Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 32
Markaðurinn Miðvikudagur 24. febrúar 2016fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Íslenska úrvalsvísitalan 1.837,40 21,45 (1,18%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Stjórnar - maðurinn @stjornarmadur Íslandsbanki færði virði eigin fjár Borgunar í reikningum sínum upp um 5,4 milljarða króna vegna sölu Visa Europe Ltd. til Visa Inc sem tilkynnt var um í nóvember. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans fyrir árið 2015. Salan muni líklega koma til með að ganga eftir á öðrum ársfjórðungi þessa árs. 5,4 milljarða hagnaður 22.02.2016 Þetta staðfestir alveg sam- keppnishæfni okkar. Sumir vilja halda það að við séum að verð- leggja okkur of hátt. En þegar staðan er þannig að eftirspurnin er meiri en fram- boðið þá myndu flest markaðslög- mál segja að við værum frekar að verðleggja okkur of lágt. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Íslandsbanki birti í gær uppgjör sitt fyrir 2015. Sem endranær voru það fregnir af launakjörum stjórnenda sem mesta athygli vöktu í fjölmiðlum og að því er virtist sérstaklega sú staðreynd að bankastjórinn hefði á síðasta ári fengið ríflega sjö milljóna króna bónus í sinn hlut. Ekki þurfti sú nálgun sérstaklega að koma á óvart, né viðbrögðin í athugasemdakerfum og annars staðar sem einkenndust af upphrópunum og mikilli hneykslan. Stjórnarmaðurinn hefur raunar aldrei skilið þessa miklu athygli á launaumslagi fólks. Laun banka- stjórnenda á Íslandi eru alls ekki há í alþjóðlegum samanburði, og það er erfitt að sjá að sæmileg launakjör hafi nokkuð annað en jákvæð sam- félagsleg áhrif. Annað fangaði þó athygli stjórnar- mannsins, og það var sú staðreynd að svokölluð virðisbreyting útlána skilaði Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað á síðasta ári. Þetta er í takti við þróunina síðustu ár þar sem um og yfir helmingur hagnaðar bankans hefur komið fram undir þessum lið. Uppgjörið í ár er þó sögulegt að því leyti að fram kemur að endur- skipulagningu á lánum og kröfum sem bankinn tók yfir með miklum afföllum sé lokið, og því ekki gert ráð fyrir frekari jákvæðum áhrifum á reksturinn af þessum völdum á komandi árum. Lán þessi og kröfur voru færð úr gömlu bönkunum í þá nýju eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrr- verandi fjármálaráðherra, við fyrir- spurn á Alþingi árið 2011, voru lán flutt úr gamla Glitni í Íslandsbanka með um 425 milljarða afslætti. Eins og áður sagði nam þessi tekju- liður átta milljörðum hjá Íslands- banka á árinu 2015, árið áður var hann rétt tæpir níu milljarðar og árið 2013 um 16 milljarðar – samtals um 32 milljarðar undanfarin þrjú ár. Erfiðara er að nálgast sundurliðaðar tölur lengra aftur í tímann. Svipaða sögu er að segja af hinum bönkunum. Áhugavert væri þó ef fjölmiðlar legðu sig fram um að nálgast þessar tölur, þannig að hægt sé að greina með nokkuð óyggjandi hætti hvers konar forgjöf þeir kumpánar Stein- grímur J. og Gylfi Magnússon veittu nýju bönkunum á sínum tíma. Ljóst er að minnsta kosti að þeir geta andað léttar að bankarnir eru nú aftur komnir eða á leiðinni í ríkiseigu, enda vart verið líklegt til vinsælda ef kröfuhafar gömlu bankanna hefðu fengið að hlæja alla leiðina í bankann með forgjöf þeirra Gylfa og Steingríms í vasanum. Forgjöfin loksins ljós Helgi Magnússon, stjórnarmaður í Marel, seldi 526 þúsund hluti í félaginu í gær. Í tilkynningu til Kaup- hallar kemur fram að hann seldi á genginu 236,5 á hlut. Samtals seldi Helgi því fyrir 124 milljónir króna. Eftir viðskiptin á Helgi 3.779.044 hluti í félaginu. Miðað við söluverðmæti er markaðsverð þess hlutar tæplega 894 milljónir íslenskra króna. Uppgjör Mar- els fyrir árið 2015 var birt þann 3. febrúar síðastlið- inn. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækisins eftir skatta nam rúmlega átta milljörðum króna. 124 milljóna króna sala á bréfum helga Miðasala á miði.is O L D B E S S A S T A Ð I R Sokkabandið kynnir eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal Sýningar 14. febrúar – 20.30 18. febrúar – 20.30 20. febrúar – 20.30  27. febrúar – 19.00 04. mars – 20.30 „Byltingin er hafin! Til hamingju með Old Bessastaði!“ – Kristín Ómarsdóttir „Meinfyndið og beitt leikverk...talar beint inn í okkar samtíma.“ – S.J. Fréttablaðið „Allar vinna þær (leikkonurnar) vel úr efnivið sínum undir smekkvísri stjórn Mörtu Nordal...“ – Þ.T. Morgunblaðið 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 9 1 -B 4 6 C 1 8 9 1 -B 3 3 0 1 8 9 1 -B 1 F 4 1 8 9 1 -B 0 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.