Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 8
NÝR VINNUHESTUR FRÁ ISUZU VERÐ 5.790.000 BEINSKIPTUR, 6 GÍRA 35OO kg ISUZU D-MAX ER EINN HAGKVÆMASTI OG STERKASTI PALLBÍLL SEM UM GETUR EYÐSLA AÐEINS 7,4 l/1OO km* Það þarf ekki að segja þeim sem til þekkja neitt um endingu og áreiðanleika Isuzu D-Max. D-Max pallbílarnir eru hagkvæmir og áreiðanlegir í rekstri vegna lágrar bilanatíðni og lítillar eldsneytiseyðslu. Isuzu D-Max er í sérflokki hvað varðar dráttargetu því hann getur dregið allt að 3500 kg. *M ið a ð v ið e yð sl u tö lu r fr á f ra m le ið a n d a á b e in sk ip tu m b íl í b lö n d u ð u m a ks tr i. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is NÝTT MEIRI DRÁTTARGETA GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 7 3 5 0 3 I s u z u D m a x 5 x 2 0 a lm e n n J a n Varnaðarorð landlæknis og forstjóra Landspítalans urðu til þess að vel- ferðarnefnd Alþingis setti sérstaka fyrirvara vegna innleiðingar Evrópu- tilskipunar um réttindi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Réttur sjúklinga Um er að ræða breytingu á lögum um sjúkratryggingar og á lyfja- lögum vegna tilskipunarinnar. Í frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíus- sonar heilbrigðisráðherra, þegar það kom fram í október 2015, var kveðið á um rétt sjúkratryggðra til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annars ríkis innan Evrópska efna- hagssvæðisins, án takmarkana eins og fyrirframsamþykkis – að Sjúkra- tryggingum Íslands væri gert að endurgreiða kostnað eins og með- ferðin hefði verið veitt hér heima. Þegar Kristján mælti fyrir málinu sagði hann að mat stjórnvalda væri að ekki verði algengt að sjúklingar kjósi frekar að sækja þjónustu út fyrir landsteinana. Varnaðarorð Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir nefndaráliti velferðar- nefndar í síðustu viku en þriðju og síðustu umræðu um málið lauk í gær. Hún segir að varnaðarorð sem bárust í umsögnum um málið, og umræður í nefndinni, hafi gert það að verkum að settar voru upp ákveðnar girðingar. Nefndin leggur til að ráðherra kveði í reglugerð á um hvenær sækja skuli um fyrir- framsamþykki fyrir endurgreiðslu kostnaðar við heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, öfugt við það sem áður var gert ráð fyrir. Í fyrrnefndum umsögnum koma fram þungar áhyggjur af málinu, og þá vegna langra biðlista eftir aðgerð- um sem hrúgast hafa upp eftir hrun, en einnig vegna kjaradeilna heil- brigðisstarfsmanna. Ógn við öryggi Inntak umsagna landlæknis og Landspítalans var að fjárfestingar í tækjum, búnaði og mannskap í heil- brigðisþjónustu krefðust ákveðins lágmarksfjölda sjúklinga til að standa undir sér og vegna fámennis á Íslandi gæti það komið niður á framboði heilbrigðisþjónustu innanlands, einkum þjónustu sem krefðist mjög sérhæfðrar þekkingar, ef fjöldi sjúklinga leitaði heilbrigðis- þjónustu erlendis. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Því má segja að vegna stöðu heilbrigðiskerfisins, og þá helst fjölda sjúklinga á biðlistum og langs biðtíma, hafi landlæknir og forsvarsmenn Landspítalans lýst áhyggjum af því að fólk færi í stórum stíl af landi brott til að sækja sér lækningu. Í umsögn Landlæknisembættis- ins sagði einfaldlega að mikilvægast væri þegar allt er talið „að standa vörð um og efla íslenskt heilbrigðis- kerfi sem mætir þörfum Íslendinga fyrir heilbrigðisþjónustu og að hún sé veitt á Íslandi þar sem þekking, sérhæfing og þjálfun er þegar fyrir hendi“. Ragnheiður segir að þrátt fyrir vissar takmarkanir muni breytingin engu að síður nýtast vel, og það sé réttur sjúklinga að hafa þennan möguleika ef þeir fá ekki þjónustu hér heima innan þess tíma sem eðlilegur geti talist – en landlæknir hefur gefið út að hámarks biðtími eftir aðgerð eigi ekki að vera lengri en þrír mánuðir. „En við heyrum um fólk sem á að komast að árið 2019, og hver er þá staða þess sjúk- lings og lífsgæði miðað við að hann kæmist strax undir læknishendur,“ segir Ragnheiður og minnist á að rætt hafi verið um innan nefndar- innar að nýta mætti skurðstofur annars staðar en á Landspítalan- um til að mæta biðlistum. Eins sé opnað á að fólk frá 31 Evrópulandi innan Evrópska efnahagssvæðisins geti sótt heilbrigðisþjónustu til Íslands. Hápólitískt Fram kemur í gögnum Alþingis vegna málsins, og þingræðum, að góður samhljómur hafi verið innan velferðarnefndar um þessar lyktir mála. Hins vegar dregur það ekki úr því hvað málið er hápólitískt. Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði í þingræðu við atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu að málið væri gott dæmi um ávinn- ing af Evrópusamvinnu „þar sem fólk fær að losa sig undan ofbeldi eigin stjórnvalda, ef eigin stjórnvöld fólks kjósa að hlaða upp biðlistum eftir brýnni velferðarþjónustu“. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem einn- ig er formaður velferðarnefndar, sagði að breytingarnar ættu að skapa þann þrýsting á stjórnvöld að halda biðlistum í lágmarki. Óttuðust flóð sjúklinga til útlanda Velferðarnefnd ákvað í ljósi almannahagsmuna að setja sérstaka fyrirvara við innleiðingu Evróputilskipunar um réttindi sjúklinga til að leita sér lækninga í útlöndum. Hlustað var á varnaðarorð landlæknis og forstjóra Landspítalans um áhrif á heilbrigðiskerfið. Þúsundir manna bíða eftir aðgerðum langt umfram þann tíma sem landlæknir telur ásættanlegt. fRéttablaðið/VilHelm Biðin allt of löng l Landlæknir hefur sett fram þau viðmið um biðtíma að ekki eigi að bíða lengur en 90 daga eftir aðgerð eða tiltekinni meðferð. l Í lok síðasta árs birti emb- ættið tölur um biðlista eftir sex val aðgerðum þar sem þeir eru lengstir. Samtals var beðið eftir tæplega 6.000 aðgerðum á þeim tímapunkti. l Eftir tæplega 5.000 hafði verið beðið lengur en 90 daga. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a Ð I Ð 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 1 -A A 8 C 1 8 9 1 -A 9 5 0 1 8 9 1 -A 8 1 4 1 8 9 1 -A 6 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.