Gerðir kirkjuþings - 1972, Síða 11
1972
8. Kirkjuþing
3 ♦ mál
Frh.
Auk framangreindrar tillögu ályktar minni hlutinn, a5
stefna beri að því að sníða agnúa af gildandi lögum
um veitingu prestakalla umfram það, sem hér er gert,
sbr. m.a. tillögur, sem bornar hafa verið fram í
kirkjuráði.
Allar breytingatillögur meirihlutans voru samþykktar.
Einstakar greinar frumvarpsins voru samþykktar mót-
atkvæðalaust, nema 5- og 6.gr., þ.gr. var samþykkt
með 12 : 1, 6.gr. með 14 : 1.
Frumvarpið í heild var loks samþykkt með 14 : 1 atkv.
og fer það hér á eftir með áorðnum breytingum:
1. gr.
Þegar prestakall losnar og prestur er eigi kallaður til embættis-
ins (sbr. 6.gr.), auglýsir biskup kallið með hæfilegum umsóknar-
fresti.
2. gr.
Að liðnum umsóknarfresti sendir biskup prófasti hlutaðeigandi
prófastsdCTiis, sé hann eigi umsækjandi, svo og sóknarnefndum
prestakallsins, skrá yfir þá, er sótt hafa, ásamt skýrslu um
aldur þeirra, náms- og embættisferil og störf. Jafnframt sendir
hann prófasti nægilega marga atkvæðaseðla með nöfnum umsækjenda,
og felur honum að boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund
innan tiltekins tíma.
Kjörmenn eru: Sóknarnefndarmenn og safnaðarfulltrúar prestakalls-
ins (aðalmenn). Fyrsti varamaður tekur sæti aðalmanns, ef for-
fallaður er. Ef safnaðarfulltrúi er jafnframt sóknarnefndarmaður,
tekur varamaður sæti hans í sóknarnefnd.
Sé prófastur héraðsins umsækjandi um kallið, nefnir biskup annan
prófast til í hans stað.
3*gr.
Á kjörmannafundi skulu umsóknir ásamt umsögnum biskups liggja
frammi til athugunar. Fundurinn er lokaður og stýrir prófastur
honum. Ef meirihluti kjörmanna samþykkir, að kjör skuli fram fara,
skal það framkvæmt með þeim hætti, sem segir í 4.gr. Að öðrum
kosti ráðstafar kirkjumálaráðherra embættinu að fenginni tillögu
biskups.
Frh.