Gerðir kirkjuþings - 1972, Page 17

Gerðir kirkjuþings - 1972, Page 17
1972 8, Kirkjuþing 5« mál Markmið fermingarfræðslunnar er að vekja og glæða trúar- og siðgæðisvitund barnanna, laða þau til samfélags við Krist, svo að þau fái tileinkað sér þann frelsandi boðskap, sem felst í fagnaðarerindi hans, og taki virkan þátt í lífi og starfi kirkjunna: 2. gr. Börnin skulu kunna að minnsta kosti þessi grundvallaratriði undir fermingu: 1) Signinguna, 2) Paðirvorið, 3) Blessunarorðin, 4) Boðorðin 10 ásamt kærleiksboðorðinu mikla og gullvægu lífs- reglunni, 5) Trúarjátninguna, 6) Innsetningarorð skírnar- og altarissakramentisins. 3. gr. Börnin skulu að minnsta kosti kunna 30 valdar ritningargreinar og 10 til 15 sálma úr sálmabók kirkjunnar. 4. gr. Börnin skulu frædd rækilega um þessi atriði: 1) Biblíuna, 2) Líf og kenningu, dauða og upprisu Krists, 3) Sakramentin, 4) Bænina, 5) Kirkjuna og kirkjuárið, 6) Guðsþjónustuna, sálmabókina, Passíu- sálmana og bænabók, 7) Meginatriði trúar- og siðalærdóms hinnar evangelisk-lúthersku kirkju, 8) Kristniboð heima og erlendis, 9) Líknar- og þjónustustörf. 5. gr. Nánar skal kveðið á um framangreind atriði og annað, er til greina kemur, í námsskrá, er kirkjuráð setur í samræmi við ofangreindar meginreglur. Kveðið sé þar m.a. á um úrlausnarefni, er biskup gefi prestum árlega kost á að leggja fyrir spurningabörn, og fái hann niðurstöður þess um hendur prófasta. 6. gr. Yið fermingarfræðslu -spurningar- skal, auk Biblíu og sálmabókar, nota kver, sem hlotið hafa staðfestingu kirkjuráðs, enda miðist þau við Præði Lúthers hin minni. 7. gr. Spurningar skulu hefjast um leið og skólanám og þeim hagað svo, að hvert barn fái að minnsta kosti 30 fræðslustundir fyrir fermingu. Heimilt er presti að skipta fermingarfræðslu á tvo vetur. Ekki skulu fleiri spurningabörn í tíma en sem nemur tölu nemenda í bekkjardeild skóla. 8. gr. Vorfermingar skulu ekki fara fram fyrr en í aprílmánuði, nema leyfi prófasts komi til. Haustfermingar fara fram í októbermánuði. 9. gr. Prófastar fyigjast með fermingarfræðslunni í prófastsdæmum sínum og ski.la þeir biskupi árlega skýrslu þar um.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.