Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 6
Með Lenín á lofti
Stjórnarskrárnefnd hefur birt tillögur um þrenns konar
breytingar á stjórnarskrá. Lagt er til að bætt verði við
stjórnarskrá ákvæðum um vernd náttúru og umhverfis,
náttúruauðlindir og þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði
kjósenda. Tillögurnar eru aðgengilegar á stjornarskra.is.
Lagastofnun Háskóla Íslands og Lögfræðingafélag Íslands
efna til málþings um tillögurnar, miðvikudaginn 24. febrúar
kl. 12:00-13:30.
Málþingið verður haldið í Hátíðarsal í Aðalbyggingu
Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, Reykjavík.
Fundarstjóri er Björg Thorarensen prófessor í
stjórnskipunarrétti við Lagadeild Háskóla Íslands.
Kynning á tillögum stjórnarskrárnefndar
Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og
formaður stjórnarskrárnefndar
Pallborðsumræður
Þátttakendur í pallborði auk Páls Þórhallssonar eru:
Ragnhildur Helgadóttir prófessor og deildarforseti
Lagadeildar Háskólans í Reykjavik
Skúli Magnússon héraðsdómari og formaður
Dómarafélags Íslands
Málþingið er opið öllum og aðgangur er ókeypis
TILLÖGUR UM NÝ
STJÓRNARSKRÁRÁKVÆÐI
24. febrúar kl. 12:00-13:30
LAGASTOFNUN
LAGASTOFNUN
Landbúnaður „Þú kæfir ekki neitt
sem hefur ekki verið komið af stað,“
segir Guðmundur Jón Guðmundsson,
formaður Beint frá býli, um ummæli
Þórólfs Matthíassonar hagfræðipró-
fessors í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði
Þórólfur: „Allur þessi beint-frá-býli
hugsunarháttur er algjörlega fyrir
utan þetta og það er verið að kæfa
hann næstu tíu árin með þessu.“
Málið snýr að nýjum búvörusamn-
ingum. Þórólfur vill meina að með
samningunum sé bændum haldið í
kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð.
Guðmundur getur að einhverju leyti
tekið undir þetta og segir að lítill
stuðningur sé á meðal bændaforyst-
unnar við verkefnið Beint frá býli.
Pólitískur vilji frá atvinnuvegaráðu-
neytinu sé þó til staðar og án ráðu-
neytisins væri verkefnið orðið að
engu. „Það vantar eitthvað í þetta.
Þetta er vaxtarbroddur en einhverra
hluta vegna hefur það ekki náð flugi
að styðja við bakið á mönnum til að
koma sér af stað.“
Samkvæmt nýjum búvörusamn-
ingum fær Framleiðnisjóður land-
búnaðarins 128 milljónir á ári fram til
ársins 2026. Það er meira en síðustu
ár en samkvæmt fyrri samningum
átti sjóðurinn að fá 140 milljónir árið
2017. Beint frá býli hefur, að sögn
Guðmundar, fengið sinn stuðning
frá Framleiðnisjóðnum en hlutverk
sjóðsins er að veita styrki og lán til
framleiðniaukningar og hagræðingar
í landbúnaði. Hann segir jákvætt að
nú sé föst greiðsla bundin sjóðnum.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir,
aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla
Íslands, er ósammála Þórólfi og segir
að í nýjum búvörusamningum sé stutt
við margs konar nýsköpun. „Það eru
settir peningar í lífræna framleiðslu
sem hefur ekki verið gert áður.“ Eftir-
spurn sé eftir lífrænum vörum, þá
sérstaklega mjólk. Mikill kostnaður
geti fylgt því að fara úr hefðbundnum
landbúnaði í lífrænan.
„Það er alls ekki hægt að segja að
þetta sé bull og kjaftæði og engum
til góða. Það er verið að koma inn
byggðasjónarmiði og styrkja byggðir
sem standa veikari. Það er líka liður
um sjálfbæra þróun og landnýtingu
sem er til bóta.“
Þá skuldbindi útrýmingarhætta
íslensku geitarinnar stjórnvöld til að
grípa í taumana varðandi geitastofn-
inn. „Auk þess er eftirspurn á markaði
eftir vörum frá þeim. Með því að styðja
við geitaræktina er frekar lagður grund-
völlur fyrir því að geitaostur komist á
markað.“ snaeros@frettabladid.is
Ólík sýn á nýsköpun
í búvörusamningum
Aðjúnkt við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri segir ekki rétt að nýir búvöru-
samningar séu alslæmir fyrir nýsköpun í landbúnaði. Formaður samtakanna
Beint frá býli gagnrýnir lítinn stuðning við verkefnið frá bændaforystunni.
Í Rússlandi og þeim löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum var í gær fagnað degi Verndara föðurlandsins
en hann er haldinn til heiðurs hermönnum í her Rússlands. Hér má sjá ungan dreng taka þátt í hátíðinni, en
hann heldur á spjaldi með mynd af rússneska byltingarleiðtoganum Vladimir Lenín. Fréttablaðið/EPa
Það er alls ekki hægt
að segja að þetta sé
bull og kjaftæði og engum til
góða.
Ragnhildur Helga
Jónsdóttir, aðjúnkt
við LBHÍ
34 milljónir
renna til lífrænnar fram-
leiðslu samkvæmt nýjum
samningum
bandaríkin Varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna kynnti í gær áætlun
um lokun Guantanamo-fangabúðanna
á Kúbu. Ekkert er þó beinlínis nýtt í
áætluninni.
Lokun búðanna var eitt fyrsta loforð-
ið, sem Barack Obama ætlaði að efna
eftir að hann tók við embætti forseta
Bandaríkjanna fyrir rúmlega sjö árum.
Andstaða þingsins við lokunina
hefur hins vegar orðið til þess, að enn
er þar hafður í haldi 91 fangi. Enginn
þeirra hefur hlotið dóm, þrátt fyrir að
hafa setið í fimmtán ár í fangabúðun-
um. Alls hafa 34 þeirra fengið úrskurð
um að óhætt sé að láta þá lausa.
„Í mörg ár hefur það legið ljóst fyrir
að fangabúðirnar við Guantanamo-flóa
styrkja ekki öryggi okkar,“ sagði Barack
Obama forseti á blaðamannafundi í
gær. „Þær grafa undan því.“
Frá upphafi hafa 779 manns verið
hafðir í haldi í Guantanamo. Margir
þeirra hafa mátt sæta alvarlegum
pyntingum af hálfu bandarískra leyni-
þjónustumanna. – gb
Enn reynir Obama að
loka Guantanamo
barack Obama ætlar að gera úrslitatilraun til að fá bandaríkjaþing til að fallast á
lokun fangabúðanna umdeildu. NOrdicPhOtOs/aFP
2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M i ð V i k u d a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
2
4
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
9
1
-A
F
7
C
1
8
9
1
-A
E
4
0
1
8
9
1
-A
D
0
4
1
8
9
1
-A
B
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K