Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 2
Suðaustan 3-8, él og frostlaust allra vestast á landinu í dag en annars hægviðri og bjart að mestu og frost 0 til 15 stig, kaldast inn til landsins. Sjá Síðu 18 Veður Tré grisjuð Tekið var til hendinni við grisjun trjáa í frostinu í gær nálægt gatnamótum Miklubrautar og Reykjanesbrautar neðan við Ártúnsbrekku í Reykjavík. Guðlaug Þorsteinsdóttir, yfirverkstjóri á skrifstofu reksturs og umhirðu hjá borginni, segir um reglubundna hreinsun að ræða. Fréttablaðið/Vilhelm Á einni viku var tvisvar ráðist inn á heimili sömu konunnar í móabarði og hún beitt alvarlegu kynferðislegu ofbeldi. Fréttablaðið/Vilhelm LögregLumáL Síðustu vikuna hafa tvær, að því virðist tilefnislausar, árásir verið gerðar á sömu konuna í Móabarði í Hafnarfirði. Frétta- blaðið heyrði hljóðið í nokkrum nágrönnum konunnar en enginn vildi koma fram undir nafni enda fólk óttaslegið. Þeir eru undrandi yfir að ekki sé búið að yfirheyra alla í götunni. Til að mynda hafi ekki verið rætt við fólk sem býr í sama húsi og konan eða fólk í nær- liggjandi húsum. Kynferðisbrotadeild lögregl- unnar fer með rannsókn málsins og leitar að karlmanni sem grun- aður er um brotin. Lýst hefur verið eftir honum í fjölmiðlum en ekki er vitað hver maðurinn er. Í fyrri árás virðist maðurinn hafa villt á sér heimildir. Hann sagðist vera frá Orkuveitunni og þóttist ætla að lesa á mæla. Síðari árásin var gerð tæpri viku síðar, í fyrsta skipti sem konan var ein heima frá fyrri árásinni en maðurinn hennar brá sér frá í hálf- tíma. Einn nágranninn bendir á að það séu ekki margir staðir fyrir utan húsið til að liggja í leyni og njósna um konuna. Segir hann að hægast sé fyrir nágranna að fylgjast með og því ættu nágrannarnir að liggja undir grun. „Mér væri slétt sama þótt ég væri grunaður. Komið bara og talið við okkur,“ segir hann. Mikil spenna ríkir í hverfinu og margir finna til óöryggis „Fólk er búið að gera varúðarráðstafanir. Menn eru að hlaða haglabyssurnar.“ Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé verið að tala við fólk en vill ekki tjá sig frekar um yfirheyrslur lög- reglunnar. „Við erum að vinna úr þeim fáu vísbendingum sem lög- reglan hefur,“ segir hann en það eina sem lögreglan hefur í hönd- unum er takmörkuð lýsing á mann- inum frá fórnarlambinu sjálfu. Aðspurður af hverju konan hafi ekki verið undir eftirliti eftir fyrstu árásina og hvort hún sé með vernd núna segir Árni gagnlaust að upp- lýsa um slíkt. „Við höfum gripið til ráðstafana sem ég get ekki farið út í að lýsa.“ En eruð þið bókstaflega að leita að manninum? Með öllu tiltæku liði? „Við erum að rannsaka gögn,“ svarar Árni. erlabjorg@frettabladid.is Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lögregla. Við erum að vinna úr þeim fáu vísbend- ingum sem lögreglan hefur. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kyn- ferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu SakamáL „Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á Suður- landi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. Eigandi Vonta International, sem var undirverktaki Ice wear, situr nú í gæsluvarðhaldi og tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals eru í öruggu skjóli. Þær fá aðstoð og vernd í samræmi við aðgerðaáætlun ríkis- stjórnarinnar gegn mansali. Þorgrímur Óli segir ekkert nýtt hafa komið fram en lögreglunni hafi þó borist ábending sem tengist mansali. „Við höfum ekki haft tök á að skoða hana enn.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur eitt annað mansalsmál til rannsóknar sem tengist gistiheimili á Selfossi. Upphaf málsins má rekja til ársins 2014, tvær pólskar konur höfðu stöðu þolenda mansals og eru komn- ar úr landi. Þær nutu meðal annars aðstoðar Bárunnar stéttarfélags. Enn hefur meintur gerandi máls- ins ekki verið tekinn til skýrslutöku vegna anna lögreglunnar í umdæm- inu en það stendur til bóta að sögn Þorgríms Óla. Hann vill engar upp- lýsingar gefa um málið. „Við höfum lært mikið af þessu máli í Vík. Þar fengum við góða aðstoð. Við erum ekki feimin við að kalla okkur til aðstoðar sérfræðinga í þessum efnum. Þá eru verkalýðs- félögin að vinna í þessum málum og maður getur alveg búist við því að það geti eitthvað komið út úr því á næstunni.“ – kbg Rannsaka mansal af krafti Við höfum lært mikið af þessu máli í Vík. Þar fengum við góða aðstoð. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn á Suðurlandi LögregLumáL Eldri maður beið bana í eldsvoða í íbúð í fjölbýlishúsi við Kleppsveg í Reykjavík snemma í gærmorgun. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn klukkan sex um morguninn. Allt tiltækt slökkvilið var þegar sent á vettvang en þegar á staðinn var komið var hitinn orðinn svo mikill í íbúðinni að rúður voru farnar að springa. Reykkafarar héldu þegar inn í íbúðina, en húsráðandinn var látinn þegar að var komið. Flestir aðrir íbúar fjölbýlishússins yfirgáfu húsið á meðan á slökkvi- starfi stóð, þótt slökkviliðið teldi ekki þörf á að rýma húsið, því lítill reykur fór inn í aðrar íbúðir. Allt er ónýtt í íbúðinni sem brann. – bo Karlmaður lét lífið í eldsvoða 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 m I ð V I k u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a ð I ð 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 1 -8 7 F C 1 8 9 1 -8 6 C 0 1 8 9 1 -8 5 8 4 1 8 9 1 -8 4 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.