Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola, einfaldlega vegna þess að við þekkjum ekki mörkin. Það er því brýnt að mótuð verði rammaáætlun um hvert við viljum stefna í fjölda ferðamanna og hvernig við getum stýrt þessari þróun. Í dag er stefnan sú að fá sem flesta ferðamenn til lands- ins óháð því hver áhrifin af því verða. Margt bendir til að þetta sé ekki besta leiðin fyrir okkur að fara. Í fyrsta lagi eru umhverfissjónarmið. Takmörk eru fyrir því hvað landið þolir mikinn ágang og umferð. Nú þegar eru svæði eins og Þingvellir komin að þolmörkum. Í öðru lagi eru það efnahagsleg sjónarmið. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjöldatúrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið sé ekki góð. Hagfelldara sé að stilla fjölda ferða- manna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Vegna þess að ferðamennskan vex hraðar en aðrar greinar á sér þar stað gríðarleg fjárfesting sem þýðir að fjárfesting í öðrum greinum minnkar, eins og til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu en ekki auðlindum. Greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að flytja þarf inn fólk í þúsundavís á næstu árum til að starfa í ferðaþjónustu. Það mun skapa erfið- leika á vinnumarkaði, auka þrýsting á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en nú er. Þá hafa sérfræðingar bent á að ferðamennskan getur orðið fyrir miklum og skyndilegum samdrætti vegna utanaðkomandi þátta eins og efnahagskreppu, olíuverðshækkana eða nátt- úruhamfara. Því er ekki skynsamlegt fyrir okkur að setja sífellt fleiri egg í þessa körfu. Það er því orðið áríðandi jafnt fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður allan almenning að fá svar við þeirri spurningu hversu margir ferðamenn eru æskilegir fyrir land og þjóð og hvert og hvernig við viljum stýra þessari þróun. Við þurfum rammaáætlun um hvernig best er að hagnýta auðlindina Ísland. Hvað þolir Ísland marga ferðamenn? Björn B. Björnsson áhugamaður um landvernd Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrir- tækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr krepp- unni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjölda- túrismans. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi Fljótshlíð, föstudaginn 18. mars 2016 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 19. febrúar 2016. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Kunnuglegt viðtal Þegar fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar keypti Reykjavík vikublað var sagnfræðingurinn Björn Jón Bragason gerður að ritstjóra. Í þessum litla dálki var smjattað á reynsluleysi mannsins sem ekki hafði starfað sem blaða- maður áður. RÚV greindi svo frá því að fyrr í mánuðinum hefði tímaritið birt á forsíðu sinni við- tal sem Björn tók, og birti, fyrir fjórum árum. Hann hefur svarað því til að honum þyki þetta leitt, hafi verið skammaður af eiganda blaðsins en hann hafi einfald- lega metið það svo að viðtalið ætti enn erindi við almenning. Skal nú engan undra að sagn- fræðingur sé þeirrar skoðunar að sagan megi endurtaka sig. Píratar í ólgusjó Það gustar um Birgittu Jónsdótt- ur, þingmann Pírata, þessi dægr- in en mikill titringur virðist vera innan flokksskútunnar. Í gær sagði formaður framkvæmda- ráðs Pírata, Erna Ýr Öldudóttir, að það væri óþolandi hvernig Birgitta kæmi með yfirlýsingar í fjölmiðlum án þess að hafa umboð frá félagsmönnum. Svona „sólóplay“ væri óheiðar- legt. Birgitta hefur svarað Ernu fullum hálsi en sú haggast ekki í afstöðu sinni gagnvart Birgittu. Nú er spurningin hvort Píratar nái að lægja öldurnar eða önnur flokkssystranna verði látin