Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 20
Þetta veltur allt á hvernig verktaka- geirinn og byggingabransinn bregðast við því. Nú er hann í fullri nýtingu. Það er spurning hvernig hann bregst við því að þurfa að flytja inn vinnuafl og annað. Konráð S. Guðjónsson Heimildir: Reykjavíkurborg, Fréttablaðið 20. janúar sl., greiningardeild Arion banka. 1.000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 2014 2015 2016 2017 2018 2019 n Mat í september - Fjöldi herbergja á hbsv. u Mat í september - Aukning hbsv. (h. ás) n Nýtt mat - Fjöldi herbergja á hbsv. u Nýtt mat - Aukning hbsv. (h. ás) Fjöldi hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu áætlað framboð 1.100 herbergi til viðbótar ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 7 82 71 0 1/ 20 16 ER ÞITT FYRIRTÆKI Á FLUGI? Regluleg ferðalög á vegum fyrirtækisins eru oft nauðsynleg. Það getur því borgað sig að gera fyrirtækjasamning við Icelandair. Kauphöllin í London, London Stock Exchange (LSE), hefur staðfest sam- runaviðræður við þýsku kauphöll- ina Deutsche Boerse. Hlutabréf í LSE hækkuðu um 17 prósent eftir til- kynninguna en hlutabréf í Deutsche Boerse um sjö prósent. BBC greinir frá því að bæði fyrir- tækin myndu halda áfram að starfa undir eigin nafni eftir sameiningu. Þetta er í þriðja sinn sem kauphall- irnar reyna að ná samningum. Þær reyndu það áður árið 2000 og 2004- 2005. Ef af sameiningu verður mun LSE eiga 45,6 prósent í samstæðunni en Deutsche Boerse 54,5 prósent. – sg Stefnt að sameiningu Við sameiningu myndi London Stock Exchange eiga 45,6 prósent í samstæð- unni. FréttabLaðið/aFP Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q400 flugvélinni sinni eftir hádegi í dag. Með komu þess- arar flugvélar er áætlað að endur- nýjun á flugflota Flugfélagsins sé formlega hafin. Tilkynnt var í mars í fyrra að Flugfélag Íslands hefði ákveðið að taka Q400 vélarnar í rekstur í stað Fokker 50 flugvélanna sem verið hafa í rekstri félagsins allt frá árinu 1992. Q400 vélarnar eru stærri en Fokker 50 og gerir Flugfélag Íslands ráð fyrir að taka þrjár vélar í 74 sæta útgáfu í sinn rekstur í stað þeirra fimm Fokker 50 véla sem félagið hefur hingað til verið með. Fimm- tíu sæti eru í Fokkervélunum. – jhh Fyrsta Q400 vélin kemur Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslands- banka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hlut- hafafundi í dag. Sjóðurinn Akur, sem er í rekstri Íslandssjóða, er stærsti hluthafi Fáfnis og íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í. Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis í des- ember, og danska félagið Optima A/S, boðuðu til fundarins. „Maður var pínulítið undrandi að frétta af því að þeir tilnefni einhvern annan í stjórn því það er beðið um þennan fund að beiðni Steingríms og Optima í Danmörku sem vilja koma inn sínum stjórnarmanni og þau eiga næstum 25 prósent í félaginu. Manni finnst furðulegt að aðrir hluthafar ætli að koma í veg fyrir það,“ segir Ketill. Ekki þarf að kjósa nýja stjórn í heild sinni fyrr en á aðalfundi Fáfnis sem heimilt er að halda í síðasta lagi í lok ágúst á þessu ári. Því geta eigendur tæplega fjórðungs hluta- fjár í Fáfni verið án fulltrúa í stjórn þangað til, hljóti Ketill ekki brautar- gengi á fundinum í dag. DV greindi frá því í síðustu viku að stjórn Fáfnis hygðist leggja fyrir fundinn heimild til að breyta sam- þykktum félagsins svo félagið geti lagt í tæplega 200 milljóna króna skuldabréfaútgáfu á 20 prósenta vöxtum. Ketill segir að ráðgert sé að kaupendur bréfanna geti breytt þeim í hlutafé, sem numið geti allt að 60 prósenta hlut í Fáfni. Til saman burðar nemur hlutaféð sem áður hefur verið í Fáfni tæpum þremur milljörðum króna. