Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 16

Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 16
1972 8. Kirkjuþing 5« mál Frh. 6.gr. Tll fermingarfræðslu, spurninga, skal, auk Biblíu og sálmabóka% nota kver, sem hlotið hafa staðfestingu kirkjuráðs, enda byggi þau á fræðum Lúthers hinum minni. 7-gr. Spurningar skulu hefjast, þar sem því verður við komið, um leið og skólanám almennt hefst og spurningum hagað svo, að hvert barn fái að minnsta kosti J>0 - -40 fræðslustundir fyrir fermingu. Heimilt er presti að skipta fermingarfræðslu á 2 vetur. Ekki skulu fleiri spurningabörn í tíma en sem nemur tölu nemenda í bekkjardeild skóla. 8.gr. Fermingar skulu ekki fara fram fyrr en í aprílmánuði. Haust- fermingar fara fram í október. 9-gr. Prófastar fylgjast með fermingarfræðslunni í prófastsdæmum sínum. 10.gr. Fermingarathöfnin sjálf fer alls staðar fram, eins og helgi- siðabók þjóðkirkjunnar gjörir ráð fyrir. Frumvarp þetta var samið af milliþinganefnd (sbr. 1. og 6. mál) og hafði nefndin skilað því af sér í hendur kirkjuráðs, sem einnig hafði fjallað um það. Málinu var vísað til löggjafarnefndar og samþykkti hún að leggja frumvarpið fyrir þingið svo hljóðandi (frsm. nefndarinnar var sr. Sigurður Guðmundsson)j Frh.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.