Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 23
fólk
kynningarblað 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r
Sturla Brandth Grøvlen, kvik-
myndatökustjóri myndarinnar
Victoria, er gestur Stockfish Film
Festival í ár í boði Félags íslenskra
kvikmyndatökustjóra. Kvikmyndin
hefur verið kölluð „kvikmyndalegt
afrek“, ekki síst fyrir þær sakir að
hún er tekin upp í einu skoti enda
hlaut Sturla Brandth Grøvlen hinn
eftirsótta Silfur björn í Berlín fyrir
tökur myndarinnar.
Sturla verður viðstaddur sér-
stakar Q&A-sýningar myndarinn-
ar sem verða á laugardag og sunnu-
dag. Þar geta kvikmyndahúsgestir
spurt hann spjörunum úr og satt
forvitni sína um það sem gerist að
tjaldabaki við gerð svo sérstakr-
ar kvikmyndar. Eins og margir
þá hóf Sturla feril sinn við tökur á
heimildar myndum, tónlistarmynd-
böndum og stuttmyndum. Á þeirri
vegferð kynntist hann þýska leik-
aranum og leikstjóranum Sebasti-
an Schipper sem vildi fá hann til að
taka kvikmynd sína Victoria.
Sturla er alls ekki ókunnugur ís-
lenskri kvikmyndagerð en hann er
t.a.m. tilnefndur til Edduverðlauna
í ár fyrir stjórn kvikmyndatöku í
kvikmyndinni Hrútum. Hann hefur
nú þegar fengið Camerimage-verð-
launin fyrir tökur á sömu mynd.
Sturla kvikmyndaði einnig Hjarta-
stein, væntanlega kvikmynd Guð-
mundar Arnars Guðmundssonar.
Q&A-sýningarnar verða á
laugar dag kl. 17.30 og á sunnudag
kl. 15.30.
Nánari upplýsingar má finna á
www.stockfishfestival.is
aðeins eitt skot, tveir tímar
og fullkominn sigur
Stockfish Film Festival kynnir mikla kvikmyndaveislu sem stendur yfir í Bíói Paradís þessa dagana. Fjölmargar
athyglisverðar kvikmyndir eru sýndar auk þess sem boðið er upp á spennandi viðburði. Hátíðinni lýkur á sunnudag.
viðburðir á stockfish 2016
Allir viðburðirnir fara fram í Bíói Paradís
VERK Í VINNSLU - Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Frítt inn og allir velkomnir.
PALLBORÐSUMRÆÐAN Big Stories – Little Countries: How to reach the world with stories in a language
spoken by few. Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 16-17. Frítt inn og allir velkomnir.
MIDPOINT MASTERKLASSI – Föstudaginn 26. febrúar kl. 18-19. Frítt inn og allir velkomnir.
FYRIRLESTUR: Third Epoch of Production Design? Son of Saul and it’s Visualization – Laugardaginn 27.
febrúar kl. 13.30. Frítt inn og allir velkomnir.
THE ROAD TO ISTANBUL –Q&A með leikstjóranum Rachid Bouchareb,miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.15
og fimmtudaginn 25. febrúar kl. 18.00.
SON OF SAUL – Q&A sýningar með leikmyndahönnuðinum László Rajk fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.30
og föstudaginn 26. febrúar kl. 20.00.
THE WITCH - Q&A með Robert Eggers, föstudaginn 26. febrúar kl. 20.
VICTORIA - Q&A-sýningar með upptökustjóranum Sturla Brandth Grøvlen, laugardaginn 27. febrúar kl. 17.30
og sunnudaginn 28. febrúar kl. 15.30.
LOKAHÓF STOCKFISH - 27. febrúar kl 19.00.
Uppskeruhátíð kvikmyndagerðarfólks á Íslandi – Eddan og Óskarinn. Haldin 28. febrúar í Bíói Paradís.
Kvikmyndin Victoria, sem sýnd er
á Stockfish Film Festival, var tekin
upp í einni töku og hefur vakið
mikla athygli um allan heim.
Sturla Brandth Grøvlen er gestur Stock-
fish Film Festival og situr fyrir svörum.
2
4
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
9
1
-9
1
D
C
1
8
9
1
-9
0
A
0
1
8
9
1
-8
F
6
4
1
8
9
1
-8
E
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K