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins hafa núverandi hluthafar forkaups- rétt til þess að skrifa sig fyrir skulda- bréfinu í hlutfall við eign sína í Fáfni. Þá segir Ketill einnig tillögu liggja fyrir fundinum um að færa skipið Fáfni Viking, sem enn er í smíðum, inn í sérstakt félag sem yrði dóttur- félag Fáfnis. – ih Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, frambjóðandi til stjórnar Fáfnis. Hóteluppbygging hefur hingað til haft lítil áhrif á íbúðabyggingu en gæti komið til með að gera það á næstu árum. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka. Hann heldur erindi um efnið á Fasteigna- ráðstefnunni 2016 sem fer fram í Hörpu á morgun. „Það er klárlega of lítil íbúðafjár- festing búin að vera núna undan- farið, það er komin uppsöfnuð þörf. Það er ýmislegt sem spilar þar inn, ég er ekki svo viss um að það sé hótel- uppbygging eins og hún hefur verið nú þegar. Það hefur svo sem verið einhver slaki á byggingamarkaðnum, hann hefur verið að ná sér eftir efna- hagshrunið,“ segir Konráð. „Fjöldi annarra þátta en hóteluppbygging spilar þar inn í og ýmsar kenningar eru um af hverju ekki sé meiri íbúða- fjárfesting. Hótelbygging hefur ein- hver áhrif, hversu mikið er erfitt að segja.“ Eins og staðan er núna varðandi uppbyggingu hótela segir Konráð að fólk sé of svartsýnt að telja að hótel séu að drepa niður alla íbúðaupp- byggingu. „Ef þú setur þessi hótelher- bergi í samhengi við íbúðafjölda þá er þetta ekki svo gríðarlegt miðað við hvað þyrfti að byggja mikið af íbúðum til að eiga við fólksfjölgun. Bygging sjö hundruð hótelherbergja í fyrra er eins og að byggja innan við fimm hundruð íbúðir," segir Konráð. „Það sem maður aðallega veltir fyrir sér er þegar maður lítur fram á veginn og þar er aukin uppsöfnuð Hóteluppbygging gæti haldið aftur af íbúðabyggingum Ef erfitt verður að fá erlent vinnuafl gæti hóteluppbygging haldið aftur af íbúðabyggingum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Arion telur þó enn of snemmt að segja að íbúðauppbygging líði fyrir fjölgun hótela. þörf fyrir íbúðir og fleiri hótel að bætast við áætlun. Það eru hug- myndir um að fleiri hótel bætist við í ár en í fyrra. Þegar kominn er meiri þrýstingur á verktakabransann þá gæti þetta farið að hafa áhrif,“ segir Konráð „Þetta veltur allt á hvernig verk- takageirinn og byggingabransinn bregðast við því. Nú er hann í fullri nýtingu. Það er spurning hvernig hann bregst við því að þurfa að flytja inn vinnuafl og annað. Ef það næst að flytja inn vinnuafl, þá mun hótelupp- bygging ekki hafa áhrif á byggingu íbúða. En ef það tekst ekki þá getur það þrýst á. Það er ekki ástæða til svartsýni en fólk þarf að velta þessu fyrir sér,“ segir Konráð. Annað sem spilar inn í er hugsan- leg mettun á hótelmarkaði. Í nýleg- um Markaðspunktum greiningar- deildar Arion banka kemur fram að miðað við þá uppbyggingu sem er á teikniborðinu, og hversu hratt bæst hefur við áform um hótelbyggingu á síðustu mánuðum, telur greiningar- deildin rétt að staldra aðeins við. Enn sé þörf fyrir fleiri hótel og gistirými, en það sem nú sé á teikniborðinu virðist fara langt með að fullnægja þörf á hótelrýmum ef spá um tvær milljónir ferðamanna innan þriggja ára gengur eftir. saeunn@frettabladid.is Fáfnir rekur eitt skip í dag, olíuþjónustuskipið Polarsyssel. 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r4 markaðuriNN 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 1 -B 4 6 C 1 8 9 1 -B 3 3 0 1 8 9 1 -B 1 F 4 1 8 9 1 -B 0 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.