Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 2

Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 2
Kirkjuþing hinnar íslenzku þjóðkirkju, hið 8. í röðinni, var háð í Reykjavík dagana 22. október til 3. nóvember 1972. Það hófst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 22. október kl. 17. Sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup og kirkjuráðsmaður, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni var þingið sett. 1 setningarræðu sinni minntist biskup tveggja látinna kirkju- þingsmanna, Steingríms Benediktssonar, fyrrv. skólastjóra, er lézt 23. nóvember 1971, sjötugur að aldri, og Páls Pálssonar, bónda, Þúfum, er lézt 8. september þ.á. 8l árs að aldri. Steingrímur Benediktsson var kosinn á Kirkjuþing fyrir 2.kjördæmi 1958, endurkosinn 1964 og sat út það kjörtímabil eða til ársins 1970. Páll Pálsson var varamaður á Kirkjuþingi fyrir 3•kjördæmi, kosinn 1964 og sat þingið 1966. Þá minntist biskup tveggja kirkjuráðsmanna, er látizt hafa síðan Kirkjuþing kom saman síðast, þeirra Páls læknis Kolka og Vilhjálms Þórs, fyrrv. ráðherra. Páll V.G. Kolka andaðist 19- júlí 1971, 76 ára að aldri. Hann var kosinn varamaður í kirkjuráð 1938 og tók árið eftir sæti Gísla Sveinssonar, þegar hann féll frá. Páll var kosinn aðalmaður í kirkjuráð 1964 en baðst undan endurkjöri 1970. Vilhjálmur Þór lézt 12. júlí þ.á., 73 ára að aldri. Hann var kosinn í kirkjuráð 1948 og sat þar eitt kjörtímabil. Þingmenn heiðruðu minningu þessara mætu manna með því að rísa úr sætum. Viðstödd þingsetninguna voru hr. ólafur jóhannesson, forsætis- og kirkjumálaráðherra, og frú hans, Dóra Guðbjartsdóttir. Biskup ávarpaði þau og bauð ráðherrann sérstaklega velkominn á Kirkjuþing. Á þessum fyrsta fundi var kosin kjörbréfanefnd. Kosnir voru: Sr. Bjarni Sigurðsson, sr. Sigurður Kristjánsson, Þórður Tómasson, Ástráður Sigursteindórsson, sr. Pétur Ingjaldsson. Formaður nefndarinnar var kjörinn sr. Bjarni Sigurðsson. Hún hafði til úrskurðar eitt kjörbréf, Þorkels Ellertssonar, skólastjóra, Eiðum, þingmanns 6. kjördænis af leikmanna hálfu, en á síðasta þingi hafði 1. varaþingmaður kjördæmisins frú Margrét Gísladóttir, skipað sæti hans sakir forfalla. Þingmaður 5- kjördæmis af leikmanna hálfu, Sigurjón jóhannes- son, skólastjóri, Húsavík, gat ekki komið til þings vegna anna. Báðir varamenn hans voru einnig forfallaðir og hafði því þetta kjördsani engan leikmannafulltrúa að þessu sinni.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.