Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 7

Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 7
1972 8. Kirkjuþing 2. mál Frh. Kirkjuþingi er krunnugt um og það metur mikils viðleitni Guðfræðideildar Háskóla íslands til þess að semja guðfræði- námið að breyttum þjóðfélagsháttum. Vegna vaxandi þarfar á sérhæfðri þjónustu meðal safnaða landsins telur þingið mjög brýnt, að unnið sé áfram að frekari fjölbreytni í námi guð- fræðinga og stefnt sé að því, að þeir geti fengið aukna fræðslu í ýmsum greinum, sem lúta að sálgæzlu í nútímaþjóð- félagi. Skal í því sambandi nefna t.d. félagsráðgjöf, uppeldisfræði, sálarfræði og félagsfræði. Þingið telur æskilegt, að guðfræðingar fái slíka sérmenntun viðurkennda. Kirkjuþing ályktar, að nauðsynlegt sé, að af hálfu presta- stéttarinnar starfi nefnd, sem fylgist með prestsmenntun í nágrannalöndum og geri tillögur um prestsmenntun fyrir þjóð- kirkju íslands. Kirkjuþing vill benda á nauðsyn þess að opna nýjar leiðir til leiðbeiningar og kennslu leikmönnum, er vilja starfa í þjónustu kirkjunnar.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.