Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 20

Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 20
1972 8. Kirkjuþing 8. mál T 1 1 1 a g a tll þingsályktunar um kirkjulega ráðstefnu. Flutn.m. sr. Gunnar Árnason. Kirkjuþingið 1972 felur kirkjuráði að efna til nokkurra daga opinnar ráðstefnu á næsta ári, annað hvort í sambandi við prestastefnuna, eða á öðrum hentugum tíma. Einkunnarorð ráðstefnunnar séu: Kirkjan og nútíðin. Fjallað verði um gildi kristinna siðgæðiskenninga varðandi uppeldi og menningu. Og kristna afstöðu til fóstureyðinga og fíknilyfjaneyzlu. Frummælendur séu fengnir jöfnum höndum úr hópi innlendra og erlendra andlegrarstéttarmanna, lækna, sálfræðinga og skólamanna. Hæfilegur tími verði ætlaður til umræðna og fyrirspurna, og skýrt ákveðið um meðferð ályktunartillagna. Vísað til allsherjarnefndar. Hún lagði til, að ályktunin vasri orðuð svo, og var það samþykkt: (Frsm. nefndarinnar var sr. Pétur 5. Ingjaldsson.) Breyt. till um orðalag kom frá Ástráði Sigursteindórssyni við 2. um ræðu og var hún samþykkt. Kirkjuþing 1972 felur kirkjuráði að kanna möguleika á því að efna til opinnar ráðstefnu á næsta ári annaðhvort í sambandi við prestastefnuna eða á öðrum hentugum tíma. Einkunnarorð ráðstefnunnar séu: "Kirkjan og samtíðin". Fjallað verði um gildi kristinna siðgæðiskenninga varðandi uppeldi og menningu og kristna afstöðu til fóstureyðinga og fíknilyfjaneyzlu. Frummælendur séu fengnir jöfnum höndum úr hópi innlendra og erlendra manna, skólamanna, sálfræðinga, lækna og guðfræðinga.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.