Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 32

Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 32
1972 8. Kirkjuþing 20. mál T 1 1 1 a g a tll þingsályktunar um, hvernig kistur skull snúa við útfarir. Flutn.m. bislcup, sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, og sr. Eiríkur J. Eiríksson. Kirkjuþing vísar til þess, að bent hefur verið á það með biskupsbréfi, hvernig líkkistur skuli snúa við útfararathafnir í kirkjum. Var mælzt til þess í bréfinu, að sú regla um þetta, sem verið hefur í gildi um aldirnar og er enn órofin í flestum byggðum landsins, sé alls staðar virt og henni fylgt. Kirkjuþing ályktar að mæla svo fyrir, að allir sem sjá um útfarir, skuli hlíta þessum tilmælum, svo að tekið sé fyrir það misræni og rugling, sem komist hefur á í þessu efni. Vísað til allsherjarnefndar. (Frsm. sr. Trausti Pétursson). Nefndin lagði til, að ályktunin væri samþykkt með orðalagsbreytingu. Sr. Bjarni Sigurðsson flutti við 2.umræðu, svo hljóðandi breytingartillögu: Kirkjuþing vísar til biskupsbréfs dags. 5- desember 1960 um, hvernig með líkkistur skuli fara við yfirsöng í kirkjum. Er mælzt til þess í bréfinu, að sú regla um þetta, sem verið hefur í gildi um aldaraðir og er enn órofin í mörgum byggðum landsins, sé alls staðar virt og henni fylgt. Kirkjuþing vill árétta þessi tilmæli til presta, með- hjálpara og allra, sem sjá um útfarir, svo að tekið sé fyrir það misræmi, sem komizt hefur á í þessu efni. Breyt. till. féll með 5 : 7 atkv. Frh.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.