Gerðir kirkjuþings - 1972, Side 39

Gerðir kirkjuþings - 1972, Side 39
1972 8« Kirkjuþing 26. mál T i 1 1 a g a til þingsályktunar um útgáfu blaðs o.fl« Flutn.m. sri Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup* Kirkjuþing leggur til, að kannaðir verði möguleikar á útgáfu blaðs á vegum kirkjunnar. Minnir þingið á samþykkt Prestastefnu Islands 1969 um þetta efni og sjóðsstofnun til styrktar slíkri útgáfui Þá telur þingið æskilegt, að gefin verði út árbók kirkjunnar með yfirliti um störf hennar, upplýsingum, skýrsliim og öðru því efni, sem kirkjuna varðar og einstakar stofnanir hennar frá ári til árs* Felur Kirkjuþing biskupi og kirkjuráði að annast athugun og framkvæmd máls þessa. Vísað til allsherjarnefndar (frsm. sr. Jóhann Hannesson). Nefndin mælti með tillögunni í eftirfarandi mynd, og var hún afgreidd þannig, að samþykktri breytingartillögu frá biskupi um, að á eftir orðunum "vettvang árbókar" kæni: "ef um það semst" Kirkjuþing leggur til, að kannaðir verði möguleikar á útgáfu blaðs á vegiim kirkjunnar. Minnir þingið á samþykkt Prestastefnu Islands 1969 um þetta efni og sjóðsstofnun til styrktar slíkri útgáfu. Þá telur þingið æskilegt, að gefin verði út árbók kirkj- unnar með yfirliti um störf hennar, upplýsingum, skýrslum og öðru því efni, sem kirkjuna varðar og einstakar stofnanir hennar frá ári til árs. Bendir þingið á Kirkjuritið sem heppilegan vettvang árbókar, ef um það semst. Kirkjuþing felur biskupi og kirkjuráði að annast athugun og framkvæmd þessa máls í samvinnu við Presta- félag íslands og aðra aðila, sem til greina kynnu að koma.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.