Gerðir kirkjuþings - 1972, Side 13
1972
,8. Kirkjuþing
4. mál
Frumvarp
um breyting á lögum nr. 26, l6> nóv. 1907
um skipun sóknarnefnda og héraðsnefnda.
Endurflutt.
Frsm. biskup.
2.gr. 3* málsl. orðist svo:
Sóknarprestur og safnaðarfulltrúi skulu starfa með
sóknarnefnd og sitja fundi hennar. Fundur er lögmætur,
ef 2/3 sóknarnefndarmanna sitja hann, enda hafi hann
verið boðaður með nægilegum fyrirvara. Sóknarnefnd kýs
sér oddvita úr sínum hópi og skiptir að öðru leyti með
sér verkxim. Oddviti boðar fundi og stýrir þeim.
4. gr.Sóknarnefndarmenn eru 3 í sóknum, sem faarri hafa sóknarmenn
en 500, ella 5i unz tala sóknarmanna er 1000 eða fleiri,
þá skal kjósa tvo menn í viðbót í sóknarnefnd fyrir hver
full tvö þúsund sóknarmanna sem við bætast.
Þó skulu aldrei fleiri í sóknarnefnd en 11 alls.
Kjósa skal jafnmarga varamenn.
6.gr.Kosningin gildir fyrir 6 ár. A fyrsta aðalsafnaðarfundi
eftir að lög þessi öðlast gildi, skal kjósa sóknarnefndir
eftir þeim í Öllum sóknum. Að 3 árum liðnum skal minni
hluti kjörinna nefndarmanna, svo og varamanna, ganga úr
nefndinni samkvæmt hlutkesti, en hinn hlutinn að 6 árum
liðnum. Samkvæmt þessu fara síðan ávallt hinar tvær deildir
nefndarmanna frá þriðja hvert ár á víxl.
Þetta frumvarp hafði Kirkjuþing 1964 afgreitt frá sér,
en ekki hefur það verið flutt á Alþingi. Þess vegna
þótti rétt að leita álits Kirkjuþings á því að nýju.
Löggjafarnefnd, sem fékk málið til meðferðar, varð
sammala um að leggja til við þingið eftirtaldar breyt-
ingar og voru þær samþykktar samhljóða og frumvarpið
þar með afgreitt í þessari mynd (frsm. nefndarinnar
var Asgeir Magnússon):
Frh.