Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 8

Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 8
1972 8. Kirkjuþlng 3 ♦ mal Frumvarp um veitingu prestakalla. Endurflutt. Frsm. Biskup. l.gr. Þegar prestakall losnar og prestur er eigi kallaður til embættis- ins (sbr. 6.gr.), auglýsir biskup kallið með hæfilegum umsóknar- fresti. 2 .gr. Að liðnum umsóknarfresti sendir biskup prófasti hlutaðeigandi prófastsdaanis, sé hann eigi umsækjandi, svo og sóknarnefndum prestakallsins, skrá yfir þá, er sótt hafa, ásamt skýrslu um aldur þeirra, náms- og embættisferil og störf. Jafnframt sendir hann prófasti nægilega marga atkvæðaseðla með nöfnum umsækjenda, og felur honum að boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund innan tiltekins tíma* Kjörmenn eru: Sóknarnefndarmenn og safnaðarfulltrúar prestakallsins (aðalmenn). Fyrsti varamaður tekur sæti aðalmanns, ef forfallaður er. Sé prófastur héraðsins iimsækjandi um kallið, nefnir biskup annan prófast til í hans stað. 3*gr. A kjörmannafundi skulu umsóknir ásamt umsögnum biskups liggja frammi til athugunar. FundQrinn er lokaður og stýrir prófastur honum. Ef meiri-hluti kjörmanna samþykkir, að kjör skuli fram fara, skal það framkvæmt með þeim hætti, sem segir í 4.gr. Að öðrum kosti ráðstafar kirkjumálaráðherra embættinu samkvæmt tillögu biskups. 4.gr. Ef samþykkt er, að kjör fari fram, ákveður prófastur kjörfund kjörmanna þá þegar eða næsta dag hið síðasta. Kjörfundur er lokaður og stýrir prófastur honum. Fer þar fram leynileg, skrifleg atkvæðagreiðsla um umsækjendur. Prófastur afhendir hverjum kjörmanna einn atkvæðaseðil og setur kjörmaður kross framan við nafn þess, er hann kýs. Prófastur skilar atkvæði á sama hátt. Að lokinni atkvæðagreiðslu eru atkvæði innsigluð og eend biskupi í póstábyrgð, ásamt afriti af gjörðabók kjör- fundar. Verði ágreiningur um undirbúning eða framkvaand kosningar eða hún kærð, fellir kjörstjórn úrskurð um málið. Kjörstjórn skipa, auk biskups, 2 menn, er kirkjumálaráðuneytið skipar til 5 ára í senn Frh.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.