og vekja með því athygli á jafnréttismálum.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Ég er og hef alltaf verið bjartsýn á það sem framtíðin ber í skauti sér. Við erum nýbúin að fá nýja ríkisstjórn sem ég tel að eigi eftir að standa sig vel í jafnréttismál­ um. Í stefnuyfirlýsingu stjórnar­ innar er mikil áhersla á kvenfrelsi og jafnrétti og það verður meðal annars hlutverk KRFÍ að fylgjast með að þeirri stefnu verði fram­ fylgt. Ég vara hins vegar við að það verði slakað á í baráttunni. Við þurfum alltaf að vera á tánum. Eins og ég sagði áðan þá höfum við unnið margar orrustur en stríðið varir enn. Framtíðarsýn mín í jafnréttismálum er sú að jafnrétti allra sé svo sjálfsagt að það þurfi ekki að huga sérstak­ lega að því. Þegar það verður þá er ekki lengur þörf fyrir Kven­ réttindafélagið. Það er vitaskuld óskastaðan.“ Viðtal: Steingerður Steinarsdóttir Það þarf t.d. að gera átak til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og æðstu stjórnendastöðum svo dæmi séu tekin. Þá þurfum við enn að vera mun betur á verði hvað fjölda kvenna í stjórnmálum varðar. Ég vara hins vegar við að það verði slakað á í baráttunni. Við þurfum alltaf að vera á tánum. Eins og ég sagði áðan þá höfum við unnið margar orrustur en stríðið varir enn. 2

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.