Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 14
Í dag
19.30 D. Kiev - Man. City Sport
19.30 PSV - Atletico M. Sport 3
21.45 Meistaradeildarm. Sport
19.30 Ísland - Ungverjal. Laugard.h.H E I L S U R Ú M
A
R
G
H
!!!
0
90
21
6
#6
REKKJAN KYNNIR
ROYAL AVIANA
KYNNINGARVERÐ
Stærð: 153x200 cm.
Með botn: 115.080 kr.
Án botns: 73.486 kr.
Körfubolti Íslenska kvenna-
landsliðið fær ósigrað lið Ungverja
í heimsókn í Laugardalshöllina í
kvöld. Keflvíkingurinn Sandra Lind
Þrastardóttir hefur stimplað sig inn
í landsliðið í vetur en hún er yngst í
liðinu og langyngst af þeim sjö sem
hafa spilað í meira en 45 mínútur
í fyrstu þremur leikjum liðsins í
undankeppni Evrópukeppninnar.
Sandra Lind hefur hækkað stiga-
skor sitt með hverjum leik en hún
átti líka mjög flotta innkomu í fyrsta
Evrópuleik sinn úti í Ungverjalandi
þar sem hún tók meðal annars níu
fráköst innan um stóru stelpurnar í
ungverska liðinu. „Þær eru stórar og
sterkar en núna vitum við betur við
hverju við eigum að búast og hvað
við þurfum að gera,“ segir Sandra.
Ungverjar unnu Slóvakíu með
einu stigi í toppslag riðilsins á
laugardag og eru eina taplausa lið
íslenska riðilsins. „Vonandi verða
Glímir við ungverska risann
Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leik-
maður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu.
Er þetta sú hávaxnasta sem hefur spilað körfubolta á Íslandi?
208 sentímetrar á hæð Ungverska kvennalandsliðið í körfubolta er komið til landsins og mætir því íslenska í Evrópukeppninni í kvöld. Með í för er
miðherjinn Bernadett Határ sem er mun hærri en liðsfélagar hennar og miklu hærri en íslensku stelpurnar sem ætla að reyna að stoppa hana í Höll-
inni í kvöld. Hér sést hin 208 cm háa Bernadett Határ á æfingu ungverska liðsins í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. FréttAblAðið/ernir
þær bara með of mikið sjálfstraust
í byrjun,“ segir Sandra Lind.
„Við þurfum að gera ennþá betur í
vörninni og leyfa þeim ekki að taka
fráköstin. Það vantar smá sjálfs-
traust í sóknarleikinn okkar því við
þurfum að gera þetta eins og við
erum vanar. Við þurfum bara að
vera tilbúnar í að taka fríu skotin.
Maður verður að hafa smá trú á
sér,“ segir Sandra Lind og það
hefur hún sýnt í verki í fyrstu
þremur leikjunum.
Sandra Lind er ekkert að
fara kljást við neinn venju-
legan leikmann í kvöld
því í ungverska liðinu er
hin 208 sentímetra háa
Bernadett Határ. Sandra
fékk að reyna sig á móti
henni í fyrri leiknum.
„Það er mjög erfitt að
dekka svona stóran
leikmann. Ég var
kannski að stíga
hana út og þá tók
hún bara frá-
kastið fyrir ofan
mig. Þær voru
samt með aðra
stóra sem var
betri en hún,“
segir Sandra Lind
en þar er hún að
tala um hina frábæru
Tijana Kriv acevic
sem skoraði 27 stig á
íslenska liðið. Báðar
eru þær mun stærri
en Sandra Lind og
það kallar á aðeins
öðruvísi vörn sem
Sandra er staðráðin í
að nýta sér. „Þegar maður er minni
þá má maður oft ýta meira í þær,“
segir Sandra létt.
Andstæðingar íslenska liðsins
leggja ofurkapp á að stoppa Helenu
Sverrisdóttur og Sandra segir að
hinar í liðinu þurfi að nýta sér það
betur. Hún hefur gert það sjálf og
skorað meira með hverjum leikn-
um. „Hin liðin eru að einbeita sér
mjög mikið að Helenu og þá er
maður kannski aðeins meira
opin,“ segir Sandra hógvær.
