Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 27
Coke Zero og aðra sykurlausa val-
kosti, meðal annars kolsýrða vatns-
drykki. „Þú hefur valmöguleika án
kaloría.“ Carlos segir að markaðurinn
með drykki með fáum eða engum
kaloríum sé um 34 prósent af heildar
gosdrykkjamarkaðnum. Hann segir
að á síðasta ári hafi sala gosdrykkja
með fáum eða engum kaloríum vaxið
um 2,5 prósent en sala á venjulegum
gosdrykkjum dregist saman um 4,2
prósent. Hann segir að bregðast verði
við breyttum aðstæðum með aukinni
nýsköpun.
Hvar sérðu þig og Vífilfell fyrir þér
eftir tíu ár?
„Ég hét því að tryggja vöxt Vífil-
fells. Það þýðir ekki að ég muni vera
að eilífu á Íslandi. Ég gerði samning
um að vera hérna í þrjú til fjögur ár
og er núna búinn að vera í eitt ár. En
ég held að það sé líka mikilvægt fyrir
fyrirtækið að hafa íslenskan leið-
toga til frambúðar,“ segir Carlos og
bendir á að hann sé að undirbúa að
það lið sem starfar undir hans stjórn
geti tekið við keflinu og stýrt áfram-
haldandi vexti. Carlos telur líka að
fyrirtækið hafi mikið bolmagn til
þess að vaxa áfram. Eiginfjárhlutfall
félagsins sé 53 prósent og félagið því
vel fjármagnað fyrir reksturinn.
Miklar framkvæmdir standa nú
yfir við höfuðstöðvar Vífilfells á
Stuðlahálsi en þegar þeim lýkur
mun öll starfsemi fyrirtækisins
verða að nýju undir einu þaki.
Starfsemi Vífilfells á þessum
stað hófst árið 1973, en glerbygg-
ingin sem hýst hefur skrifstofur
fyrirtækisins er frá árinu 1992.
Innandyra var þar áður stórt and-
dyri og stórt fundarherbergi auk
margra lítilla lokaðra skrifstofa á
tveimur hæðum. Búið er að brjóta
niður flesta veggi og koma opin
vinnurými í stað skrifstofanna sem
voru þar áður. Glerið hleypir inn
birtu og eftir breytingarnar mun
hún skína inn í flest vinnurými
starfsfólks.
Nýir eigendur Vífilfells töldu að
tími væri kominn á endurbætur og
nútímavæðingu höfuðstöðvanna,
ekki síst með vellíðan starfsfólks í
huga. Nemur heildarkostnaðurinn
við breytingarnar um hundrað
milljónum króna.
Framkvæmdir fyrir á annað hundrað milljóna
Tvær nýjar Tetrapak hátæknivéla-
samstæður voru vígðar í verk-
smiðju Vífilfells á Stuðlahálsi í
síðustu viku. Í vélunum fer fram
pökkun og áfylling allra safa
fyrirtækisins auk pökkunar á pró-
teindrykknum Hámarki. Verkefnið
er stærsta fjárfestingarverkefni
Vífilfells á síðustu fimm árum og í
tilkynningu sem fyrirtækið sendi
frá sér segir að heildarfjárfestingin
sé tæplega 500 milljónir króna.
Markmið eigenda fyrirtækisins er
að verksmiðjan hér verði nægi-
lega tæknileg og afkastamikil til
að hægt verði að sækja á erlenda
markaði með íslensk vörumerki
eins og Trópí, Svala og Hámark.
Í tilkynningunni segir að hlutfall
tekna vegna útflutnings hafi vaxið
hratt síðustu ár. Aðallega á bjór.
Nýju vélarnar voru settar upp í lok
síðasta árs og hafa verið í notkun
síðustu vikurnar undir handleiðslu
sérfræðinga frá The Coca-Cola
Company og Tetrapak.