ganga plankann. snaeros@frettabladid.is Skrifað var undir nýja búvörusamninga fyrir helgi. Viðstaddir undirritunina voru fulltrúar landbúnaðar- og fjármálaráðuneyta annars vegar og bænda hins vegar. Enginn fulltrúi neytenda.Helst hefur lengd samninganna vakið athygli, en samið var til tíu ára. Með samningunum verða hendur Alþingis bundnar í rúm tvö kjörtímabil. Næsta ríkisstjórn, og um leið þeir kjósendur sem að baki henni standa, verður þannig svipt þeim rétti að geta haft áhrif á landbúnaðarstefnuna, sem vill svo merkilega til að er eitt stærsta neytendamál okkar tíma, á eftir peningamálum. Þá vekur tímalengdin enn meiri athygli þar sem lög gera ráð fyrir að svona samningar séu gerðir til eins árs. Heimild er til að gera þá til lengri tíma, án frekari skýringa. Tíföldun meginreglunnar er sláandi. Sér í lagi þegar haft er í huga að löggjafinn, Alþingi Íslendinga, þar sem kjörnir fulltrúar eiga að fjalla um landsmálin og taka ákvarðanir, kom með engum hætti að gerð samninganna. Þetta skiptir máli af því að um verulegar peninga- fjárhæðir er að ræða. Gert er ráð fyrir að um fjórtán milljarðar á ári renni til bænda í gegnum samninginn. Þannig munu skattgreiðendur á tíu ára tímabili greiða tugi milljarða án þess að ávinningurinn sé þeim ljós, þó örugglega sé hann einhver einhvers staðar. Furðu sætir að landbúnaðarráðherra sjái sér svona vinnubrögð fær. Að gera samninga upp á gríðarlega háar fjárhæðir án þess að nefna það einu sinni við þingið. Hvað þá að hafa ekki mætt við samningaborðið með skýr samningsmarkmið af hálfu ríkisins. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, nefndi Icesave- samningana til samanburðar í hádegisfréttum Bylgj- unnar í gær því þá samninga hefðu ráðherrar núverandi ríkisstjórnar jú gagnrýnt harðlega. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í október á síðasta ári var samþykkt ályktun í landbúnaðarmálum. „Stefna ber að því að draga úr opinberum stuðningi við land- búnað og vinna að því að hann geti starfað á markaðs- forsendum, meðal annars með því að stuðla að lækkun tilkostnaðar á öllum stigum framleiðslunnar.“ Nýir búvörusamningar eru þvert á þessa stefnu annars ríkis- stjórnarflokksins, þar sem meðal annarra formaður þingflokks hefur sagt að hún muni aldrei samþykkja samningana á þingi. Nú mælist flokkur Pírata með mest fylgi stjórnmála- flokka landsins. Píratar tala manna mest um gagnsæi, opna stjórnsýslu og lýðræði. Allir aðrir flokkar eru í til- vistarkreppu og virðast ekki skilja af hverju fylgið forðast þá eins og pestina. Ríkisstjórnarflokkarnir, sem virðast ætla að þjösna þessum samningum í gegnum bakher- bergi án umræðu og stefnumótunar, ættu að reyna að greina af hverju það er og svara kalli samtímans um betri vinnubrögð. Langflestir Íslendingar eru stoltir af íslenskum land- búnaði. Þeir velja frekar gott hráefni sem hefur ákveðinn gæðastimpil. Það er hins vegar ljóst að hagræðing og sam- keppni er landbúnaðinum holl eins og öðrum atvinnu- greinum. Íslenskur landbúnaður hefur alla burði til að hagræða og standast hvers kyns samkeppni að utan. Til skammar Næsta ríkis- stjórn, og um leið þeir kjósendur sem að baki henni standa, verður þannig svipt þeim rétti að geta haft áhrif á landbúnaðar- stefnuna, sem vill svo merki- lega til að er eitt stærsta neytendamál okkar tíma, á eftir peninga- málum. 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r12 s K o Ð U n ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð SKOÐUN 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 1 -8 3 0 C 1 8 9 1 -8 1 D 0 1 8 9 1 -8 0 9 4 1 8 9 1 -7 F 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.