„Við ætlum okkur að
sýna það að við eigum
heima í þessari Evrópu-
keppni. Við þurfum að
sýna okkur og öðrum það að
við eigum alveg möguleika í
þessi stóru lið og að við séum að
gera eitthvað almennilegt hérna
heima,“ segir Sandra Lind sem
er yngst í landsliðinu en ein af
þeim elstu í Keflavíkurliðinu
þar sem meðalaldurinn er
langt undir tvítugu.
Leikur Íslands og Ung-
verjalands hefst klukkan
19.30 í Laugardalshöll-
inni í kvöld og má búast
við því að margir vilji
sjá íslensku stelpurnar
reyna sig á móti þessu
sterka liði sem hefur
unnið þrjá fyrstu leiki
sína í riðlinum. „Ég held
að það verði líka vel mætt
á morgun (í kvöld). Það er
ekki á hverjum degi sem
fólk fær tækifæri til að sjá
svona stóra stelpu,“ segir
Sandra Lind að lokum.
ooj@frettabladid.is
Meistaradeild Evrópu
Arsenal - barcelona 0-2
0-1 Lionel Messi (71.), 0-2 Lionel Messi, víti
(84.).
Arsenal náði að halda stórstjörnum
Barcelona í skefjum í 70 mínútur
áður en Lionel Messi tók leikinn í
sínar hendur og skoraði tvö dýrmæt
útivallarmörk fyrir Barcelona.
Juventus - bayern M. 2-2
0-1 Thomas Müller (43.), 0-2 Arjen Robben
(55.), 1-2 Paulo Dybala (63.), 2-2 Stefano
Sturaro 2-2.
Útlitið var dökkt fyrir ítölsku
meistarana eftir góða byrjun Bayern
en Juventus á enn möguleika fyrir
síðari leik liðanna.
Nýjast
gLódÍS og JóHAnn SKorUðU
glódís Perla Viggósdóttir skoraði
fyrsta mark Eskilstuna í fyrsta
keppnisleik tímabilsins í Svíþjóð
er liðið hafði betur,
4-0, gegn Örebro í
16-liða úrslitum
bikarkeppninn-
ar. Anna Björk
Kristjánsdóttir
lék allan leikinn í
liði Örebro en hún
kom til liðsins frá Stjörnunni í
upphafi ársins.
Jóhann Berg guðmundsson
skoraði svo fyrir Charlton sem
mætti Preston north End í ensku
B-deildinni. Markið kom á 37. mín-
útu, aðeins tveimur mínútum eftir
að Preston komst yfir. Það dugði þó
ekki til þar sem að Preston tryggði
sér 2-1 sigur með marki snemma
í síðari hálfleik. Charlton er því
enn neðst í B-deild inni með 25 stig
eftir 32 leiki og er nú sjö stigum frá
öruggu sæti.
ErLEndir LEiKMEnn STrEyMA
TiL LAndSinS
Liðin í Pepsi-deildum karla og
kvenna halda áfram að styrkja
sig fyrir átök sumarsins en í gær
bárust fregnir af því að bæði Blikar
og Fjölnismenn hefðu samið við
erlenda leikmenn. daniel Bem-
berg, sem er bæði með sænskt og
brasilískt ríkisfang, leikur með
Blikum í sumar en hann er 31
árs miðjumaður. Þá samdi igor
Jugovic, fyrrum unglingalandsliðs-
maður Króatíu, við Fjölni en hann
er 27 ára varnarsinnaður miðju-
maður.
Þór/KA hélt svo
áfram að sækja
landsliðskonur
til Mexíkó en í
gær var natalia
gomez Junco
kynnt til sög-
unnar og er því þriðji leikmaður
Akureyringa frá Mexíkó. Hinar
eru Cecilia Santiago og Stephany
Mayor. Junco er 24 ára miðju-
maður.
SExTán árA TiL BrigHTon
Stefan Alexander Ljubicic, leik-
maður Keflavíkur, hefur gert
þriggja ára samning við enska
B-deildarliðið Brighton & Hove
Albion og gengur til liðs við félagið
í sumar. Stefan Alexander var
til reynslu hjá félaginu í haust
og heillaði forráðamenn enska
liðsins.
Stefan Alexander er aðeins
sextán ára og er einnig efnilegur
körfuboltamaður.
2 4 . f E b r ú a r 2 0 1 6 M i Ð V i K u D a G u r14 s p o r t ∙ f r É t t a b l a Ð i Ð
sport
2
4
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
9
1
-9
1
D
C
1
8
9
1
-9
0
A
0
1
8
9
1
-8
F
6
4
1
8
9
1
-8
E
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K