Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 22
Carlos Cruz kom til Íslands þann 5. febrúar í fyrra til þess að taka við forstjórastólnum hjá Vífilfelli, fram-leiðanda Coca-Cola á Íslandi. „Fyrsta mánuðinn var ég ekki formlega forstjóri. Fyrsti dagurinn sem forstjóri var 1. mars. Þannig að það er næstum því komið eitt ár frá því að ég byrjaði,“ segir Carlos í sam- tali við Markaðinn. Carlos var áður framkvæmdastjóri sölumála hjá Re- frige SA í Portúgal frá árinu 2009. Re- frige SA er átöppunarfyrirtæki fyrir The Coca-Cola Company og hluti af Coca-Cola Iberian Partners sem er í eigu Cobega SA á Spáni. Fyrir það starfaði hann sem framkvæmda- stjóri hjá fyrirtækinu Scottish & Newcastle Ibérica á Spáni, sem var ein af sex stærstu bruggverksmiðjum í heiminum. Þar var bruggaður bjór á borð við Fosters, Kronenbourg, John Smith og fleira. Tók þátt í stofnun CCIP Carlos tók þátt í stofnun Coca-Cola Iberian Partners, sem varð til við sameiningu átta átöppunarfyrirtækja árið 2013. Eftir það lá ekki ljóst fyrir hvað yrði um Carlos. Hann segist hafa litið svo á að með sína reynslu og þekkingu og áhuga á að búa í ókunn- ugum löndum þá gæti orðið áhuga- vert að flytja til Íslands. Stjórnendur Coca-Cola Iberian Partners töldu það líka heppilegt. „Mér fannst þetta góð leið til þess að stíga næsta skref á starfsferlinum. Carlos segir að miklar breytingar hafi orðið á eigendum Vífilfells eftir að spænska fjölskyldufyrirtækið Cobega keypti Vífilfell árið 2011. Cobega var þá stærsti hluthafinn í Coca Cola Iberian Partners (CCIP). Fyrirtækið varð svo hluti af Coca- Cola European Partners (CCEP) í ágúst í fyrra, en það er núna stærsta átöppunarfyrirtækið innan Coca- Cola í heiminum með árstekjur sem nema um 12 milljörðum evra. Það samsvarar 1.700 milljörðum íslenskra króna. Starfsemin er í þrett- án ríkjum og þar með talið Vífilfell á Íslandi. „Hlutverk mitt var að halda áfram rekstrinum hér og gera fyrirtækið að hluta af CCEP-heiminum,“ segir Carlos. Hann segir að Árni Stefáns- son, forveri sinn á forstjórastóli, hafi staðið sig gríðarlega vel við að sigla fyrirtækinu í gegnum bankahrunið og koma starfseminni á skrið eftir hrunið. „Hann tók fyrirtækið upp úr krísunni og var nógu hugrakkur til þess að gera það sem þurfti að gera til þess að fyrirtækið myndi starfa áfram og halda áfram að fram- leiða vörur þangað til aðrir komu og keyptu fyrirtækið,“ segir Carlos en vekur líka athygli á því hversu djarft það hafi verið hjá erlendum hlut- höfum að koma hingað til lands árið 2011, þegar hér voru fjármagnshöft og slæmar aðstæður í efnahagslífinu. 160 ára viðskiptasaga Carlos segir að áhuga Cobega-fjöl- skyldunnar á fjárfestingunni í Vífil- felli megi rekja langt aftur í tímann. Allt til ársins 1853 þegar fyrirtækið fór að flytja þorsk inn til Spánar frá Íslandi. Carlos segir að síðustu 30 árin hafi Mario Rotlant Sola, fyrr- verandi stjórnarformaður Cobega, komið fimm til sex sinnum til Íslands á ári. Ýmist til þess að sinna viðskipt- um eða í frístundum. Carlos segir að hann eigi vínekrur, framleiði rauðvín og eina tegundina kalli hann Selá eftir Selá á Íslandi. „Fólk veit þetta almennt ekki, en þetta eru mikil til- finningatengsl.“ Carlos segist sjálfur vera farinn að taka ástfóstri við landið. „Ég er búinn að fara á Snæfellsnesið, á Vestfirði, Akureyri, Húsavík og líka um Suður- landið. Það er auðvelt að taka ást- fóstri við það. Maður tekur ekki sama ástfóstri við önnur lönd. En náttúru- fegurðin gerir þetta land einstakt og það er skemmtilegra að stunda við- skipti hér fyrir vikið.“ Megintekjusvið Vífilfells eru sjö og þar af er stærsta tekjusviðið gos- drykkir og kolsýrðir vatnsdrykkir; allt sem er selt með kolsýru. Það er um 57 prósent af sölunni. Næst- stærsta sviðið, sem er með um 27 Tæplega 60 prósent tekna koma af sölu gosdrykkja Carlos Cruz hefur verið forstjóri Vífilfells í tæpt ár og ætlar að vera hér í þrjú til fjögur ár. Segir fyrirtækið vel fjármagn- að. Tæp sextíu prósent af tekjum Vífilfells koma af sölu gosdrykkja. Carlos segir það áskorun að selja gosdrykki í þeirri heilsubyltingu sem ríður yfir heiminn. Hann tók fyrirtækið upp úr krísunni og var nógu hugrakkur til þess að gera það sem þurfti að gera til þess að fyrirtækið myndi starfa áfram og halda áfram að framleiða vörur þangað til aðrir komu og keyptu fyrirtækið. Carlos Cruz, forstjóri Vífilfells Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r6 markaðurinn 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 1 -A 0 A C 1 8 9 1 -9 F 7 0 1 8 9 1 -9 E 3 4 1 8 9 1 -9 C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.