Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 10
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn fimmtudaginn 17. mars 2016 kl. 16.00 í sal I á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins. 4. Tillögur til ákvörðunar um lækkun hlutafjár og heimild til kaupa á eigin bréfum. 5. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjara- stefnu félagsins. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 7. Kosning stjórnar félagsins. 8. Önnur mál löglega fram borin. Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til dagskrár á fundinum og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skriflega eða rafrænt á netfangið stjorn@tm.is í síðasta lagi 7. mars næstkomandi. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafa- fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem aðgengilegt er á vef félagsins - tm.is/fjarfestar. Rafrænt umboð skal sent félaginu á netfangið stjorn@tm.is áður en fundur hefst. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu skrif- lega og fá sendan atkvæðaseðil skal hann gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Að auki er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á venju- legum opnunartíma (kl. 8:30 til 16:30) til og með miðvikudeginum 16. mars 2016, en fyrir lokun skrifstofunnar þann dag skal einnig skila þangað sendum atkvæðaseðlum. Nánar fer um atkvæða- greiðsluna og gildi atkvæða samkvæmt henni eftir reglum félagsins um atkvæðagreiðslu utan hluthafafundar, settum af stjórn félagsins 18. desember 2013. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar skemmst fimm dögum fyrir hlut- hafafundinn. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem stjórn félagsins lætur í té og unnt er að nálgast á tm.is/fjarfestar. Í tilkynningunni skal veita greinargóðar upplýsingar um þau atriði sem tilgreind eru á eyðublaðinu, sbr. 1. mgr. 16. gr. samþykkta félagsins. Unnt er að senda félagsstjórninni útfyllta og undirritaða fram- boðstilkynningu fyrir lok framboðsfrests með tölvuskeyti á netfangið stjorn@tm.is. Dagskrá aðalfundarins og tillögur sem fyrir hann verða lagðar, svo og aðrar nauðsynlegar upp- lýsingar um fundinn má finna á tm.is/fjarfestar. Að auki mun ársreikningur (samstæðureikningur) félagsins, skýrsla stjórnar, skýrsla endurskoðenda og tillaga stjórnar um starfskjarastefnu liggja frammi á skrifstofu og á vef félagsins hluthöfum til sýnis hálfum mánuði fyrir fundinn. Eigi síðar en tveimur dögum fyrir fund verða birtar á vef félagsins upplýsingar um framboð til stjórnar. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukkustund áður en hann hefst og fengið fundargögn afhent. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Tryggingamiðstöðin hf. Aðalfundur 2016 Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm@tm.is tm.is Sýrland Stefnt er að því að vopnahlé hefjist í Sýrlandi á laugardaginn kemur. Bæði uppreisnarmenn og stjórnarher- inn í Sýrlandi hafa fallist á þetta. Átökin við Íslamska ríkið, DAISH- samtökin svonefndu, halda þó áfram enda hefur ekki verið reynt að semja við þau um vopnahlé. Sama gildir um Jabhat al Nusra og fleiri hópa, sem Sameinuðu þjóðirnar flokka sem hryðjuverkasamtök. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hafa eftirlit með þessu vopnahléi og sjá til þess að það haldi. Þetta kom fram í sameiginlegri yfir- lýsingu frá þeim á mánudag. Sama dag skýrði Bashar al Assad, forseti Sýrlands, frá því að þingkosn- ingar verði haldnar 13. apríl, innan tæpra tveggja mánaða. Af yfirlýsingu Assads verður þó ekki ráðið, að með þessu sé hann að bregðast við yfirlýs- ingum um vopnahlé, því reglubundið fjögurra ára kjörtímabil þingsins rennur hvort eð er út nú í vor. Síðast var kosið til þings í Sýrlandi í maí árið 2012. Víða eru miklar efasemdir um að vopnahlé verði að veruleika í Sýr- landi, eftir linnulaus átök árum saman. Það vekur hins vegar nokkrar vonir að Vladimír Pútín skuli leggja áherslu á að vopnahlé verði að veru- leika. Þannig hafði hann frumkvæði að símtali við Barack Obama Banda- ríkjaforseta á þriðjudaginn, þar sem þeir ræddu framkvæmdaratriði í tengslum við vopnahléið. Pútín er að mörgu leyti í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á þróun mála í Sýrlandi. Að minnsta kosti getur hann líklega fremur en nokkur annar beitt þrýstingi á Bashar al Assad Sýrlands- forseta. Assad ætti erfitt með að neita, kjósi Pútín að beita hann þrýstingi. „Ég er sannfærður um að þær sam- eiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Bandaríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi,“ sagði Pútín í gær. Í framhaldinu verði brýnast að koma af stað friðarviðræðum í Genf undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Stríðsátök hafa nú geisað í Sýrlandi í nærri fimm ár og kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Meira en níu milljónir manna hafa hrakist að heiman, þar af eru meira en þrjár milljónir á flótta utan landsteinanna. Um 300 þúsund sýrlenskir flótta- menn eru komnir til Evrópu, og eru þeir nærri þriðjungur allra þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu á síðasta ári. Nærri tvær milljónir sýr- lenskra flóttamanna eru síðan í Tyrk- landi, rúmlega ein milljón í Líbanon og meira en 600 þúsund í Jórdaníu. gudsteinn@frettabladid.is Stefnt að vopnahléi á laugardag Sýrlandsstjórn og helstu fylkingar sýrlenskra stjórnarandstæðinga hafa fallist á vopnahlé. Kjósa á 13. apríl. Íbúi Damaskusborgar gengur fram hjá veggspjaldi með mynd af Bashar al Assad Sýrlandsforseta. NorDicphotoS/AFp Ég er sannfærður um að þær sam- eiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Banda- ríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðar- ástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands Bandaríkin Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hleraði fund aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon og kanslara Þýska- lands, Angelu Merkel, um loftslags- mál árið 2008. Þetta kemur fram í gögnum sem samtökin Wikileaks gerðu opinber í gær. Þá hleraði stofnunin einnig síma yfirmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna til lengri tíma og beiðni forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjhú, til þáverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlus- coni, um hjálp til að bæta samskipti sín við Bandaríkin. Eins kemur fram í gögnunum að hleraður hafi verið fundur þáverandi Frakklandsforseta, Nicolas Sarkozy, Merkels og Berlus- coni um ítalska bankakerfið. – þea Ljóstrað upp um hleranir NSA orkumál Án endurnýjanlegrar orku væri koltvísýringslosun Íslendinga nálægt því helmingi meiri en hún er í dag. Þetta kom fram í erindi Bjarna Bjarnasonar, formanns Samorku, á ársfundi félagsins í vikunni sem leið. Heildarlosun Íslands í dag er um 4,6 milljónir tonn ár hvert og hefur verið á svipuðu róli allt frá árinu 1990. Ef hitaveitu nyti ekki við og nota þyrfti olíu til að húshitunar, þá væri losunin tæpar sex millj- ónir tonna á ári. Ef rafmagn væri framleitt með öðrum hætti en með endur nýjanlegri orku, þá væri los- unin um átta milljónir tonna. Þar er stóriðja undanskilin. – shá Losun væri helmingi meiri 2 4 . f e B r ú a r 2 0 1 6 m i Ð V i k u d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 1 -9 6 C C 1 8 9 1 -9 5 9 0 1 8 9 1 -9 4 5 4 1 8 9 1 -9 3 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.