Fjárfestu fyrir tæplega 500 milljónir króna
prósent af sölunni, er bjór. Þriðja
sviðið er safar og það er um átta pró-
sent af sölunni. Hin fjögur svið starf-
seminnar eru vatnsframleiðsla, kaffi-
sala, áfengi og svo prótein drykkir
með Hámarki. „Áttatíu prósent af
starfseminni snúast því um þrjú
svið hennar. Tekjurnar voru um 7,3
milljarðar íslenskra króna árið 2015
og þá eru ekki talin með áfengisgjöld
eða annað sem við þurfum að standa
skil á.“ Hagnaður fyrirtækisins fyrir
skatta er í kringum 100 milljónir
króna árið 2015 en rekstrarhagnaður
(EBITDA) er í kringum 700 milljónir
króna.
Carlos segir að sala á innanlands-
markaði á óáfengum drykkjum í versl-
anir, þar sem allir framleiðendur eru
meðtaldir (veitingahús ekki meðtal-
in), hafi verið í kringum 28 milljónir
lítra í fyrra og samdrátturinn um 0,2
prósent. Bjórsala í Vínbúðinni, fyrir
alla framleiðendur, hafi verið í kring-
um 15 milljónir lítra og vöxturinn
um 0,6 prósent. Hann sér sóknarfæri
í bjórframleiðslunni, ekki síst vegna
fjölgunar ferðamanna hér á landi.
Býst við vaxandi bjórframleiðslu
Carlos býst við og vonar að bjór-
framleiðslan muni vaxa fyrir innan-
landsmarkað og að það séu líka tæki-
færi til aukins útflutnings á bjór. Í
fyrra flutti Vífilfell út 1,4 milljónir
lítra. Þar af voru 1,3 milljónir lítra af
Einstök. „Einstök selst gríðarlega vel
í Bandaríkjunum og selst líka í Bret-
landi og Danmörku. Móttökurnar
eru gríðarlega góðar, ekki síst vegna
þess að bjórinn er frá Íslandi,“ segir
Carlos. Hann segir að þar fyrir utan
sé verið að selja Víking bjór og Thule
út. Hann vill skapa frekari markaðs-
tækifæri fyrir þær tegundir í löndum
eins og í Ástralíu og í Kína.
Hvernig er að reka fyrirtæki eins og
Vífilfell, sem framleiðir Coke, á tímum
þar sem er þessi mikla heilsubylting?
„Þetta er mikil áskorun. Ekki bara
fyrir drykkjarvöruiðnaðinn heldur
fyrir matvælaiðnaðinn í heild sinni,“
Einstök selst gríðar-
lega vel í Bandaríkj-
unum og selst líka í Bretlandi
og Danmörku. Móttökurnar
eru gríðarlega góðar, ekki síst
vegna þess að bjórinn er frá
Íslandi
Carlos Cruz forstjóri Vífilfells
segir Carlos. Sykurinn einn og sér sé
þó ekki vandamálið. „Við erum að
innbyrða fleiri kaloríur en við ættum
að gera. Eða, við erum alla vega
að innbyrða fleiri kaloríur en við
brennum,“ segir Carlos. Lykil atriðið
sé að stunda reglusamt líferni og eyða
aftur kaloríunum sem eru innbyrtar.
Carlos bendir á að kókdós sé 139
kaloríur en eðlilegt sé að fólk neyti
um 2.000 kaloría á dag. Kókdósin
sé því um sjö prósent af öllum þeim
kaloríum sem fólk ætti að neyta.
Hann bendir síðan líka á að sykrað
kók sé ekki það eina sem boðið er
upp á. Bendir hann þar á meðal á
UM
HV
ERFISMERKI
Prentgripur
141 825
Suðurhraun 1
Garðabæ
Sími: 59 50 300
www.isafold.is
Umbúðir • Bækur • Tímarit • Fyrir skrifstofuna • Bæklingar
Fjölpóstur • Kynningarefni • Dagblöð • Stafrænt • Allskonar!
Á meðan við prentum fyrir þig…
Verið er að taka allt húsnæðið að Stuðlahálsi í gegn svo starfsemin í Reykjavík
verði sameinuð þar til frambúðar.
Markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . f e b R ú A R 2 0 1 6
2
4
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
9
1
-A
0
A
C
1
8
9
1
-9
F
7
0
1
8
9
1
-9
E
3
4
1
8
9
1
-9
C
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K