Gerðir kirkjuþings - 1972, Qupperneq 9
1972
8. Kirkjuþing
3. mál
Frh.
5. gr.
Þegar kjörstjórn hefur kynnt sér niðurstöðu kjörfundar, sendir
biskup afrit af bókun hennar til kirkjumálaráðherra, ásamt rök-
studdri tillögu sinni um veitingu. Biskup styður með tillögu
sinni þann umsækjanda, er hlotið hefur 2/3 atkvæða kjörmanna.
Skal veita honum embættið, enda telst hann hafa hlotið lögmæta
kosningu. Nái umsækjandi ekki 2/3 atkvæða kjörmanna, telst
kosningin ólögmæt, og mælir biskup þá með þeim tveimur umsækj-
endum, ef um fleiri en einn er að ræða, er hann telur, þegar
tillit er tekið til allra aðstæðnaj standa næst því að hljóta
embættið, og í þeirri röð, sem næst liggur að hans dómi. Veitir
ráðherra því næst embættið öðrum hvorum þessara tveggja.
6. gr.
Heimilt er kjörmönnum að kalla prest. Ef J>/b kjörmanna presta-
kallsins er einhuga um að kalla tiltekinn prest eða guðfræði-
kandidat án umsóknar, gera þeir prófasti viðvart um það í tæka
tíð, en hann tilkynnir biskupi, sem felur þá prófasti að boða
kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund innan viku og er
þá embættið eigi auglýst. Samþykki 3/^ kjörmanna að kalla
tiltekinn mann til embættisins, sem lögum samkvæmt á rótt til
prestsembættis í íslenzku þjóðkirkjunni, skal biskup birta
köllunina þeim presti eða kandidat, sem í hlut á. Taki hann
köllun, skal veita honum embættið, ella er embættið auglýst
til umsóknar.
7 -gr.
Prestsembættin að Skálholti, Hólum og Þingvöllum veitir
forseti samkvænt tillögu biskups og kirkjuráðs.
8.gr.
Setja má reglugjörð, er kveði nánar á um framkvæmd þessara
laga.
Þetta frumvarp hefur tvívegis verið samþykkt á Kirkju-
þingi (1962 og 1964), í fyrra skiptið með 10 : 5 atkv.,
í síðara sinnið með 10 : 4. Síðan var það flutt á
Alþingi en kom aldrei úr þeirri nefnd, sem fékk það
til meðferðar.
Frh.