Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 10
1972
8. Kirk.juþing
3. mál
Frh.
Þar eð vaxandi óánægju gætir með prestskosningar í
núverandi mynd og einnig með það tómlæti, sem Alþingi
hefur sýnt þessu máli, þótti kirkjuráði rétt að flytja
það enn á Kirkjuþingi til þess að kanna að nýju viðhorf
þingsins og koma til móts við ítrekaðar- óskir um að hélda
málinu vakandi. Ákvað kirkjuráð að flytja frumvarpið
óbreytt, eins og Kirkjuþing hafði áður gengið frá því.
Löggjafarnefnd flkk málið til meðferðar.
Nefndin var skipt í afstöðu sinni. Meiri hlutinn,
Ástráður Sigursteindórsson, sr. Eiríkur J. Eiríksson,
sr. Sigurður Guðmundsson, Gunnlaugur Finnsson og Ásgeir
Magnússon, lagði fram svofellda ályktun til samþykktar
Kirkjuþings. Framsögum. var Ástráður Sigursteindórsson:
Kirkjuþing 1972 telur brýna nauðsyn bera til að afnema
prestskosningar í þeirri mynd, sem þær nú eru. Þingið
lýsir því stuðningi við Frumvarp um veitingu prestakalla,
sem samþykkt hefur verið á tveim Kirkjuþingum og endur-
flutt á þessu þingi.
Telur þingið ákvæði þess mikla framför frá því, sem nú er.
Kirkjuþing felur því kirkjuráði að láta einskis ófreistað
til að fylgja fruravarpinu eftir við Alþingi með eftir-
töldum breytingum.
(Breytinganna getið síðar).
Þessi ályktun var samþykkt með 12 atkvæðum, mótatkvæði
var 1 en 2 sátu hjá.
Þar með var fallið nefndarálit minnihlutans, þeirra
sr. Bjarna Sigurðssonar og sr. Gunnars Árnasonar. Sr.
Bjarni Sigurðsson hafði framsögu fyrir þeirra hönd, en
álit þeirra var þetta:
Tillaga um breytingu á lögum nr.32,3.nóv. 1913:
a) Fyrri hluti fyrri málsliðar l.gr. laganna orðist svo:
Þegar prestalcall losnar og prestur er eigi kallaður
til embættisins,sbr. 22.gr., auglýsir biskup það með
hæfilegum umsóknarfresti ......
b) Aftan við 21.gr. komi ný grein, 22.gr., svohljóðandi:
Safnaðarnefnd er skipuð sóknarnefndum og safnaðarfull-
trúum prestakalls, og stýrir prófastur fundum hennar
eða annar, sem biskup kveður til.
Heimilt er safnaðarnefnd að kalla prest.
Ef 3A safnaðarnefndarmanna eru einhuga um að kalla
tiltekinn prest eða guðfræðikandidat án umsóknar, gera
þeir prófasti viðvart um það í tæka tíð, en hann til-
kynnir ^biskupi, sem felur þá prófasti að boða safnaðar-
nefnd á fund innan viku, og er þá embættið eigi auglýst.
Samþykki 3/4 safnaðarnefndar að kalla tiltekinn mann
til embættisins, sem lögum samkvaant á rétt til prests-
embættis í þjóðkirkjunni, skal biskup birta köllunina
þeim presti eða kandidat, sem í hlut á. Taki hann köll-
un, skal veita honum embættið.
Frh.